Fótbolti

Goð­sagnir hita upp fyrir EM í Pallborði

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Systurnar Þóra Björg og Ásthildur Helgadætur munu auk Báru Kristbjargar Rúnarsdóttur hita upp fyrir EM í Pallborði dagsins. Valur Páll Eiríksson stýrir þættinum.
Systurnar Þóra Björg og Ásthildur Helgadætur munu auk Báru Kristbjargar Rúnarsdóttur hita upp fyrir EM í Pallborði dagsins. Valur Páll Eiríksson stýrir þættinum. Vísir/Grafík/Sara

Stelpurnar okkar hefja leik á EM í fótbolta klukkan 16:00 í dag er liðið mætir Finnlandi. Hitað verður vel upp fyrir leik dagsins og mótið allt í sérstöku EM-Pallborði sem verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14:00.

Þær Ásthildur Helgadóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands, Þóra B. Helgadóttir, sem á að baki yfir 100 landsleiki, og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, verða gestir Vals Páls Eiríkssonar í Pallborði dagsins.

Sýn Sport fylgir stelpunum okkar vel eftir úti í Sviss og mun einnig gera það hér heima. Byrjað verður á Pallborði í dag en þá verður einnig rætt við sérfræðinga Sýnar um hvern einasta leik mótsins í hlaðvarpinu Besta sætinu að þeim loknum.

Auk andstæðinga dagsins, Finnlands, eru Sviss og Noregur með Íslandi í A-riðli mótsins. Líkt og áður segir hefst leikur Íslands og Finnlands klukkan 16:00 og verður lýst beint á Vísi. Um er að ræða opnunarleik mótsins.

Pallborðið hefst klukkan 14:00 og verður í beinni í spilaranum hér fyrir neðan og á sjónvarpsstöðinni Vísi, sem má nálgast í myndlyklum Sýnar (stöð 5) og Símans (stöð 8).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×