Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2025 12:57 Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir málþófi stjórnarandstöðunnar að miklu leyti um að kenna að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði. vísir/vilhelm Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn. Strandveiðar voru stöðvaðar í gær þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um að leitað yrði lausna svo þeim yrði fram haldið. Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, sagði til að mynda á samfélagsmiðlum á mánudag að strandveiðimenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar, um 48 daga strandveiðisumar sem var eitt af kosningaloforðum Flokk fólksins strandaði í þinginu og verður tekið aftur upp næsta þingvetur. „Við erum búin að gera okkar besta“ „Við höfum náð mjög mörgum málum í gegnum þingið en það breytir ekki þeirri staðreynd að ótrúlega mörg mál okkur hefðum við viljað sjá þar frekar. Ég vil segja það sérstaklega við strandveiðisjómenn okkar að þið eruð ekkert að fara með flotann í landið í þessari viku. Við erum búin að gera okkar besta og ég þakka þeim sem komu hér á pallanna og upplifðu í raun það ofbeldi sem við höfum mátt sæta hér í þingsalnum,“ sagði Inga í Facebook-færslu sinni á mánudag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir málþófi að einhverju leyti um að kenna. „Þá náttúrulega lenti ríkisstjórnin í því að fjölmörg af hennar málum komust ekki í gegn. Fljótt á litið virðist meira af slíkum málum sem komust ekki í gegn vera málefni sem Flokkur fólksins bar mjög fyrir brjósti. Það eru fjölmörg önnur stór atriði sem duttu út. Þetta voru ekki nema fjögur mál sem komust í gegn fyrir þinglokin.“ „Sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um“ Meðal annarra mála sem talin hafa verið meðal stærstu kosningaloforða Flokk fólksins og urðu jafnframt ekki að lögum á síðasta þingi má nefna frumvarp um að tengja bætur úr almannatryggingakerfinu við launavísitölu og frumvarp um hunda- og kattahald í fjöleignahúsum. „Það er alltaf óheppilegt fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokka að ná ekki í gegn málum. Hins vegar þá var þetta málþóf sem var dæmalaust og var stoppað með því að beita 71. greininni. Þess vegna er í rauninni þessi staða fordæmalaus.“ Ljóst þykir að mati Ólafs að stjórnarandstaðan muni nýta stöðuna til að hafa flokkinn að skotspæni. Afleiðingarnar muni að einhverju leyti velta á því hvort mál Flokk fólksins hljóti forgang á næsta þingi. „Það eina sem skiptir máli fyrir þetta er hvort að Flokkur fólksins unir þessu svo illa og kennir félögum sínum í ríkisstjórninni um það að þessi mál hafi ekki komist í gegn. Ég sé samt engin merki um það að Flokkur fólksins sé á þeim buxunum. Mér sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um það.“ Flokkur fólksins Strandveiðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Strandveiðar voru stöðvaðar í gær þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um að leitað yrði lausna svo þeim yrði fram haldið. Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, sagði til að mynda á samfélagsmiðlum á mánudag að strandveiðimenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar, um 48 daga strandveiðisumar sem var eitt af kosningaloforðum Flokk fólksins strandaði í þinginu og verður tekið aftur upp næsta þingvetur. „Við erum búin að gera okkar besta“ „Við höfum náð mjög mörgum málum í gegnum þingið en það breytir ekki þeirri staðreynd að ótrúlega mörg mál okkur hefðum við viljað sjá þar frekar. Ég vil segja það sérstaklega við strandveiðisjómenn okkar að þið eruð ekkert að fara með flotann í landið í þessari viku. Við erum búin að gera okkar besta og ég þakka þeim sem komu hér á pallanna og upplifðu í raun það ofbeldi sem við höfum mátt sæta hér í þingsalnum,“ sagði Inga í Facebook-færslu sinni á mánudag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir málþófi að einhverju leyti um að kenna. „Þá náttúrulega lenti ríkisstjórnin í því að fjölmörg af hennar málum komust ekki í gegn. Fljótt á litið virðist meira af slíkum málum sem komust ekki í gegn vera málefni sem Flokkur fólksins bar mjög fyrir brjósti. Það eru fjölmörg önnur stór atriði sem duttu út. Þetta voru ekki nema fjögur mál sem komust í gegn fyrir þinglokin.“ „Sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um“ Meðal annarra mála sem talin hafa verið meðal stærstu kosningaloforða Flokk fólksins og urðu jafnframt ekki að lögum á síðasta þingi má nefna frumvarp um að tengja bætur úr almannatryggingakerfinu við launavísitölu og frumvarp um hunda- og kattahald í fjöleignahúsum. „Það er alltaf óheppilegt fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokka að ná ekki í gegn málum. Hins vegar þá var þetta málþóf sem var dæmalaust og var stoppað með því að beita 71. greininni. Þess vegna er í rauninni þessi staða fordæmalaus.“ Ljóst þykir að mati Ólafs að stjórnarandstaðan muni nýta stöðuna til að hafa flokkinn að skotspæni. Afleiðingarnar muni að einhverju leyti velta á því hvort mál Flokk fólksins hljóti forgang á næsta þingi. „Það eina sem skiptir máli fyrir þetta er hvort að Flokkur fólksins unir þessu svo illa og kennir félögum sínum í ríkisstjórninni um það að þessi mál hafi ekki komist í gegn. Ég sé samt engin merki um það að Flokkur fólksins sé á þeim buxunum. Mér sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um það.“
Flokkur fólksins Strandveiðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira