Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2025 11:33 Þau skelfilegu tíðindi bárust í morgun að Diogo Jota, leikmaður Liverpool, hefði látið lífið í bílslysi ásamt bróður sínum. Vísir/Getty Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta segir fráfall fótboltamannsins Diogo Jota sorglegar fréttir að fá. Þær setji lífið í stærra samhengi. Íslenska fjölmiðlateymið á EM í Sviss beið þess að íslenska landsliðið mætti á æfingasvæðið hjá FC Allmendingen í Thun fyrir æfingu dagsins þegar að bárust af því fréttir að Diogo Jota, leikmaður Liverpool og portúgalska landsliðsins hefði látið lífið ásamt bróður sínum. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt á A-52 þjóðveginum í Zamora-héraði á Spáni, rétt norðan við Portúgal. Jota var 28 ára gamall en Silva tveimur árum yngri. Jota hefur leikið 49 landsleiki fyrir hönd portúgalska landsliðsins en Silva lék fyrir Penafiel í Portúgal. Eðlilega slógu fréttirnar alla. Íslenska landsliðið mætti á æfingasvæðið og viðtöl tóku við. Svona fréttir minna mann á það hvað lífið er brothætt og stutt á milli. Setur hlutina í stærra samhengi. Kvöldið áður hafði íslenska liðið upplifað kvöld vonbrigða í fyrsta leik sínum á EM sem lauk með tapi gegn Sviss. Frammistaðan undir væntingum og þung spor að stíga. En við svona áfall eins og fráfall Jota, sem lifði og hrærðist í heimi fótboltans, er ekkert óeðlilegt að tíðindi eins og úrslit leikja, frammistaða liða, vonbrigði og svekkelsi víki til hliðar. „Fótbolti er skemmtun og afþreying, að hluta til," sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari í viðtali við íþróttadeild Sýnar fyrir æfingu í morgun. „Miðlarnir búa til afþreyingarefni og svo framvegis. En svo getur alltaf lífið sjálft komið fyrir, sem er alltaf í miklu stærra samhengi heldur en nokkurn tímann það að spila fótboltaleik. Auðvitað eru þetta sorglegar fréttir en ekkert mikið sem ég get sagt um það annað.“ Klippa: „Skelfilegar fréttir“ Andlát Diogo Jota Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Íslenska fjölmiðlateymið á EM í Sviss beið þess að íslenska landsliðið mætti á æfingasvæðið hjá FC Allmendingen í Thun fyrir æfingu dagsins þegar að bárust af því fréttir að Diogo Jota, leikmaður Liverpool og portúgalska landsliðsins hefði látið lífið ásamt bróður sínum. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt á A-52 þjóðveginum í Zamora-héraði á Spáni, rétt norðan við Portúgal. Jota var 28 ára gamall en Silva tveimur árum yngri. Jota hefur leikið 49 landsleiki fyrir hönd portúgalska landsliðsins en Silva lék fyrir Penafiel í Portúgal. Eðlilega slógu fréttirnar alla. Íslenska landsliðið mætti á æfingasvæðið og viðtöl tóku við. Svona fréttir minna mann á það hvað lífið er brothætt og stutt á milli. Setur hlutina í stærra samhengi. Kvöldið áður hafði íslenska liðið upplifað kvöld vonbrigða í fyrsta leik sínum á EM sem lauk með tapi gegn Sviss. Frammistaðan undir væntingum og þung spor að stíga. En við svona áfall eins og fráfall Jota, sem lifði og hrærðist í heimi fótboltans, er ekkert óeðlilegt að tíðindi eins og úrslit leikja, frammistaða liða, vonbrigði og svekkelsi víki til hliðar. „Fótbolti er skemmtun og afþreying, að hluta til," sagði Þorsteinn landsliðsþjálfari í viðtali við íþróttadeild Sýnar fyrir æfingu í morgun. „Miðlarnir búa til afþreyingarefni og svo framvegis. En svo getur alltaf lífið sjálft komið fyrir, sem er alltaf í miklu stærra samhengi heldur en nokkurn tímann það að spila fótboltaleik. Auðvitað eru þetta sorglegar fréttir en ekkert mikið sem ég get sagt um það annað.“ Klippa: „Skelfilegar fréttir“
Andlát Diogo Jota Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira