Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Aron Guðmundsson skrifar 10. júlí 2025 13:31 Amanda Jacobsen Andradóttir er mætt á sitt annað stórmót fyrir Íslands hönd. Þessi gæðamikli leikmaður hefur verið að glíma við sinn skerf af meiðslum og á einum tímapunkti óttaðist hún að EM draumurinn í ár yrði ekki að veruleika fyrir sig. Vísir/Anton Brink Amanda Andradóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, segir það skemmtilega tilhugsun að spila mögulega á móti Noregi í kvöld á EM í fótbolta. Amanda á bæði rætur að rekja til Íslands sem og Noregs og valdi íslenska landsliðið fram yfir það norska á sínum tíma. Amanda, sem var í fyrsta sinn valin í landslið Íslands árið 2021, hefur áður sagt frá því hvernig samtal við Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara hafi hjálpað til við að taka þá ákvörðun að spila fyrir Ísland en ekki Noreg. „Ég talaði náttúrulega við hann og tók eiginlega endanlega ákvörðun eftir að hafa verið búin að tala við hann. Þetta var fínt samtal, hann útskýrði fyrir mér hvað hann væri að hugsa og þá tók ég endanlega ákvörðun,“ sagði Amanda í samtali við Vísi á sínum tíma. Foreldrar Amöndu eru Andri Sigþórsson og hin norska Anna Angvik Jacobsen. Amanda fæddist í Noregi þar sem Andri, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, lauk sínum ferli en hún flutti fimm ára gömul til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Hún er á sínu öðru stórmóti með Íslandi en hefur ekki komið við sögu í tveimur leikjum liðsins til þessa. Hana hlýtur hins vegar að kitla allverulega fyrir því að geta mögulega komið við sögu gegn Noregi í kvöld. Klippa: Meiri Íslendingur en Norðmaður „Það er auðvitað mjög skemmtilegt að spila á móti Noregi, kannski sérstaklega fyrir fjölskylduna mína bæði á Íslandi og í Noregi,“ sagði Amanda í viðtali við Vísi í aðdraganda fyrsta leik Íslands á EM. „Ég er meiri Íslendingur.“ Þú náttúrulega valdir að spila fyrir Ísland á sínum tíma, séð væntanlega ekki eftir þeirri ákvörðun eða hvað? „Nei alls ekki. Þetta var mjög náttúruleg ákvörðun fyrir mig að taka á sínum tíma. Ég hafði alltaf spilað með Íslandi og aldrei spurning í mínum huga hvað ég ætti að velja.“ Leikur Íslands og Noregs á EM í Sviss hefst klukkan sjö í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan: EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Sjá meira
Amanda, sem var í fyrsta sinn valin í landslið Íslands árið 2021, hefur áður sagt frá því hvernig samtal við Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara hafi hjálpað til við að taka þá ákvörðun að spila fyrir Ísland en ekki Noreg. „Ég talaði náttúrulega við hann og tók eiginlega endanlega ákvörðun eftir að hafa verið búin að tala við hann. Þetta var fínt samtal, hann útskýrði fyrir mér hvað hann væri að hugsa og þá tók ég endanlega ákvörðun,“ sagði Amanda í samtali við Vísi á sínum tíma. Foreldrar Amöndu eru Andri Sigþórsson og hin norska Anna Angvik Jacobsen. Amanda fæddist í Noregi þar sem Andri, sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, lauk sínum ferli en hún flutti fimm ára gömul til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Hún er á sínu öðru stórmóti með Íslandi en hefur ekki komið við sögu í tveimur leikjum liðsins til þessa. Hana hlýtur hins vegar að kitla allverulega fyrir því að geta mögulega komið við sögu gegn Noregi í kvöld. Klippa: Meiri Íslendingur en Norðmaður „Það er auðvitað mjög skemmtilegt að spila á móti Noregi, kannski sérstaklega fyrir fjölskylduna mína bæði á Íslandi og í Noregi,“ sagði Amanda í viðtali við Vísi í aðdraganda fyrsta leik Íslands á EM. „Ég er meiri Íslendingur.“ Þú náttúrulega valdir að spila fyrir Ísland á sínum tíma, séð væntanlega ekki eftir þeirri ákvörðun eða hvað? „Nei alls ekki. Þetta var mjög náttúruleg ákvörðun fyrir mig að taka á sínum tíma. Ég hafði alltaf spilað með Íslandi og aldrei spurning í mínum huga hvað ég ætti að velja.“ Leikur Íslands og Noregs á EM í Sviss hefst klukkan sjö í kvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Alla umfjöllun íþróttadeildar Vísis og Sýnar um EM má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Sjá meira