Sveindísi var enginn greiði gerður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 11:32 Sveindís Jane Jónsdóttir í leiknum á móti Svisslendingum í Bern í gær. Getty/Aitor Alcalde Sveindís Jane Jónsdóttir átti ekki góðan leik í gær þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði á móti Sviss en stelpurnar okkar lokuðu með því á alla möguleika á að komast upp úr riðli sínum á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. 180 markalausar mínútur Íslensku stelpurnar hafa núna spilað 180 mínútur á Evrópumótinu án þess að skora mark. Þær hafa reynt 25 skot en aðeins sex þeirra hafa farið á markið í þessum tveimur leikjum. „Við virðumst þurfa að fá miklu fleiri færi en andstæðingarnir til þess að skora eitt mark og það er ofboðslega dýrt í landsliðsfótbolta. Það gengur ekki upp,“ sagði Bára. Áætluð mörk íslenska liðsins í leikjunum tveimur er samanlagt 2,04 en aðeins 0,48 í opnum leik. Okkar beittasta sóknarvopn „Okkar beittasta sóknarvopn, Sveindís Jane. Með sinn hraða, með sinn kraft. Nær Ísland að fá það besta út úr henni eins og við erum að spila henni,“ spurði Ágúst. „Ekki í þessum leik alla vegna,“ sagði Ásta og Bára tók undir það. „Það var gagnrýnt þegar Steini setti hana upp á topp í aðdraganda mótsins. Það gerði hann til þess að reyna að teygja varnarlínuna aftar. Þetta gerði hann þótt hún sé best út á kanti,“ sagði Bára. „Svo komum við inn í leikinn í dag. Ég ætla að vera fyllilega hreinskilin. Ég er búin að sjá aðeins hvað er búið að skrifa um hana eftir þennan leik en mér fannst henni enginn greiður gerður í þessum leik. Hún er látin elta, [Iman] Beney, vængbakvörðinn hjá svissneska liðinu, lengst niður á okkar vallarhelming,“ sagði Bára. Föst á okkar vallarhelmingi „Hún eyðir lunganum úr leiknum á okkar vallarhelmingi í einhverju varnarhlutverki af því að svissneska liðið tvöfaldar á vængjunum. Allt í lagi. Ef við ætlum að hafa Sveindísi í þessu hlutverki þá er ekki hægt að ætlast til þess að hún sé að elta áttatíu metra sendingar upp völlinn þegar við erum að hreinsa boltann frá,“ sagði Bára. „Sandra María (Jessen) var meira í því en Sveindís var allt of langt frá henni til þess að geta hlaupið upp völlinn þegar við erum að senda langa sendingu á Söndru,“ sagði Bára. Sást frá fyrstu mínútu Þær segja að það sé auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á en þær skildu ekki af hverju Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, reyndi ekki að færa fremstu þrjár eitthvað til og sjá hvernig Svisslendingar myndu bregðast við því. „Þetta var ekki að ganga frá fyrstu mínútu og maður sá það bara strax,“ sagði Ásta. Það má heyra meira af vangaveltum þeirra um sóknarleikinn og vandamál íslenska liðsins hér fyrir neðan. Umræðan um Sveindísi og sóknina hefst eftir rúmar fimm mínútur. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir mættu í Besta sætið, hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Sýnar, og ræddu svekkjandi tap Íslands gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta með Ágústi Orra Arnarsyni. 180 markalausar mínútur Íslensku stelpurnar hafa núna spilað 180 mínútur á Evrópumótinu án þess að skora mark. Þær hafa reynt 25 skot en aðeins sex þeirra hafa farið á markið í þessum tveimur leikjum. „Við virðumst þurfa að fá miklu fleiri færi en andstæðingarnir til þess að skora eitt mark og það er ofboðslega dýrt í landsliðsfótbolta. Það gengur ekki upp,“ sagði Bára. Áætluð mörk íslenska liðsins í leikjunum tveimur er samanlagt 2,04 en aðeins 0,48 í opnum leik. Okkar beittasta sóknarvopn „Okkar beittasta sóknarvopn, Sveindís Jane. Með sinn hraða, með sinn kraft. Nær Ísland að fá það besta út úr henni eins og við erum að spila henni,“ spurði Ágúst. „Ekki í þessum leik alla vegna,“ sagði Ásta og Bára tók undir það. „Það var gagnrýnt þegar Steini setti hana upp á topp í aðdraganda mótsins. Það gerði hann til þess að reyna að teygja varnarlínuna aftar. Þetta gerði hann þótt hún sé best út á kanti,“ sagði Bára. „Svo komum við inn í leikinn í dag. Ég ætla að vera fyllilega hreinskilin. Ég er búin að sjá aðeins hvað er búið að skrifa um hana eftir þennan leik en mér fannst henni enginn greiður gerður í þessum leik. Hún er látin elta, [Iman] Beney, vængbakvörðinn hjá svissneska liðinu, lengst niður á okkar vallarhelming,“ sagði Bára. Föst á okkar vallarhelmingi „Hún eyðir lunganum úr leiknum á okkar vallarhelmingi í einhverju varnarhlutverki af því að svissneska liðið tvöfaldar á vængjunum. Allt í lagi. Ef við ætlum að hafa Sveindísi í þessu hlutverki þá er ekki hægt að ætlast til þess að hún sé að elta áttatíu metra sendingar upp völlinn þegar við erum að hreinsa boltann frá,“ sagði Bára. „Sandra María (Jessen) var meira í því en Sveindís var allt of langt frá henni til þess að geta hlaupið upp völlinn þegar við erum að senda langa sendingu á Söndru,“ sagði Bára. Sást frá fyrstu mínútu Þær segja að það sé auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á en þær skildu ekki af hverju Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, reyndi ekki að færa fremstu þrjár eitthvað til og sjá hvernig Svisslendingar myndu bregðast við því. „Þetta var ekki að ganga frá fyrstu mínútu og maður sá það bara strax,“ sagði Ásta. Það má heyra meira af vangaveltum þeirra um sóknarleikinn og vandamál íslenska liðsins hér fyrir neðan. Umræðan um Sveindísi og sóknina hefst eftir rúmar fimm mínútur. Það má hlusta á alla umræðuna í Besta sætinu hér fyrir neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira