Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 18:47 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði Ísland sterkan og áreiðanlegan bandamann. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. Ursula sagði þetta myndu bæta þriðja laginu við áður tvílaga öryggisstefnu Íslands, nefnilega varnarsamning okkar við Bandaríkin og aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Viðræður hæfust á næstunni og stefnt væri að því að þeim lyki á næstu vikum eða mánuðum. „Þetta samstarf mun gera Ísland þátt í öryggis- og varnarneti Evrópu. Þar eru þegar átta bandalagslönd, þeirra á meðal Noregur, Bretland og Kanada. Með þessu samkomulagi fengjuð þið aðgang að SAFE-verkefninu okkar sem leggur um 150 milljarða evra á ári í fjárfestingar í öryggis- og varnarmálum,“ sagði Ursula. Heildstæð endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og ESB Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir viðræðurnar endurspegla það traust sem ríkir milli Íslands og Evrópu. Í dag lauk einnig samningum um aðild Íslands að verkefni Evrópusambandsins sem miðar að því að tryggja aðgengi að veraldarvefnum í tilfelli árása á sæstrengi eða aðra vefinnviði. Kristrún segir ljóst að samskipti Íslands við umheiminn séu mjög háð viðkvæmum innviðum og því sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að gervitunglakerfi Evrópusambandsins. Kristrún tilkynnti einnig að farið yrði í heildstæða endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og Evrópusambandsins. Hún segir þetta fyrsta sinn sem endurskoðun af þessari stærðargráðu fer fram síðan Ísland varð hluti af evrópska efnahagssvæðinu. Að lokum þakkaði Kristrún Ursulu fyrir heimsókn sína. „Þetta eru tímar sem kalla á yfirvegaða og ákveðna forystu. Ég held að þú hafir sýnt heiminum hvað þú ert ótrúlega hæfur leiðtogi og það er mikill heiður að fá þig hingað í dag og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði Kristrún. Lofsöng seiglu Íslendinga Ursula von der Leyen fékk þá orðið og fyrst hafði hún orð á því hvað hálendi Íslands er mikilfenglegt. Hún fór í þyrluferð í Þórsmörk í stilltu veðrinu og sjónarspilið þar svíkur engan. Hún hafði jafnframt orð á seiglu landans. „Þið spilið lykilhlutverk í heimskauta- og Norður-Atlantshafsviðbragði Atlantshafsbandalagsins. Þið eruð sterkur og áreiðanlegur bandamaður og það sá ég með eigin augum í flugherstöðinni í Keflavík,“ sagði Ursula. Ursula sagði Íslendinga geta kennt Evrópumönnum ýmislegt um Norður-Atlantshafið og heimskautið og að mikilvægt væri að rödd Íslendinga heyrðist þegar málefni norðurslóða eru rædd. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ursula sagði þetta myndu bæta þriðja laginu við áður tvílaga öryggisstefnu Íslands, nefnilega varnarsamning okkar við Bandaríkin og aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Viðræður hæfust á næstunni og stefnt væri að því að þeim lyki á næstu vikum eða mánuðum. „Þetta samstarf mun gera Ísland þátt í öryggis- og varnarneti Evrópu. Þar eru þegar átta bandalagslönd, þeirra á meðal Noregur, Bretland og Kanada. Með þessu samkomulagi fengjuð þið aðgang að SAFE-verkefninu okkar sem leggur um 150 milljarða evra á ári í fjárfestingar í öryggis- og varnarmálum,“ sagði Ursula. Heildstæð endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og ESB Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir viðræðurnar endurspegla það traust sem ríkir milli Íslands og Evrópu. Í dag lauk einnig samningum um aðild Íslands að verkefni Evrópusambandsins sem miðar að því að tryggja aðgengi að veraldarvefnum í tilfelli árása á sæstrengi eða aðra vefinnviði. Kristrún segir ljóst að samskipti Íslands við umheiminn séu mjög háð viðkvæmum innviðum og því sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að gervitunglakerfi Evrópusambandsins. Kristrún tilkynnti einnig að farið yrði í heildstæða endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og Evrópusambandsins. Hún segir þetta fyrsta sinn sem endurskoðun af þessari stærðargráðu fer fram síðan Ísland varð hluti af evrópska efnahagssvæðinu. Að lokum þakkaði Kristrún Ursulu fyrir heimsókn sína. „Þetta eru tímar sem kalla á yfirvegaða og ákveðna forystu. Ég held að þú hafir sýnt heiminum hvað þú ert ótrúlega hæfur leiðtogi og það er mikill heiður að fá þig hingað í dag og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði Kristrún. Lofsöng seiglu Íslendinga Ursula von der Leyen fékk þá orðið og fyrst hafði hún orð á því hvað hálendi Íslands er mikilfenglegt. Hún fór í þyrluferð í Þórsmörk í stilltu veðrinu og sjónarspilið þar svíkur engan. Hún hafði jafnframt orð á seiglu landans. „Þið spilið lykilhlutverk í heimskauta- og Norður-Atlantshafsviðbragði Atlantshafsbandalagsins. Þið eruð sterkur og áreiðanlegur bandamaður og það sá ég með eigin augum í flugherstöðinni í Keflavík,“ sagði Ursula. Ursula sagði Íslendinga geta kennt Evrópumönnum ýmislegt um Norður-Atlantshafið og heimskautið og að mikilvægt væri að rödd Íslendinga heyrðist þegar málefni norðurslóða eru rædd.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira