Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar 12. júlí 2025 09:01 Í áratugi hefur flugnám á Íslandi hvílt á herðum áhugasamra einstaklinga og án aðstoðar frá yfirvöldum að mestu leyti. Það hefur oft borið á því að yfirvöld setji frekar stein í götu flugnámsins með hækkandi gjöldum, skattlagningu, íþyngjandi reglugerðum og takmörkunum alls konar á flugvöllum frekar en að ýta undir það og búa flugnemum betra umhverfi til að læra flug í sínu heimalandi. Skilning og þekkingu skortir oft á málaflokknum innan stjórnkerfisins og þeim embættum sem hafa flugið á sinni könnu og almannaflugið (General aviation) og flugnámið sett undir sama hatt og stór áætlunarflugfélög þegar kemur að rekstrarkostnaði og viðhaldi. Það er í raun og veru alveg furðulegt að sjaldnast virðist leitað til þeirra sem til þekkja varðandi innleiðingu reglugerða og laga þegar haft er í huga að þjóðin býr á afskekktri eyju og að flugið er lífæð þjóðarinnar við umheiminn. Þetta er nefnilega alls ekki sjálfsagt mál, heldur þarf að búa almannafluginu sérstaklega betra umhverfi og styðja við það að öllu leyti þar til ástandið verður orðið ásættanlegt. Almannaflugið er stundum kallað "grasrótin" og eins og nafnið gefur til kynna er hún grunnstoð alls flugs á Íslandi. „Grasrótin“ Allir flugmenn byrja á að læra flug í grasrótinni og fljúga svo sína fyrstu tíma þar til að öðlast reynslu. Flugkennsla á flugvél má byrja 16 ára þar sem fyrstu réttindi eru ekki veitt fyrr en 17 ára. Einkaflug, fisflug, svifflug(má byrja 13 ára), listflug, þyrluflug, mótorsvifflug, svifvængjaflug, mótordrekar, fallhlífastökk, svifdrekaflug, fjarstýrðar flugvélar, drónakappflug, heimasmíðaðar flugvélar og atvinnuflugmannsnám(má byrja 18 ára)...er allt hluti af grasrótinni. Grasrót flugsins á Íslandi - Grunnstoð fyrir flugfélögin og þróun þeirra Kostir Íslands fyrir hagkvæmt flugnám Ísland er einstakt land til flugnáms. Stuttar vegalengdir í flugskólana fyrir nemendur til og frá flugvöllum Reykjavíkur og Akureyrar sem lækkar kostnað við námið, stutt flug frá velli í æfingasvæði og til snertilendinga og ægifagurt landslag hvert sem litið er. Nú er reyndar æfingasvæði flugkennslunar í Reykjavík og svifflugkennslu á Sandskeiði ógnað vegna fyrirhugaðra vindmylla á Mosfellsheiði. Fyrsta sóló sumarsins hjá Svifflugfélagi Íslands þegar Alexander Tryggvi Hjartarson flaug sitt fyrsta sóló á svifflugu. Friðjón Bjarnason Baldur Jónsson aldursforseti félagsins afhenti honum A-prófs merkið. Friðjón Bjarnason Flugnám á flugvél krefst þeirra skilyrða að það sé framkvæmt við stjórnaða flugvelli með flugturni og flugumferðarstjórn enda er sá þáttur í fjarskiptum mikilvægur í þjálfun flugmanna auk þess að venjast því að þekkja og kunna vel á merkingar, ljósabúnað, umferðarreglur og flug með annarri flugumferð. Á flugvél má byrja 16 ára að læra flug. Fyrsta skrefið er Soloprófið svokallaða (Einflugsleyfi) og gerir flugnemum kleift að fljúga einir án þess að mega fljúga með farþega. Næsta skref er einkaflugmannsprófið sem veitir þeim réttindi 17 ára til að fljúga á einshreyfils flugvél með farþega án endurgjalds. Eftir það koma næturáritun(NIT), fjölhreyflaáritun(MEP), blindflugsáritun(IR), atvinnuflugmannsréttindin(CPL) og flugkennararéttindi(FI) fyrir þá sem stefna á þau. Flugnám á Reykjavíkurflugvelli.Jón Björgvin Jónsson Ef flugnemar fá ekki það umhverfi sem til þarf til að öðlast flugréttindi á hagkvæman hátt verður skortur á flugmönnum í landinu og íslensku flugfélögin fá þá ekki þá flugmenn sem þau þurfa á að halda. Það yrði alvarlegt mál og augljóst að á næstu árum muni vanta flugmenn um allan heim og ef við styðjum ekki Íslendinga til flugnáms á Íslandi missum við þá til erlendra flugskóla sem margir eru með samninga við erlend flugfélög um að sjá þeim fyrir nýjum flugmönnum. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Skóla- og menntamál Matthías Arngrímsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur flugnám á Íslandi hvílt á herðum áhugasamra einstaklinga og án aðstoðar frá yfirvöldum að mestu leyti. Það hefur oft borið á því að yfirvöld setji frekar stein í götu flugnámsins með hækkandi gjöldum, skattlagningu, íþyngjandi reglugerðum og takmörkunum alls konar á flugvöllum frekar en að ýta undir það og búa flugnemum betra umhverfi til að læra flug í sínu heimalandi. Skilning og þekkingu skortir oft á málaflokknum innan stjórnkerfisins og þeim embættum sem hafa flugið á sinni könnu og almannaflugið (General aviation) og flugnámið sett undir sama hatt og stór áætlunarflugfélög þegar kemur að rekstrarkostnaði og viðhaldi. Það er í raun og veru alveg furðulegt að sjaldnast virðist leitað til þeirra sem til þekkja varðandi innleiðingu reglugerða og laga þegar haft er í huga að þjóðin býr á afskekktri eyju og að flugið er lífæð þjóðarinnar við umheiminn. Þetta er nefnilega alls ekki sjálfsagt mál, heldur þarf að búa almannafluginu sérstaklega betra umhverfi og styðja við það að öllu leyti þar til ástandið verður orðið ásættanlegt. Almannaflugið er stundum kallað "grasrótin" og eins og nafnið gefur til kynna er hún grunnstoð alls flugs á Íslandi. „Grasrótin“ Allir flugmenn byrja á að læra flug í grasrótinni og fljúga svo sína fyrstu tíma þar til að öðlast reynslu. Flugkennsla á flugvél má byrja 16 ára þar sem fyrstu réttindi eru ekki veitt fyrr en 17 ára. Einkaflug, fisflug, svifflug(má byrja 13 ára), listflug, þyrluflug, mótorsvifflug, svifvængjaflug, mótordrekar, fallhlífastökk, svifdrekaflug, fjarstýrðar flugvélar, drónakappflug, heimasmíðaðar flugvélar og atvinnuflugmannsnám(má byrja 18 ára)...er allt hluti af grasrótinni. Grasrót flugsins á Íslandi - Grunnstoð fyrir flugfélögin og þróun þeirra Kostir Íslands fyrir hagkvæmt flugnám Ísland er einstakt land til flugnáms. Stuttar vegalengdir í flugskólana fyrir nemendur til og frá flugvöllum Reykjavíkur og Akureyrar sem lækkar kostnað við námið, stutt flug frá velli í æfingasvæði og til snertilendinga og ægifagurt landslag hvert sem litið er. Nú er reyndar æfingasvæði flugkennslunar í Reykjavík og svifflugkennslu á Sandskeiði ógnað vegna fyrirhugaðra vindmylla á Mosfellsheiði. Fyrsta sóló sumarsins hjá Svifflugfélagi Íslands þegar Alexander Tryggvi Hjartarson flaug sitt fyrsta sóló á svifflugu. Friðjón Bjarnason Baldur Jónsson aldursforseti félagsins afhenti honum A-prófs merkið. Friðjón Bjarnason Flugnám á flugvél krefst þeirra skilyrða að það sé framkvæmt við stjórnaða flugvelli með flugturni og flugumferðarstjórn enda er sá þáttur í fjarskiptum mikilvægur í þjálfun flugmanna auk þess að venjast því að þekkja og kunna vel á merkingar, ljósabúnað, umferðarreglur og flug með annarri flugumferð. Á flugvél má byrja 16 ára að læra flug. Fyrsta skrefið er Soloprófið svokallaða (Einflugsleyfi) og gerir flugnemum kleift að fljúga einir án þess að mega fljúga með farþega. Næsta skref er einkaflugmannsprófið sem veitir þeim réttindi 17 ára til að fljúga á einshreyfils flugvél með farþega án endurgjalds. Eftir það koma næturáritun(NIT), fjölhreyflaáritun(MEP), blindflugsáritun(IR), atvinnuflugmannsréttindin(CPL) og flugkennararéttindi(FI) fyrir þá sem stefna á þau. Flugnám á Reykjavíkurflugvelli.Jón Björgvin Jónsson Ef flugnemar fá ekki það umhverfi sem til þarf til að öðlast flugréttindi á hagkvæman hátt verður skortur á flugmönnum í landinu og íslensku flugfélögin fá þá ekki þá flugmenn sem þau þurfa á að halda. Það yrði alvarlegt mál og augljóst að á næstu árum muni vanta flugmenn um allan heim og ef við styðjum ekki Íslendinga til flugnáms á Íslandi missum við þá til erlendra flugskóla sem margir eru með samninga við erlend flugfélög um að sjá þeim fyrir nýjum flugmönnum. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun