Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júlí 2025 13:24 Hér fer fólk yfir götuna. Gangbrautin er ómerkt. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. „Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess,“ segir í svörum við fyrirspurn fréttastofu, sem beindi þeirri spurningu til borgarinnar hvort til stæði að koma til móts við athugasemdir íbúa um gangbraut þar sem atvikið átti sér stað. Um er að ræða vegkafla þar sem tveir göngustígar mætast en engin gangbraut er máluð á götuna né að finna umferðarmerki til að vara ökumenn við að fara varlega. Unnið er að undirskriftasöfnun og þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent erindi til borgarinnar vegna málsins. Reykjavíkurborg segir í svari sínu að unnið sé að því að „rýna aðstæður“ og skoða með hvaða hætti rétt er að bregðast við. Endanleg ákvörðun um til hvaða aðgerða verður gripið liggur hins vegar ekki fyrir. Hér fyrir neðan má finna svar borgarinnar í heild: „Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð þann 19. júní síðastliðinn í Hamrastekk. Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess. Reykjavíkurborg rýnir nú aðstæður og skoðar með hvaða hætti rétt er að bregðast við en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um í hverju aðgerðir munu felast. Reykjavíkurborg vinnur í samræmi við umferðaröryggisáætlun þar sem áhersla er á að vinna gegn því að fólk slasist alvarlega í umferðinni og þá sérstaklega að draga úr líkum á slysum hjá börnum og ungmennum. Á hverju ári er farið í nokkurn fjölda aðgerða til að bæta umferðaröryggi og hefur slysum á börnum fækkað marktækt á undanförnum árum. Dæmi um aðgerðir sem farið er í er t.a.m. að bæta götulýsingu, draga úr hraða ökutækja með hraðahindrunum, klippa gróður, merkja gangbrautir og endurleggja stíga til að bæta yfirsýn. Það er sýn borgarinnar að börn eiga að geta verið örugg á ferðum sínum um hverfi borgarinnar. Umferðaröryggi er samvinnu verkefni allra vegfarenda og lágur umferðarhraði er lykilatriði umferðaröryggis innan þéttbýlis. Því vill Reykjavíkurborg taka undir ákall lögreglunnar sem hefur birst í fjölmiðlum að undanförnu, um að ökumenn virði settan hámarkshraða.“ Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Sjá meira
„Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess,“ segir í svörum við fyrirspurn fréttastofu, sem beindi þeirri spurningu til borgarinnar hvort til stæði að koma til móts við athugasemdir íbúa um gangbraut þar sem atvikið átti sér stað. Um er að ræða vegkafla þar sem tveir göngustígar mætast en engin gangbraut er máluð á götuna né að finna umferðarmerki til að vara ökumenn við að fara varlega. Unnið er að undirskriftasöfnun og þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent erindi til borgarinnar vegna málsins. Reykjavíkurborg segir í svari sínu að unnið sé að því að „rýna aðstæður“ og skoða með hvaða hætti rétt er að bregðast við. Endanleg ákvörðun um til hvaða aðgerða verður gripið liggur hins vegar ekki fyrir. Hér fyrir neðan má finna svar borgarinnar í heild: „Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð þann 19. júní síðastliðinn í Hamrastekk. Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess. Reykjavíkurborg rýnir nú aðstæður og skoðar með hvaða hætti rétt er að bregðast við en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um í hverju aðgerðir munu felast. Reykjavíkurborg vinnur í samræmi við umferðaröryggisáætlun þar sem áhersla er á að vinna gegn því að fólk slasist alvarlega í umferðinni og þá sérstaklega að draga úr líkum á slysum hjá börnum og ungmennum. Á hverju ári er farið í nokkurn fjölda aðgerða til að bæta umferðaröryggi og hefur slysum á börnum fækkað marktækt á undanförnum árum. Dæmi um aðgerðir sem farið er í er t.a.m. að bæta götulýsingu, draga úr hraða ökutækja með hraðahindrunum, klippa gróður, merkja gangbrautir og endurleggja stíga til að bæta yfirsýn. Það er sýn borgarinnar að börn eiga að geta verið örugg á ferðum sínum um hverfi borgarinnar. Umferðaröryggi er samvinnu verkefni allra vegfarenda og lágur umferðarhraði er lykilatriði umferðaröryggis innan þéttbýlis. Því vill Reykjavíkurborg taka undir ákall lögreglunnar sem hefur birst í fjölmiðlum að undanförnu, um að ökumenn virði settan hámarkshraða.“
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Sjá meira