Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Árni Sæberg skrifar 3. júlí 2025 11:28 Pétur Jökull fær ekki áheyrn Hæstaréttar. Vísir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Péturs Jökuls Jónassonar um áfrýjunarleyfi vegna átta ára fangelsisdóm Landsréttar yfir honum. Hann taldi að vísa ætti ákæru í málinu frá vegna óskýrleika. Hæstiréttur var ósammála. Í ákvörðin Hæstaréttar um beiðni Péturs Jökuls segir að hann hefði verið sakfelldur samkvæmt ákæru í héraðsdómi og dæmdur í átta ára fangelsi. Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Talað hefur verið um málið sem stóra kókaínmálið. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og var refsing þeirra á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Lögregla taldi að Pétur Jökull hefði verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Höfðu þegar tekið frávísunarkröfu fyrir Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu í apríl síðastliðnum. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að þá hefði Landsréttur þegar tekið kröfu Péturs Jökuls um frávísun fyrir og leyst úr ágreiningi varðandi hana. Um sýknukröfu Péturs Jökuls hefði Landsréttur tekið fram að með fyrri dómi réttarins hefðu fjórir aðrir einstaklingar verið sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots með því að hafa ásamt óþekktum aðila staðið að innflutningi á 99,25 kílóum af kókaíni til landsins. Landsréttur hefði talið að virtum nánar tilteknum símagögnum að athugasemdir Péturs Jökuls fengju ekki haggað þeirri ályktun héraðsdóms að hann hefði á þeim tíma sem um ræddi notað nánar tiltekin Signal-auðkenni og verið í samskiptum við einn mannanna við skipulagningu fyrrgreinds brots en eitt símanúmeranna hefði einnig fundist vistað í farsíma annars mannanna. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms hafi sú niðurstaða héraðsdóms að sannað væri að Pétur Jökull hefði verið samverkamaður mannanna fjögurra. Hinn áfrýjaði dómur hefði því verið staðfestur. Taldi notkun raddgreiningar brot á rétti til réttlátrar málsmeðferðar Í ákvörðuninni segir Pétur Jökull hafi talið brýnt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort vísa eigi málinu frá vegna óskýrleika ákæru. Þá hafi verknaðarlýsing í ákæru verið orðuð með almennum og opnum hætti og sakfelling hans í Landsrétti byggi á öðrum atriðum en í ákæru, það er skipulagningu, milligöngu og einhvers konar stýringu erlendis frá. Enn fremur hafi hann talið að við lögreglurannsókn hafi verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, þegar upptökur af framburði hans hjá lögreglu voru notaðar til að framkvæma raddgreiningu. Hann hafi talið að í ljósi alls þessa sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Þá sé dómurinn í andstöðu við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu en engin slík sönnunarfærsla hafi farið fram hjá Landsrétti um lykilsönnunargagn og engin vitni borið um aðkomu Péturs Jökuls að málinu. Að lokum sé mikilvægt að fá umfjöllun Hæstaréttar um þyngd viðurlaga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðis laga um meðferð sakamála. Þá séu ekki efni til að beita heimild sama ákvæðis til að veita áfrýjunarleyfi á grundvelli þess að dómur Landsréttar sé rangur. Beiðninni hafi því verið hafnað. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Í ákvörðin Hæstaréttar um beiðni Péturs Jökuls segir að hann hefði verið sakfelldur samkvæmt ákæru í héraðsdómi og dæmdur í átta ára fangelsi. Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Talað hefur verið um málið sem stóra kókaínmálið. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og var refsing þeirra á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Lögregla taldi að Pétur Jökull hefði verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Höfðu þegar tekið frávísunarkröfu fyrir Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu í apríl síðastliðnum. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að þá hefði Landsréttur þegar tekið kröfu Péturs Jökuls um frávísun fyrir og leyst úr ágreiningi varðandi hana. Um sýknukröfu Péturs Jökuls hefði Landsréttur tekið fram að með fyrri dómi réttarins hefðu fjórir aðrir einstaklingar verið sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots með því að hafa ásamt óþekktum aðila staðið að innflutningi á 99,25 kílóum af kókaíni til landsins. Landsréttur hefði talið að virtum nánar tilteknum símagögnum að athugasemdir Péturs Jökuls fengju ekki haggað þeirri ályktun héraðsdóms að hann hefði á þeim tíma sem um ræddi notað nánar tiltekin Signal-auðkenni og verið í samskiptum við einn mannanna við skipulagningu fyrrgreinds brots en eitt símanúmeranna hefði einnig fundist vistað í farsíma annars mannanna. Með þessum athugasemdum en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms hafi sú niðurstaða héraðsdóms að sannað væri að Pétur Jökull hefði verið samverkamaður mannanna fjögurra. Hinn áfrýjaði dómur hefði því verið staðfestur. Taldi notkun raddgreiningar brot á rétti til réttlátrar málsmeðferðar Í ákvörðuninni segir Pétur Jökull hafi talið brýnt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort vísa eigi málinu frá vegna óskýrleika ákæru. Þá hafi verknaðarlýsing í ákæru verið orðuð með almennum og opnum hætti og sakfelling hans í Landsrétti byggi á öðrum atriðum en í ákæru, það er skipulagningu, milligöngu og einhvers konar stýringu erlendis frá. Enn fremur hafi hann talið að við lögreglurannsókn hafi verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, þegar upptökur af framburði hans hjá lögreglu voru notaðar til að framkvæma raddgreiningu. Hann hafi talið að í ljósi alls þessa sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur. Þá sé dómurinn í andstöðu við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu en engin slík sönnunarfærsla hafi farið fram hjá Landsrétti um lykilsönnunargagn og engin vitni borið um aðkomu Péturs Jökuls að málinu. Að lokum sé mikilvægt að fá umfjöllun Hæstaréttar um þyngd viðurlaga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um þannig að fullnægt sé skilyrðum ákvæðis laga um meðferð sakamála. Þá séu ekki efni til að beita heimild sama ákvæðis til að veita áfrýjunarleyfi á grundvelli þess að dómur Landsréttar sé rangur. Beiðninni hafi því verið hafnað.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira