Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2025 12:57 Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir málþófi stjórnarandstöðunnar að miklu leyti um að kenna að Flokkur fólksins hafi borið skarðan hlut frá borði. vísir/vilhelm Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn. Strandveiðar voru stöðvaðar í gær þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um að leitað yrði lausna svo þeim yrði fram haldið. Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, sagði til að mynda á samfélagsmiðlum á mánudag að strandveiðimenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar, um 48 daga strandveiðisumar sem var eitt af kosningaloforðum Flokk fólksins strandaði í þinginu og verður tekið aftur upp næsta þingvetur. „Við erum búin að gera okkar besta“ „Við höfum náð mjög mörgum málum í gegnum þingið en það breytir ekki þeirri staðreynd að ótrúlega mörg mál okkur hefðum við viljað sjá þar frekar. Ég vil segja það sérstaklega við strandveiðisjómenn okkar að þið eruð ekkert að fara með flotann í landið í þessari viku. Við erum búin að gera okkar besta og ég þakka þeim sem komu hér á pallanna og upplifðu í raun það ofbeldi sem við höfum mátt sæta hér í þingsalnum,“ sagði Inga í Facebook-færslu sinni á mánudag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir málþófi að einhverju leyti um að kenna. „Þá náttúrulega lenti ríkisstjórnin í því að fjölmörg af hennar málum komust ekki í gegn. Fljótt á litið virðist meira af slíkum málum sem komust ekki í gegn vera málefni sem Flokkur fólksins bar mjög fyrir brjósti. Það eru fjölmörg önnur stór atriði sem duttu út. Þetta voru ekki nema fjögur mál sem komust í gegn fyrir þinglokin.“ „Sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um“ Meðal annarra mála sem talin hafa verið meðal stærstu kosningaloforða Flokk fólksins og urðu jafnframt ekki að lögum á síðasta þingi má nefna frumvarp um að tengja bætur úr almannatryggingakerfinu við launavísitölu og frumvarp um hunda- og kattahald í fjöleignahúsum. „Það er alltaf óheppilegt fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokka að ná ekki í gegn málum. Hins vegar þá var þetta málþóf sem var dæmalaust og var stoppað með því að beita 71. greininni. Þess vegna er í rauninni þessi staða fordæmalaus.“ Ljóst þykir að mati Ólafs að stjórnarandstaðan muni nýta stöðuna til að hafa flokkinn að skotspæni. Afleiðingarnar muni að einhverju leyti velta á því hvort mál Flokk fólksins hljóti forgang á næsta þingi. „Það eina sem skiptir máli fyrir þetta er hvort að Flokkur fólksins unir þessu svo illa og kennir félögum sínum í ríkisstjórninni um það að þessi mál hafi ekki komist í gegn. Ég sé samt engin merki um það að Flokkur fólksins sé á þeim buxunum. Mér sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um það.“ Flokkur fólksins Strandveiðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Strandveiðar voru stöðvaðar í gær þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um að leitað yrði lausna svo þeim yrði fram haldið. Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, sagði til að mynda á samfélagsmiðlum á mánudag að strandveiðimenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Viðreisnar, um 48 daga strandveiðisumar sem var eitt af kosningaloforðum Flokk fólksins strandaði í þinginu og verður tekið aftur upp næsta þingvetur. „Við erum búin að gera okkar besta“ „Við höfum náð mjög mörgum málum í gegnum þingið en það breytir ekki þeirri staðreynd að ótrúlega mörg mál okkur hefðum við viljað sjá þar frekar. Ég vil segja það sérstaklega við strandveiðisjómenn okkar að þið eruð ekkert að fara með flotann í landið í þessari viku. Við erum búin að gera okkar besta og ég þakka þeim sem komu hér á pallanna og upplifðu í raun það ofbeldi sem við höfum mátt sæta hér í þingsalnum,“ sagði Inga í Facebook-færslu sinni á mánudag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir málþófi að einhverju leyti um að kenna. „Þá náttúrulega lenti ríkisstjórnin í því að fjölmörg af hennar málum komust ekki í gegn. Fljótt á litið virðist meira af slíkum málum sem komust ekki í gegn vera málefni sem Flokkur fólksins bar mjög fyrir brjósti. Það eru fjölmörg önnur stór atriði sem duttu út. Þetta voru ekki nema fjögur mál sem komust í gegn fyrir þinglokin.“ „Sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um“ Meðal annarra mála sem talin hafa verið meðal stærstu kosningaloforða Flokk fólksins og urðu jafnframt ekki að lögum á síðasta þingi má nefna frumvarp um að tengja bætur úr almannatryggingakerfinu við launavísitölu og frumvarp um hunda- og kattahald í fjöleignahúsum. „Það er alltaf óheppilegt fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokka að ná ekki í gegn málum. Hins vegar þá var þetta málþóf sem var dæmalaust og var stoppað með því að beita 71. greininni. Þess vegna er í rauninni þessi staða fordæmalaus.“ Ljóst þykir að mati Ólafs að stjórnarandstaðan muni nýta stöðuna til að hafa flokkinn að skotspæni. Afleiðingarnar muni að einhverju leyti velta á því hvort mál Flokk fólksins hljóti forgang á næsta þingi. „Það eina sem skiptir máli fyrir þetta er hvort að Flokkur fólksins unir þessu svo illa og kennir félögum sínum í ríkisstjórninni um það að þessi mál hafi ekki komist í gegn. Ég sé samt engin merki um það að Flokkur fólksins sé á þeim buxunum. Mér sýnist að þau kenni bara stjórnarandstöðunni um það.“
Flokkur fólksins Strandveiðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira