Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2025 09:03 Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi Autechre Raftónlistardúettinn Autechre stígur á svið í Silfurbergi í Hörpu þann 15. ágúst næstkomandi. Örlygur Steinar Arnalds er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann hefur séð hana tvisvar á tónleikum og segir það mikinn heiður að hita upp fyrir þá með hljómsveit sinni, raftónlistartríóinu, sideproject. Tónlistarkonan Hekla mun einnig hita upp fyrir Autechre. Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi. Þeir eru meðal áhrifamestu en jafnframt dularfyllstu nafna í raftónlistarsenunni í dag og hafa byggt upp sérstöðu með tilraunakenndum hljóðheimum, mögnuðum taktfléttum og ófyrirsjáanlegri tónlistarsköpun. Það sem gerir tónleika þeirra einstaka er að þeir fara fram í myrkvuðum sal, þar sem tónlistin fær að stjórna rýminu og skynfærin eru tekin á nýjar slóðir. „Ég býst ekki við því að við verðum í myrkri líka, heldur verði ljósin slökkt áður en þeir byrja. Þetta er þeirra trademark. Það fer eftir staðsetningunni hversu dimmt getur orðið en stundum sést í exit ljós og eitthvað þannig. Þeir vilja hafa þetta eins dimmt og það getur orðið.“ Fyrir tónleika fá allir gestir upplýsingar í pósti um fyrirkomulagið, myrkrið og ýmis öryggisatriði. „En svo eru alltaf starfsmenn með nætursjóngleraugu og ef það er eitthvað sem kemur upp þá er fólki sagt að beina ljósi á símanum upp og þá koma starfsmenn þeim til aðstoðar.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi í áratugi. Myndin er tekin 2003.Vísir/Getty Hann segir þetta ótrúlega upplifun. „Þetta setur miklu meiri fókus á hlustun og tekur athyglina af umhverfinu og öðru fólki. Maður hættir að pæla í öllum skynfærum nema hlustun.“ Hann segir hljómsveitina sprottna úr dans- og raftónlistarmenningu 10. áratugarins og það skapist eins konar klúbbastemning á tónleikunum, en þó án allra ljósa. „Þetta er svipað, en samt allt önnur upplifun. Það er enginn að taka upp eða neitt þannig. Ef þú ert með símann uppi taka allir eftir því og það er ekki væbið, og svo auðvitað sérðu ekkert, þannig það er ekkert að taka upp nema hljóðin.“ Ótrúlegt að fá að hita upp Hann segir geðveikt að hita upp fyrir þá. „Maður eiginlega trúir þessu ekki.Þeir hafa verið sterkir áhrifavaldar og eru að mínu mati bestir í þessu sem þeir eru að gera, og frá þessu tímabili. Þeir hafa haldið áfram að prófa sig og eru enn þá að þenja formið, þó þeir séu orðnir eldri.“ Hann segir tónleika fyrir allt áhugafólk um hljóð og hljóðupplifun. „Þetta er einstök upplifun. Sama hvort þú hlustar á rapptónlist, djass, kvikmyndatónlist eða nokkuð annað. Fyrir mig var þetta allavega mögnuð upplifun.“ Tónlistin er spiluð „live“ og því engir tónleikar í raun eins. „Þú ert ekkert að fara að heyra þetta aftur.“ Örlygur mælir með að kynna sér tónlist hljómsveitarinnar. Þeir hafi fært sig nær tilraunamennsku eftir því sem þeir hafa orðið eldri en alltaf haldið sig í sama bakgrunni raftónlistar. Platan Oversteps geti verið brú á milli þess gamla og nýja. Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Bretland Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Sjá meira
Bresku tónlistarmennirnir Sean Booth og Rob Brown hafa undir merkjum Autechre verið leiðandi afl í framúrstefnulegri raftónlist í áratugi. Þeir eru meðal áhrifamestu en jafnframt dularfyllstu nafna í raftónlistarsenunni í dag og hafa byggt upp sérstöðu með tilraunakenndum hljóðheimum, mögnuðum taktfléttum og ófyrirsjáanlegri tónlistarsköpun. Það sem gerir tónleika þeirra einstaka er að þeir fara fram í myrkvuðum sal, þar sem tónlistin fær að stjórna rýminu og skynfærin eru tekin á nýjar slóðir. „Ég býst ekki við því að við verðum í myrkri líka, heldur verði ljósin slökkt áður en þeir byrja. Þetta er þeirra trademark. Það fer eftir staðsetningunni hversu dimmt getur orðið en stundum sést í exit ljós og eitthvað þannig. Þeir vilja hafa þetta eins dimmt og það getur orðið.“ Fyrir tónleika fá allir gestir upplýsingar í pósti um fyrirkomulagið, myrkrið og ýmis öryggisatriði. „En svo eru alltaf starfsmenn með nætursjóngleraugu og ef það er eitthvað sem kemur upp þá er fólki sagt að beina ljósi á símanum upp og þá koma starfsmenn þeim til aðstoðar.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi í áratugi. Myndin er tekin 2003.Vísir/Getty Hann segir þetta ótrúlega upplifun. „Þetta setur miklu meiri fókus á hlustun og tekur athyglina af umhverfinu og öðru fólki. Maður hættir að pæla í öllum skynfærum nema hlustun.“ Hann segir hljómsveitina sprottna úr dans- og raftónlistarmenningu 10. áratugarins og það skapist eins konar klúbbastemning á tónleikunum, en þó án allra ljósa. „Þetta er svipað, en samt allt önnur upplifun. Það er enginn að taka upp eða neitt þannig. Ef þú ert með símann uppi taka allir eftir því og það er ekki væbið, og svo auðvitað sérðu ekkert, þannig það er ekkert að taka upp nema hljóðin.“ Ótrúlegt að fá að hita upp Hann segir geðveikt að hita upp fyrir þá. „Maður eiginlega trúir þessu ekki.Þeir hafa verið sterkir áhrifavaldar og eru að mínu mati bestir í þessu sem þeir eru að gera, og frá þessu tímabili. Þeir hafa haldið áfram að prófa sig og eru enn þá að þenja formið, þó þeir séu orðnir eldri.“ Hann segir tónleika fyrir allt áhugafólk um hljóð og hljóðupplifun. „Þetta er einstök upplifun. Sama hvort þú hlustar á rapptónlist, djass, kvikmyndatónlist eða nokkuð annað. Fyrir mig var þetta allavega mögnuð upplifun.“ Tónlistin er spiluð „live“ og því engir tónleikar í raun eins. „Þú ert ekkert að fara að heyra þetta aftur.“ Örlygur mælir með að kynna sér tónlist hljómsveitarinnar. Þeir hafi fært sig nær tilraunamennsku eftir því sem þeir hafa orðið eldri en alltaf haldið sig í sama bakgrunni raftónlistar. Platan Oversteps geti verið brú á milli þess gamla og nýja.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Bretland Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið FM Belfast bætir við aukatónleikum Lífið Fleiri fréttir FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Sjá meira