Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar 14. júlí 2025 09:00 Tvær leiðir eru í boði fyrir þá sem stefna í atvinnuflugnámið (ATPL - Airline Transport Pilot Licence) og eru þær báðar samþykktar og niðurnjörvaðar af EASA - European Union Aviation Safety Agency, Flugöryggisstofnun Evrópu. Samtvinnaða leiðin er þannig skipulögð að námið taki sem stystan tíma eða um 2 ár, og færri tímar í flugvél en í áfangaskiptu námi þar sem samvinnaða leiðin er þétt skipulögð með ákveðin markmið í huga í hverju skrefi. Áfangaskipta námið felur nákvæmlega sömu kröfur í sér, en neminn getur ráðið námshraðanum og þannig getur námið tekið örlítið lengri tíma þar sem neminn klárar námið í áföngum eftir efni og aðstæðum, eða um 2 ár og 4 mánuði, og svo er krafa er um fleiri tíma í flugvél. Allt annað í báðum námsleiðum er nákvæmlega það sama, námsgreinar, bókleg próf, lágmarkseinkunn og tíminn í kennslustofu er svipaður. Endatakmarkið, atvinnuflugmannsréttindin, eru þau sömu og skírteinið að loknu námi það sama. Vandinn við samtvinnað nám hins vegar er sá að veðurfar á Íslandi er ekki alltaf að henta vel í slíkt nám og illgerlegt að klára á þeim stutta tíma sem ætlast er til í upphaflegu skipulagi þess. Einhverra hluta vegna hefur slíkt nám líka verið mun dýrara en áfangaskipta námið, án þess að ástæður þess séu augljósar. Hvaða leið á að velja að markmiðinu?Matthías Arngrímsson Áfangaskipta námið hentar oft betur vegna veðurfars á Íslandi þar sem tímapressa er minni og nemendur geta unnið með því námi til að lækka kostnað við hvern áfanga og þannig skuldað mun lægri fjárhæð þegar skírteinið er í höfn. Þar getur munað nokkrum milljónum. Helsti kostur við þessa námsleið er að einkaflugmannshluti námsins (PPL) er metinn til eininga stúdentsprófs í flestum mennta- og fjölbrautaskólum, allt að 15 einingum og þannig mögulega hægt að ljúka námi í fjölbrautaskóla einni önn fyrr. Kostnaður við einkaflugmannsréttindin er 2-2,5 milljónir eftir því hvaða skóli verður fyrir valinu. Helsti galli við þessa leið er sá að aðrir nemendur í samtvinnuðu námi klára mögulega á undan og þú gætir misst af atvinnutækifæri. Miðað við stækkunaráform íslensku flugfélaganna og umfang þeirra, auk eldri flugmanna sem fara á eftirlaun, verða fjölmörg flugmannsstörf í boði næstu árin. Kostnaður og námslánamöguleikar ójafn leikur gagnvart öðru námi Á Facebook síðu Flugvarpsins (og heimasíða www.flugvarpid.is) sem eru hlaðvarpsþættir um flugmál, er rætt um námskostnað og Menntasjóð námsmanna sem mismunar flugnemum vegna skipulags námsins og vegna þess að áfangaskipta leiðin er ekki skipulögð með ECTS einingar í huga. Þegar þetta er skrifað kostar samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá einum skóla 15,5 milljónir króna á Íslandi og annar skóli býður upp á bóklegt á Íslandi og verklegt í Portúgal og kostar námið þá 16,9 milljónir og námstíminn er um tvö heil ár (bóklegt og 146 tímar í flugvél og 40 í flughermi). Áfangaskipta námið getur tekið jafnlangan tíma eða örlítið lengur þar sem krafa er um fleiri flugtíma (bóklegt og 200 tímar í flugvél). Nemandinn þarf að safna flugtímum að hluta til, og nýtir þá til að byggja upp meiri reynslu og þjálfun á flugvélar, efla dómgreind og ákvarðanatöku og fleiri góða kosti flugmanna. Ef hann gerir það á Íslandi lærir hann vel á landið og flugvellina, veðurfar og vinda og verður fær í flestan sjó að því loknu. Áfangaskipta leiðin kostar um 14,4 - 14,9 milljónir eftir skólum og eftir því hvar tímasöfnun fer fram. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Matthías Arngrímsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær leiðir eru í boði fyrir þá sem stefna í atvinnuflugnámið (ATPL - Airline Transport Pilot Licence) og eru þær báðar samþykktar og niðurnjörvaðar af EASA - European Union Aviation Safety Agency, Flugöryggisstofnun Evrópu. Samtvinnaða leiðin er þannig skipulögð að námið taki sem stystan tíma eða um 2 ár, og færri tímar í flugvél en í áfangaskiptu námi þar sem samvinnaða leiðin er þétt skipulögð með ákveðin markmið í huga í hverju skrefi. Áfangaskipta námið felur nákvæmlega sömu kröfur í sér, en neminn getur ráðið námshraðanum og þannig getur námið tekið örlítið lengri tíma þar sem neminn klárar námið í áföngum eftir efni og aðstæðum, eða um 2 ár og 4 mánuði, og svo er krafa er um fleiri tíma í flugvél. Allt annað í báðum námsleiðum er nákvæmlega það sama, námsgreinar, bókleg próf, lágmarkseinkunn og tíminn í kennslustofu er svipaður. Endatakmarkið, atvinnuflugmannsréttindin, eru þau sömu og skírteinið að loknu námi það sama. Vandinn við samtvinnað nám hins vegar er sá að veðurfar á Íslandi er ekki alltaf að henta vel í slíkt nám og illgerlegt að klára á þeim stutta tíma sem ætlast er til í upphaflegu skipulagi þess. Einhverra hluta vegna hefur slíkt nám líka verið mun dýrara en áfangaskipta námið, án þess að ástæður þess séu augljósar. Hvaða leið á að velja að markmiðinu?Matthías Arngrímsson Áfangaskipta námið hentar oft betur vegna veðurfars á Íslandi þar sem tímapressa er minni og nemendur geta unnið með því námi til að lækka kostnað við hvern áfanga og þannig skuldað mun lægri fjárhæð þegar skírteinið er í höfn. Þar getur munað nokkrum milljónum. Helsti kostur við þessa námsleið er að einkaflugmannshluti námsins (PPL) er metinn til eininga stúdentsprófs í flestum mennta- og fjölbrautaskólum, allt að 15 einingum og þannig mögulega hægt að ljúka námi í fjölbrautaskóla einni önn fyrr. Kostnaður við einkaflugmannsréttindin er 2-2,5 milljónir eftir því hvaða skóli verður fyrir valinu. Helsti galli við þessa leið er sá að aðrir nemendur í samtvinnuðu námi klára mögulega á undan og þú gætir misst af atvinnutækifæri. Miðað við stækkunaráform íslensku flugfélaganna og umfang þeirra, auk eldri flugmanna sem fara á eftirlaun, verða fjölmörg flugmannsstörf í boði næstu árin. Kostnaður og námslánamöguleikar ójafn leikur gagnvart öðru námi Á Facebook síðu Flugvarpsins (og heimasíða www.flugvarpid.is) sem eru hlaðvarpsþættir um flugmál, er rætt um námskostnað og Menntasjóð námsmanna sem mismunar flugnemum vegna skipulags námsins og vegna þess að áfangaskipta leiðin er ekki skipulögð með ECTS einingar í huga. Þegar þetta er skrifað kostar samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá einum skóla 15,5 milljónir króna á Íslandi og annar skóli býður upp á bóklegt á Íslandi og verklegt í Portúgal og kostar námið þá 16,9 milljónir og námstíminn er um tvö heil ár (bóklegt og 146 tímar í flugvél og 40 í flughermi). Áfangaskipta námið getur tekið jafnlangan tíma eða örlítið lengur þar sem krafa er um fleiri flugtíma (bóklegt og 200 tímar í flugvél). Nemandinn þarf að safna flugtímum að hluta til, og nýtir þá til að byggja upp meiri reynslu og þjálfun á flugvélar, efla dómgreind og ákvarðanatöku og fleiri góða kosti flugmanna. Ef hann gerir það á Íslandi lærir hann vel á landið og flugvellina, veðurfar og vinda og verður fær í flestan sjó að því loknu. Áfangaskipta leiðin kostar um 14,4 - 14,9 milljónir eftir skólum og eftir því hvar tímasöfnun fer fram. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar