Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2025 11:18 Keir Starmer forsætisráðherra mætir á kjörstað í London sumarið 2024 ásamt eiginkonu sinni Victoriu. Getty Images/Jakub Porzycki Bresk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að kosningaaldur í þingkosningum verði lækkaður í 16 ár. Verði frumvarpið samþykkt gæti Bretland orðið meðal fyrstu Evrópuríkja til að heimila 16 og 17 ára ungmennum að taka þátt í kosningum. Í Skotlandi, Wales og á Ermasundseyjum hefur ungt fólk þegar fengið kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum, og færu landskosningar nú í sama farveg. „Ungt fólk á að fá að hafa rödd í framtíð lýðræðis okkar,“ sagði Rushanara Ali, ráðuneytisstjóri í neðri deild breska þingsins, þegar hún kynnti frumvarpið í dag. Hún benti á að ríkisstjórnin hefði lofað að efla lýðræðið og tryggja heilindi kosninga. Tillögurnar eru liður í víðtækari endurskoðun á reglum um kosningaþátttöku. Gert er ráð fyrir að rafræn persónuskilríki, svo sem stafrænt ökuskírteini og bankakort gefin út í Bretlandi, verði tekin gild sem kjörskírteini. Frumvarpið hefur fengið stuðning víða, meðal annars frá samtökunum Electoral Reform Society, sem segja breytinguna hjálpa ungmennum að taka fyrstu skrefin í lýðræðislegri þátttöku. Forsætisráðherrann Keir Starmer segir að ungt fólk sem „greiði“ inn í kerfið eigi að fá að segja sína skoðun á hvernig verja eigi fjármununum. En gagnrýni hefur einnig komið fram, einkum frá Íhaldsflokknum. Paul Holmes þingmaður flokksins benti á að 16 ára ungmenni megi hvorki kaupa áfengi né giftast, en samkvæmt frumvarpinu ættu þau samt að fá að kjósa. Frá árinu 2008 hafa nokkur ríki, þar á meðal Austurríki, Malta og Brasilía, heimilað 16 ára ungmennum að kjósa. Í flestum löndum heims, þar á meðal Íslandi, er lágmarksaldur 18 ár. Einnig eru dæmi þess að kosningaaldur sé miðaður við 21 ár, svo sem í Singapúr, Líbanon og Óman. Talað hefur verið fyrir lækkun kosningaaldurs á Íslandi í sextán ár. Árni Þór Sigurðsson, þá þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp þess efnis árið 2012 og það sama gerði Katrín Jakobsdóttir, þá formaður flokksins, árið 2015 og á tveimur þingum árið 2017. Þingmenn Pírata með stuðningi nokkurra þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar og Viðreisnar lögðu fram sambærilegt frumvarp til Alþingis árið 2020 og aftur haustið 2024. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð. England Réttindi barna Bretland Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Í Skotlandi, Wales og á Ermasundseyjum hefur ungt fólk þegar fengið kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum, og færu landskosningar nú í sama farveg. „Ungt fólk á að fá að hafa rödd í framtíð lýðræðis okkar,“ sagði Rushanara Ali, ráðuneytisstjóri í neðri deild breska þingsins, þegar hún kynnti frumvarpið í dag. Hún benti á að ríkisstjórnin hefði lofað að efla lýðræðið og tryggja heilindi kosninga. Tillögurnar eru liður í víðtækari endurskoðun á reglum um kosningaþátttöku. Gert er ráð fyrir að rafræn persónuskilríki, svo sem stafrænt ökuskírteini og bankakort gefin út í Bretlandi, verði tekin gild sem kjörskírteini. Frumvarpið hefur fengið stuðning víða, meðal annars frá samtökunum Electoral Reform Society, sem segja breytinguna hjálpa ungmennum að taka fyrstu skrefin í lýðræðislegri þátttöku. Forsætisráðherrann Keir Starmer segir að ungt fólk sem „greiði“ inn í kerfið eigi að fá að segja sína skoðun á hvernig verja eigi fjármununum. En gagnrýni hefur einnig komið fram, einkum frá Íhaldsflokknum. Paul Holmes þingmaður flokksins benti á að 16 ára ungmenni megi hvorki kaupa áfengi né giftast, en samkvæmt frumvarpinu ættu þau samt að fá að kjósa. Frá árinu 2008 hafa nokkur ríki, þar á meðal Austurríki, Malta og Brasilía, heimilað 16 ára ungmennum að kjósa. Í flestum löndum heims, þar á meðal Íslandi, er lágmarksaldur 18 ár. Einnig eru dæmi þess að kosningaaldur sé miðaður við 21 ár, svo sem í Singapúr, Líbanon og Óman. Talað hefur verið fyrir lækkun kosningaaldurs á Íslandi í sextán ár. Árni Þór Sigurðsson, þá þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp þess efnis árið 2012 og það sama gerði Katrín Jakobsdóttir, þá formaður flokksins, árið 2015 og á tveimur þingum árið 2017. Þingmenn Pírata með stuðningi nokkurra þingmanna úr röðum Samfylkingarinnar og Viðreisnar lögðu fram sambærilegt frumvarp til Alþingis árið 2020 og aftur haustið 2024. Frétt BBC. Fréttin hefur verið uppfærð.
England Réttindi barna Bretland Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira