Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 08:55 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir ekkert dulið hafa verið í samskiptum sínum við lyfjarisa í heimsfaraldrinum. AP/Omar Havana Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor. Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu í maí að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki samræmst góðum stjórnsýsluháttum þegar hún hafnaði blaðamanni um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og forstjóra lyfjarisans Pfizer. Skilaboðin fóru á milli þeirra rétt áður en framkvæmdastjórnin gerði stærsta samning sögunnar um kaup á bóluefni Pfizer. Framkvæmdastjórnin hélt því fram að hún hefði skilaboðin ekki undir höndum og jafnvel þótt hún gerði það féllu þau ekki undir upplýsingalög. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur von der Leyen vegna málsins á Evrópuþinginu á fimmtudag. Hún tjáði sig um málið í fyrsta skipti frá því að dómurinn féll þegar hún kom fyrir þingið í gær. Sagði von der Leyen það ekki hafa verið neitt leyndarmál að hún hefði verið í sambandi við fulltrúa fyrirtækja sem framleiddu bóluefni á sama hátt og hún talaði við fremstu faralds- og veirufræðinga heims, að því er kemur fram í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Að gefa það í skyn að þessir samningar hafi á einhvern hátt ekki samræmst hagsmunum Evrópu er einfaldlega rangt, sama hvernig á það er litið,“ sagði forsetinn. „Það voru engin leyndarmál, engin falin ákvæði, engar skuldbindingar um að kaupa fyrir aðildarríkin,“ sagði von der Leyen ennfremur. Sakar andstæðinga um að dreifa samsæriskenningum Evrópuþingið greiðir atkvæði um vantrauststillöguna á fimmtudag en tvo þriðju hluta þarf til þess að samþykkja hana. Nær engar líkur eru á að hún nái fram að ganga. AP-fréttastofan segir að í tillögunni sé blandað saman ásökunum sem tengjast skilaboðum von der Leyen við Pfizer-forstjórann, um misbeitingu á fjármunum sambandsins og um afskipti af kosningum í Þýskalandi og Rúmeníu. Sakaði von der Leyen þá sem hefðu gagnrýnt framkvæmdastjórnin fyrir textaskilaboðin um að „spinna hraktar samsæriskenningar“. Fjarhægrimenn á Evrópuþinginu reyndu nú að endurskrifa söguna. Evrópusambandið Stjórnsýsla Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu í maí að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki samræmst góðum stjórnsýsluháttum þegar hún hafnaði blaðamanni um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og forstjóra lyfjarisans Pfizer. Skilaboðin fóru á milli þeirra rétt áður en framkvæmdastjórnin gerði stærsta samning sögunnar um kaup á bóluefni Pfizer. Framkvæmdastjórnin hélt því fram að hún hefði skilaboðin ekki undir höndum og jafnvel þótt hún gerði það féllu þau ekki undir upplýsingalög. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um vantraust á hendur von der Leyen vegna málsins á Evrópuþinginu á fimmtudag. Hún tjáði sig um málið í fyrsta skipti frá því að dómurinn féll þegar hún kom fyrir þingið í gær. Sagði von der Leyen það ekki hafa verið neitt leyndarmál að hún hefði verið í sambandi við fulltrúa fyrirtækja sem framleiddu bóluefni á sama hátt og hún talaði við fremstu faralds- og veirufræðinga heims, að því er kemur fram í frétt evrópsku útgáfu Politico. „Að gefa það í skyn að þessir samningar hafi á einhvern hátt ekki samræmst hagsmunum Evrópu er einfaldlega rangt, sama hvernig á það er litið,“ sagði forsetinn. „Það voru engin leyndarmál, engin falin ákvæði, engar skuldbindingar um að kaupa fyrir aðildarríkin,“ sagði von der Leyen ennfremur. Sakar andstæðinga um að dreifa samsæriskenningum Evrópuþingið greiðir atkvæði um vantrauststillöguna á fimmtudag en tvo þriðju hluta þarf til þess að samþykkja hana. Nær engar líkur eru á að hún nái fram að ganga. AP-fréttastofan segir að í tillögunni sé blandað saman ásökunum sem tengjast skilaboðum von der Leyen við Pfizer-forstjórann, um misbeitingu á fjármunum sambandsins og um afskipti af kosningum í Þýskalandi og Rúmeníu. Sakaði von der Leyen þá sem hefðu gagnrýnt framkvæmdastjórnin fyrir textaskilaboðin um að „spinna hraktar samsæriskenningar“. Fjarhægrimenn á Evrópuþinginu reyndu nú að endurskrifa söguna.
Evrópusambandið Stjórnsýsla Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira