Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar 9. júlí 2025 08:33 Jesús færði okkur hugmyndina um að hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Hvað merkir það fyrir okkur? Að allt sem að samfélag okkar kennir verður skellt á hvolf. Þarna kemur Jesús inn á ákveðna hugmynd um gagnmenningu, eða „counter culture” eins og það kallast á ensku. Gagnmenning kemur fram í þeim sem fara gegn samfélagslegu „normi“, eða því sem búast má við af okkur. Gagnmenningin er sýnileg í hinum ýmsu félagslegu stefnum, líkt og í femínisma, hinsegin fræðum, hippum og pönki. Þrátt fyrir að ýmsar af þessum stefnum eru búnar að ryðja sér til rúms að einhverju leiti í dag, standa þær ennþá á jaðrinum. Þar standa þær og gagnrýna hin ríkjandi kerfi nútímans sem að einkennast oft af því að vera útilokandi og bælandi. Sem dæmi er gagnrýninni beint að efnishyggju, feðraveldinu, forræðishyggjunni, gagnkynhneigðishyggjunni, já og kirkjunni sjálfri. Hugtakið um gagnmenningu hófst í notkun á sjöunda áratugi seinustu aldar. Langt, langt eftir tíma Jesú. Svo það er nú ekki þörf á því að segja að Jesús hafi stuðlað að gagnmenningu, enda talar það hugtak inn í allt aðra menningu en Jesús lifði í. En Jesús snéri þrátt fyrir það upp á samfélagslegu viðmiðin. Hann sat meðal bersyndugra og tollheimtumanna. Við vitum yfir allan vafa að Jesús stuðlaði að auðmýkt og hógværð. Hann stuðlaði að samfélagi þar sem að hinir síðustu voru fyrstir. Hann benti á hræsnina í því að halda því fram að við séum betri en einhverjir aðrir. Hugum að hinum útskúfuðu og kúguðu í samfélaginu í dag. Hver eru þau? Við getum talið upp marga hópa. Til dæmis trans fólk. Fólk sem þarf virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum og eiga í stöðugri hættu á að verða fyrir aðkasti og ofbeldi. Þetta ár byrjaði bókstaflega á því að foresti Bandaríkjanna skrifaði undir lög þar sem aðeins tvö kyn voru samþykkt. Þetta er aðför að tilvist fólks sem hefur verið til frá örófi alda. Ýmsir hafa viljað benda á Biblíuna sem rökstuðning fyrir þessu viðhorfi Bandaríkjaforseta, en við skulum öll gera okkur grein fyrir því að Biblían var aldrei, aldrei skrifuð með það í huga að vera fræðirit um kynvitund fólks á 21. öldinni, á sama hátt og við notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag. Ég myndi allavega forðast eins og heitann eldinn skóla sem að myndi hafa einn af riturum Biblíunnar sem kennara í kynfræðslu eða kynjafræði í dag. En þessi boðskapur um að hinir síðustu verða fyrstir er einmitt boðskapur sem að við þurfum á að halda í dag. Við erum kölluð til þess að þjóna öðrum. Að þjóna af auðmýkt. Að huga að þörfum annarra. Að þjóna þeim sem að virkilega þurfa á því að halda. Jesús minnir okkur á að hvert og eitt okkar er mikilvægt og dýrmætt. Við erum kölluð til auðmýktar í sjálfshælandi samfélagi. Við erum kölluð til þjónustu í eigingjörnu samfélagi. Við erum kölluð til örlætis í gráðugu samfélagi. Og í einstaklingsmiðuðu samfélagi erum við kölluð til samfélags. Þegar við göngumst undir þessi hlutverk þá fáum við einmitt vott af því samfélagi sem við viljum búa í, kærleiksríku og umburðarlyndu samfélagi. Hödundur er prestur í Lindaprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Jesús færði okkur hugmyndina um að hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Hvað merkir það fyrir okkur? Að allt sem að samfélag okkar kennir verður skellt á hvolf. Þarna kemur Jesús inn á ákveðna hugmynd um gagnmenningu, eða „counter culture” eins og það kallast á ensku. Gagnmenning kemur fram í þeim sem fara gegn samfélagslegu „normi“, eða því sem búast má við af okkur. Gagnmenningin er sýnileg í hinum ýmsu félagslegu stefnum, líkt og í femínisma, hinsegin fræðum, hippum og pönki. Þrátt fyrir að ýmsar af þessum stefnum eru búnar að ryðja sér til rúms að einhverju leiti í dag, standa þær ennþá á jaðrinum. Þar standa þær og gagnrýna hin ríkjandi kerfi nútímans sem að einkennast oft af því að vera útilokandi og bælandi. Sem dæmi er gagnrýninni beint að efnishyggju, feðraveldinu, forræðishyggjunni, gagnkynhneigðishyggjunni, já og kirkjunni sjálfri. Hugtakið um gagnmenningu hófst í notkun á sjöunda áratugi seinustu aldar. Langt, langt eftir tíma Jesú. Svo það er nú ekki þörf á því að segja að Jesús hafi stuðlað að gagnmenningu, enda talar það hugtak inn í allt aðra menningu en Jesús lifði í. En Jesús snéri þrátt fyrir það upp á samfélagslegu viðmiðin. Hann sat meðal bersyndugra og tollheimtumanna. Við vitum yfir allan vafa að Jesús stuðlaði að auðmýkt og hógværð. Hann stuðlaði að samfélagi þar sem að hinir síðustu voru fyrstir. Hann benti á hræsnina í því að halda því fram að við séum betri en einhverjir aðrir. Hugum að hinum útskúfuðu og kúguðu í samfélaginu í dag. Hver eru þau? Við getum talið upp marga hópa. Til dæmis trans fólk. Fólk sem þarf virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum og eiga í stöðugri hættu á að verða fyrir aðkasti og ofbeldi. Þetta ár byrjaði bókstaflega á því að foresti Bandaríkjanna skrifaði undir lög þar sem aðeins tvö kyn voru samþykkt. Þetta er aðför að tilvist fólks sem hefur verið til frá örófi alda. Ýmsir hafa viljað benda á Biblíuna sem rökstuðning fyrir þessu viðhorfi Bandaríkjaforseta, en við skulum öll gera okkur grein fyrir því að Biblían var aldrei, aldrei skrifuð með það í huga að vera fræðirit um kynvitund fólks á 21. öldinni, á sama hátt og við notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag. Ég myndi allavega forðast eins og heitann eldinn skóla sem að myndi hafa einn af riturum Biblíunnar sem kennara í kynfræðslu eða kynjafræði í dag. En þessi boðskapur um að hinir síðustu verða fyrstir er einmitt boðskapur sem að við þurfum á að halda í dag. Við erum kölluð til þess að þjóna öðrum. Að þjóna af auðmýkt. Að huga að þörfum annarra. Að þjóna þeim sem að virkilega þurfa á því að halda. Jesús minnir okkur á að hvert og eitt okkar er mikilvægt og dýrmætt. Við erum kölluð til auðmýktar í sjálfshælandi samfélagi. Við erum kölluð til þjónustu í eigingjörnu samfélagi. Við erum kölluð til örlætis í gráðugu samfélagi. Og í einstaklingsmiðuðu samfélagi erum við kölluð til samfélags. Þegar við göngumst undir þessi hlutverk þá fáum við einmitt vott af því samfélagi sem við viljum búa í, kærleiksríku og umburðarlyndu samfélagi. Hödundur er prestur í Lindaprestakalli.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar