Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2025 11:29 Dómsmálaráðherra óskaði svara eftir að í ljós kom að fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara hefðu viðkvæm gögn undir höndum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Ólafs Þórs við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins en fjölmiðlar greindu frá því á vormánuðum að Jón Óttar Ólafsson lögreglumaður og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, báðir fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara, hefðu haft á brott með sér gögn þegar þeir hættu. Þeir stofnuðu í kjölfarið njósnafyrirtækið PPP sf. sem er meðal annars sagt hafa stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, í tengslum við mál fyrrverandi hlutahafa Landsbankans gegn auðmanninum. Meintur stuldur Jóns Óttars og Guðmundar Hauks á gögnunum var kærður árið 2012 en málið fellt niður af ríkissaksóknara. Í svörum Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins rekur hann meðal annars stofnun embættis sérstaks saksóknara, sem var komið á laggirnar í kjölfar bankahrunsins 2008 og lagt niður 2015. Þá er fjallað um tölvukerfi embættisins, verklag við símhleranir og varðveislu gagna. Almennt var verklagið þannig að sérstakur saksóknari lagði símhlerunarkröfu fyrir héraðsdóm og að henni samþykktri var viðkomandi símanúmer tengt í hlerun af tölvu- og rafeindadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allar upptökurnar fóru inn á hlustunardrif sem aðeins fáir höfðu aðgang að. Hlustað var á upptökurnar eftir á og skráð hver hlustaði, hvort umrætt símtal hafði þýðingu fyrir rannsókn mála og hvort að varðveita ætti það eða eyða. Öllum símtölum milli viðkomandi og verjenda bar að eyða strax en aðrar upptökur voru geymdar, fyrst samkvæmt íslenskum lögum og síðar samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2009, í málinu Natunen gegn Finnlandi, að yfirvöldum bæri að geyma allar símtalaupptökur þar til umræddum málum væri lokið á öllum dómstigum. Í svörum sínum ítrekar Ólafur Þór að aðgangur að hlustunardrifinu hafi verið afmarkaður við rannsakendur sem unnu að rannsókn viðkomandi máls. Aðgengi hafi verið stjórnað með aðgangsstýringu og frá áramótunum 2011 til 2012 hafi verið hægt að rekja rafræn spor starfsmanna. Þá var settur upp læsingarhugbúnaður sem virkjaðist þegar gögn voru afrituð á minniskubba. Hér má finna svör héraðssaksóknara við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum Ólafs Þórs við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins en fjölmiðlar greindu frá því á vormánuðum að Jón Óttar Ólafsson lögreglumaður og Guðmundur Haukur Gunnarsson lögmaður, báðir fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara, hefðu haft á brott með sér gögn þegar þeir hættu. Þeir stofnuðu í kjölfarið njósnafyrirtækið PPP sf. sem er meðal annars sagt hafa stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, í tengslum við mál fyrrverandi hlutahafa Landsbankans gegn auðmanninum. Meintur stuldur Jóns Óttars og Guðmundar Hauks á gögnunum var kærður árið 2012 en málið fellt niður af ríkissaksóknara. Í svörum Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins rekur hann meðal annars stofnun embættis sérstaks saksóknara, sem var komið á laggirnar í kjölfar bankahrunsins 2008 og lagt niður 2015. Þá er fjallað um tölvukerfi embættisins, verklag við símhleranir og varðveislu gagna. Almennt var verklagið þannig að sérstakur saksóknari lagði símhlerunarkröfu fyrir héraðsdóm og að henni samþykktri var viðkomandi símanúmer tengt í hlerun af tölvu- og rafeindadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allar upptökurnar fóru inn á hlustunardrif sem aðeins fáir höfðu aðgang að. Hlustað var á upptökurnar eftir á og skráð hver hlustaði, hvort umrætt símtal hafði þýðingu fyrir rannsókn mála og hvort að varðveita ætti það eða eyða. Öllum símtölum milli viðkomandi og verjenda bar að eyða strax en aðrar upptökur voru geymdar, fyrst samkvæmt íslenskum lögum og síðar samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2009, í málinu Natunen gegn Finnlandi, að yfirvöldum bæri að geyma allar símtalaupptökur þar til umræddum málum væri lokið á öllum dómstigum. Í svörum sínum ítrekar Ólafur Þór að aðgangur að hlustunardrifinu hafi verið afmarkaður við rannsakendur sem unnu að rannsókn viðkomandi máls. Aðgengi hafi verið stjórnað með aðgangsstýringu og frá áramótunum 2011 til 2012 hafi verið hægt að rekja rafræn spor starfsmanna. Þá var settur upp læsingarhugbúnaður sem virkjaðist þegar gögn voru afrituð á minniskubba. Hér má finna svör héraðssaksóknara við fyrirspurn dómsmálaráðuneytisins.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira