Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júlí 2025 12:13 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir það furðuleg skilaboð að ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um að ákæra ekki menn sem höfðu samræði við fatlaða konu fyrir tilstilli yfirmanns hennar. Mál sem þetta grafi undan trausti til réttarkerfisins. Sigurjón Ólafsson verslunarmaður var í byrjun árs dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga konunni og láta fimm aðra menn sem hann kynntist á stefnumótavefsíðu hafa samræði við hana án þess að konan vildi það. Lögreglu tókst að bera kennsl á fjóra af mönnunum fimm en Héraðssaksóknari ákvað að ákæra þá ekki þar sem málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Í morgun greindi fréttastofa svo frá því að Ríkissaksóknari hafi staðfest þessa ákvörðun. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir málið staðfesta að saksóknari og dómskerfið í heild sinni standi ekki endilega með konum. „Þetta gefur mjög undarleg skilaboð um hvernig megi misnota konur í hvaða tilgangi. Mér finnst alveg augljóst þarna, því við erum með lög sem segja að það þurfi samþykki, að hún hafi ekki veitt samþykki. Hún hefur verið undir hælnum á manni sem stýrði henni gjörsamlega,“ segir Drífa. „Þessir menn hafa ekki leitast eftir samþykki. Þeir eru ekki í samskiptum við hana sjálfa, og þá er spurning hvort það sé í lagi? Er saksóknari að segja að það sé í lagi og ekki refsivert að leita ekki samþykkis. Það er andstætt lögum sem við erum sem betur fer komin með í dag. Það þarf raunverulega samþykki fyrir kynmökum, annars er það nauðgun.“ Það að Sigurjón sé dæmdur fyrir að leyfa öðrum að misnota hana en mennirnir ekki ákærðir fyrir að misnota hana sé einkennilegt. „Þegar koma svona undarlegir úrskurðir og misvísandi, eins og í þessu tilviki, er eins gott að gera grein fyrir því hvers vegna þetta er svona misvísandi. Því þetta fjallar líka um traust til réttarkerfisins og hvort nauðgunarþolendum sé óhætt að sækja réttlæti til kerfisins,“ segir Drífa. Kynferðisofbeldi Dómsmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sigurjón Ólafsson verslunarmaður var í byrjun árs dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga konunni og láta fimm aðra menn sem hann kynntist á stefnumótavefsíðu hafa samræði við hana án þess að konan vildi það. Lögreglu tókst að bera kennsl á fjóra af mönnunum fimm en Héraðssaksóknari ákvað að ákæra þá ekki þar sem málin þættu ekki líkleg til sakfellingar. Í morgun greindi fréttastofa svo frá því að Ríkissaksóknari hafi staðfest þessa ákvörðun. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir málið staðfesta að saksóknari og dómskerfið í heild sinni standi ekki endilega með konum. „Þetta gefur mjög undarleg skilaboð um hvernig megi misnota konur í hvaða tilgangi. Mér finnst alveg augljóst þarna, því við erum með lög sem segja að það þurfi samþykki, að hún hafi ekki veitt samþykki. Hún hefur verið undir hælnum á manni sem stýrði henni gjörsamlega,“ segir Drífa. „Þessir menn hafa ekki leitast eftir samþykki. Þeir eru ekki í samskiptum við hana sjálfa, og þá er spurning hvort það sé í lagi? Er saksóknari að segja að það sé í lagi og ekki refsivert að leita ekki samþykkis. Það er andstætt lögum sem við erum sem betur fer komin með í dag. Það þarf raunverulega samþykki fyrir kynmökum, annars er það nauðgun.“ Það að Sigurjón sé dæmdur fyrir að leyfa öðrum að misnota hana en mennirnir ekki ákærðir fyrir að misnota hana sé einkennilegt. „Þegar koma svona undarlegir úrskurðir og misvísandi, eins og í þessu tilviki, er eins gott að gera grein fyrir því hvers vegna þetta er svona misvísandi. Því þetta fjallar líka um traust til réttarkerfisins og hvort nauðgunarþolendum sé óhætt að sækja réttlæti til kerfisins,“ segir Drífa.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira