„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2025 11:28 Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Anton Brink Bankastjóri Íslandsbanka segir mikil vonbrigði að stjórn Kviku hafi ákveðið að ganga til samrunaviðræðna við Arion banka frekar en Íslandsbanka. Í tölvubréfi til starfsmanna segir hann að bankinn hafi teygt sig eins langt og hann gat í tilboði sínu en að sem betur fer séu fleiri fiskar í sjónum en Kvika. Líkt og greint var frá í gær hefur stjórn Kviku banka samþykkt að verða við beiðni stjórnar Arion banka um að hefja formlegar samrunaviðræður milli bankanna, og hefur viljayfirlýsing þess efnis verið undirrituð af hálfu beggja aðila. Beiðni stjórnar Arion banka um samrunaviðræður barst síðdegis á föstudag, á sama tíma og sams konar beiðni Íslandsbanka barst. Arion bauð betur Samhliða því að Íslandsbanki sendi tilkynningu til Kauphallar um að Kvika hefði hafnað beiðni bankans sendi Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka tölvubréf til starfsmanna. „Líkt og tilkynningar frá því á föstudaginn báru með sér sýndum bæði við og Arion áhuga og er þetta niðurstaðan. Að okkur skilst byggir ákvörðun Kviku fyrst og fremst á að Arion hafi boðið hærra verð. Við teygðum okkur eins langt í verði og við töldum hyggilegt útfrá hagsmunum hluthafa bankans og var það byggt á bjartsýnum forsendum um bæði vöxt og samlegðaráhrif,“ segir Jón Guðni. Niðurstaðan vonbrigði Hann segir niðurstöðu Kviku vissulega vera vonbriðgið, enda hafi starfsmenn bankans lagt mikla vinnu í að greina tækifærið og möguleg samlegðaráhrif, sem samruni við Kviku hefði haft í för með sér. „En sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum og mörg önnur tækifæri sem við höfum og munum huga að - bæði hvað varðar innri og ytri vöxt , hérlendis og erlendis. Margt spennandi að skoða þar. Ég vona að þið hafið notið veðurblíðunnar um helgina og nú fer heldur að hægjast á vegna sumarfría. Það er þó törn þessa dagana hjá fjárhagsdeild, áhættustýringu og öðrum sem vinna við uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung, sem verður birt 31. júlí.“ Íslandsbanki Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær hefur stjórn Kviku banka samþykkt að verða við beiðni stjórnar Arion banka um að hefja formlegar samrunaviðræður milli bankanna, og hefur viljayfirlýsing þess efnis verið undirrituð af hálfu beggja aðila. Beiðni stjórnar Arion banka um samrunaviðræður barst síðdegis á föstudag, á sama tíma og sams konar beiðni Íslandsbanka barst. Arion bauð betur Samhliða því að Íslandsbanki sendi tilkynningu til Kauphallar um að Kvika hefði hafnað beiðni bankans sendi Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka tölvubréf til starfsmanna. „Líkt og tilkynningar frá því á föstudaginn báru með sér sýndum bæði við og Arion áhuga og er þetta niðurstaðan. Að okkur skilst byggir ákvörðun Kviku fyrst og fremst á að Arion hafi boðið hærra verð. Við teygðum okkur eins langt í verði og við töldum hyggilegt útfrá hagsmunum hluthafa bankans og var það byggt á bjartsýnum forsendum um bæði vöxt og samlegðaráhrif,“ segir Jón Guðni. Niðurstaðan vonbrigði Hann segir niðurstöðu Kviku vissulega vera vonbriðgið, enda hafi starfsmenn bankans lagt mikla vinnu í að greina tækifærið og möguleg samlegðaráhrif, sem samruni við Kviku hefði haft í för með sér. „En sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum og mörg önnur tækifæri sem við höfum og munum huga að - bæði hvað varðar innri og ytri vöxt , hérlendis og erlendis. Margt spennandi að skoða þar. Ég vona að þið hafið notið veðurblíðunnar um helgina og nú fer heldur að hægjast á vegna sumarfría. Það er þó törn þessa dagana hjá fjárhagsdeild, áhættustýringu og öðrum sem vinna við uppgjör bankans fyrir annan ársfjórðung, sem verður birt 31. júlí.“
Íslandsbanki Kvika banki Arion banki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira