Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 5. júlí 2025 15:41 Það er margt frábært við Grafarvog, en skipulag hans hefur líka sína galla. Grafarvogur er dreift hverfi, langar vegalendir eru milli hverfishluta. Stórar umferðaræðar skera hverfið í sundur og mikil fækkun íbúa á vissu aldursbili er staðreynd. Í umræðuna undanfarið hefur vantar inn mikilvægan þátt. Hvað þarf gott hverfi til að þrífast, til að hverfi sé sjálfbært um íbúa þannig að hringrás lífsins innan hverfisins sé eðlileg, að jafnvægi ríki á milli aldurshópa barna, ungs fólks, miðaldra fólks og eldra fólks? Jafnvægi lykill að sterku, sjálfbæru hverfi Að mörgu er að huga þegar hverfi eldast, verða gróin og fögur. Til að hverfi sé sjálfbært er einn af lykilþáttunum að jafnvægi sé í aldursdreifingu. Uppbygging nýs húsnæðis í grónum hverfum eins og Breiðholti og Grafarvogi er lykill að því að ná jafnvægi. Því ójafnvæginu fylgja vandamál. Of mörg börn eða of fá börn geta leitt til breytinga á skólahverfum og skólastarfsemi, það sama á við um þjónustu við eldra fólk. Ef einn aldurshópur vex umfram annan þá raskast jafnvægið, til verður ójafnvægi á þörf fyrir fjölbreytta þjónustu þeirra hópa sem um ræðir og fjölskyldur þeirra. Ein af birtingarmyndum þessa var uppstokkun á grunnskólum í Grafarvogi vegna fámennra árganga barna, sem var gerð í mikill óþökk íbúa, kostaði átök og deilur fyrst eftir hrun og svo aftur fyrir tæpum 8 árum. Fámennir árgangar og mikil fækkun barna getur leitt af sér skólaumhverfi sem fagfólk vill síður starfa í. Fjölmennir árgangar og sterkir skólar ýta undir fjölbreytni í námsframboði, vali og laða að sér öflugt fagfólk því í krafti fjöldans þrífst margbreytileikinn. Út frá rekstrarlegum sjónarmiðum eru fámennir skólar hlutfallslega dýrari í rekstri. Það er áhugavert að skoða aldursdreifingu í gögnum Hagstofunnar um íbúaþróun í Grafarvogi yfir tæplega 30 ára tímabil. Mikil fækkun barna, ungmenna og ungs fólks. Ungt fólk virðist ekki ná eða vilja setjast að í hverfinu á meðan að miðaldra fólki og eldra fólki fjölgar. Hvers vegna er svona fátt ungt barnafólk að setjast að í hverfinu? Færri börn og ungmenni - fjölgun eldra fólks Mjög mikilvæg uppbygging mun eiga sér stað inná við, ekki bara í Grafarvogi heldur líka í Breiðholti. Eitt af markmiðunum með þéttingu byggðar er að laða ungt fólk og fyrstu kaupendur inn í hverfin - skapa aðstæður þannig að ungt fólk geti sest að í grónu hverfi með ungana sína, nýtt leikskóla, skóla og skipulegt íþrótta- og tómstundastarf. Festa rætur í gegnum tengsl við annað fólk sem býr í hverfinu. Stækkandi fjölskyldur þurfa að stækka við sig í stærra húsnæði. Það getur verið flókið ef það vantar fjölskylduhúsnæði. Til að losa um það, þá þarf uppbyggingu fyrir næstu kynslóðir miðaldra og eldra fólks sem enn býr í fjölskylduhúsinu, líður vel í sínu hverfi en gæti hugsað sér að minnka við sig. Fjölskylduhúsin í Grafarvogi eru nefnilega mörg orðin að foreldrahúsum, ungar hafa vaxið úr grasi, eru fluttir að heiman og orðnir sjálfstæðir einstaklingar. Langflest vilja eldast í sínu hverfi, innan um gamalt vinafólk og nágranna en vilja minnka við sig, nenna ekki skyldum við foreldrahúsið lengur, vilja losa fjármagn og verja tímanum í heilsueflingu og ferðalög. Fyrir þetta fólk þarf að byggja – svo yngra fólkið geti tekið yfir fjölskylduhúsin og börn þeirra fyllt skólana, íþróttahúsin og leiksvæðin. Sorgleg afstaða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til húsnæðisuppbyggingar Í ljósi alls þessa hefur verið sorglegt að sjá og heyra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tala gegn húsnæðisuppbygginu í Grafarvogi í stað þess að mæla með henni, og tala fyrir henni. Útskýra augljósa þörfina. Hverfið þarf meira jafnvægi til að laða að sér ungt fólk, fyrstu kaupendur og skapa aðstæður fyrir eldra fólk að losa um sínar eignir, minnka við sig og fara að leika sér. Stundum segja myndir meira en mörg orð, en á myndinni hér að ofan má sjá hvernig aldursdreifing íbúa í hverfinu hefur breyst, börnum og ungu fólki hefur fækkað mikið á meðan miðaldra fólk og eldra fólki fjölgar. Þétting byggðar mun bæta Grafarvog á margan hátt. Á sama tíma talar Sjálfstæðisflokkurinn gegn blómlegra mannlífi, fjölbreyttari þjónustu og atvinnustarfsemi og betri nýtingu samfélagslegra innviða í eigu borgarbúa. Styrking Grafarvogs innan frá stuðlar að mikilvægri hringrás fasteignamarkaðar innan hverfis fyrir ólíka hópa sem aftur styður við sjálfbært hverfi, Grafarvog framtíðarinnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er margt frábært við Grafarvog, en skipulag hans hefur líka sína galla. Grafarvogur er dreift hverfi, langar vegalendir eru milli hverfishluta. Stórar umferðaræðar skera hverfið í sundur og mikil fækkun íbúa á vissu aldursbili er staðreynd. Í umræðuna undanfarið hefur vantar inn mikilvægan þátt. Hvað þarf gott hverfi til að þrífast, til að hverfi sé sjálfbært um íbúa þannig að hringrás lífsins innan hverfisins sé eðlileg, að jafnvægi ríki á milli aldurshópa barna, ungs fólks, miðaldra fólks og eldra fólks? Jafnvægi lykill að sterku, sjálfbæru hverfi Að mörgu er að huga þegar hverfi eldast, verða gróin og fögur. Til að hverfi sé sjálfbært er einn af lykilþáttunum að jafnvægi sé í aldursdreifingu. Uppbygging nýs húsnæðis í grónum hverfum eins og Breiðholti og Grafarvogi er lykill að því að ná jafnvægi. Því ójafnvæginu fylgja vandamál. Of mörg börn eða of fá börn geta leitt til breytinga á skólahverfum og skólastarfsemi, það sama á við um þjónustu við eldra fólk. Ef einn aldurshópur vex umfram annan þá raskast jafnvægið, til verður ójafnvægi á þörf fyrir fjölbreytta þjónustu þeirra hópa sem um ræðir og fjölskyldur þeirra. Ein af birtingarmyndum þessa var uppstokkun á grunnskólum í Grafarvogi vegna fámennra árganga barna, sem var gerð í mikill óþökk íbúa, kostaði átök og deilur fyrst eftir hrun og svo aftur fyrir tæpum 8 árum. Fámennir árgangar og mikil fækkun barna getur leitt af sér skólaumhverfi sem fagfólk vill síður starfa í. Fjölmennir árgangar og sterkir skólar ýta undir fjölbreytni í námsframboði, vali og laða að sér öflugt fagfólk því í krafti fjöldans þrífst margbreytileikinn. Út frá rekstrarlegum sjónarmiðum eru fámennir skólar hlutfallslega dýrari í rekstri. Það er áhugavert að skoða aldursdreifingu í gögnum Hagstofunnar um íbúaþróun í Grafarvogi yfir tæplega 30 ára tímabil. Mikil fækkun barna, ungmenna og ungs fólks. Ungt fólk virðist ekki ná eða vilja setjast að í hverfinu á meðan að miðaldra fólki og eldra fólki fjölgar. Hvers vegna er svona fátt ungt barnafólk að setjast að í hverfinu? Færri börn og ungmenni - fjölgun eldra fólks Mjög mikilvæg uppbygging mun eiga sér stað inná við, ekki bara í Grafarvogi heldur líka í Breiðholti. Eitt af markmiðunum með þéttingu byggðar er að laða ungt fólk og fyrstu kaupendur inn í hverfin - skapa aðstæður þannig að ungt fólk geti sest að í grónu hverfi með ungana sína, nýtt leikskóla, skóla og skipulegt íþrótta- og tómstundastarf. Festa rætur í gegnum tengsl við annað fólk sem býr í hverfinu. Stækkandi fjölskyldur þurfa að stækka við sig í stærra húsnæði. Það getur verið flókið ef það vantar fjölskylduhúsnæði. Til að losa um það, þá þarf uppbyggingu fyrir næstu kynslóðir miðaldra og eldra fólks sem enn býr í fjölskylduhúsinu, líður vel í sínu hverfi en gæti hugsað sér að minnka við sig. Fjölskylduhúsin í Grafarvogi eru nefnilega mörg orðin að foreldrahúsum, ungar hafa vaxið úr grasi, eru fluttir að heiman og orðnir sjálfstæðir einstaklingar. Langflest vilja eldast í sínu hverfi, innan um gamalt vinafólk og nágranna en vilja minnka við sig, nenna ekki skyldum við foreldrahúsið lengur, vilja losa fjármagn og verja tímanum í heilsueflingu og ferðalög. Fyrir þetta fólk þarf að byggja – svo yngra fólkið geti tekið yfir fjölskylduhúsin og börn þeirra fyllt skólana, íþróttahúsin og leiksvæðin. Sorgleg afstaða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til húsnæðisuppbyggingar Í ljósi alls þessa hefur verið sorglegt að sjá og heyra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tala gegn húsnæðisuppbygginu í Grafarvogi í stað þess að mæla með henni, og tala fyrir henni. Útskýra augljósa þörfina. Hverfið þarf meira jafnvægi til að laða að sér ungt fólk, fyrstu kaupendur og skapa aðstæður fyrir eldra fólk að losa um sínar eignir, minnka við sig og fara að leika sér. Stundum segja myndir meira en mörg orð, en á myndinni hér að ofan má sjá hvernig aldursdreifing íbúa í hverfinu hefur breyst, börnum og ungu fólki hefur fækkað mikið á meðan miðaldra fólk og eldra fólki fjölgar. Þétting byggðar mun bæta Grafarvog á margan hátt. Á sama tíma talar Sjálfstæðisflokkurinn gegn blómlegra mannlífi, fjölbreyttari þjónustu og atvinnustarfsemi og betri nýtingu samfélagslegra innviða í eigu borgarbúa. Styrking Grafarvogs innan frá stuðlar að mikilvægri hringrás fasteignamarkaðar innan hverfis fyrir ólíka hópa sem aftur styður við sjálfbært hverfi, Grafarvog framtíðarinnar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar