Körfubolti

Hörður tekur við starfi Arnars Guð­jóns hjá KKÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Unnsteinsson gerði flotta hluti með kvennalið KR sem er nú komið aftur upp í efstu deild.
Hörður Unnsteinsson gerði flotta hluti með kvennalið KR sem er nú komið aftur upp í efstu deild. Vísir/Bára

Hörður Unnsteinsson hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu KKÍ sem afreksstjóri en hann tekur við starfinu af Arnari Guðjónssyni.

Körfuknattleikssamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni en áður hafi Hörður sjálfur tilkynnt að hann yrði ekki áfram umsjónarmaður Körfuboltakvölds kvenna.

Hörður hefur mikla reynslu og þekkingu úr körfuknattleikshreyfingunni.

Síðastliðinn ár hefur hann þjálfað hjá KR og var meðal annars með meistaraflokk kvenna sem hann kom aftur upp í Bónus deildina í vor. Hörður tilkynnti eftir tímabilið að hann yrði ekki áfram.

Hörður hefur séð um Bónus Körfuboltakvöld kvenna undanfarin þrjú ár auk þess að lýsa leikjum og fjalla um NBA deildinni í körfubolta.

Hörður mun hefja störf á skrifstofu sambandsins í byrjun ágúst. Fyrsta stóra verkefnið er þátttaka íslenska karlalandsliðsins í Eurobasket mótinu í Póllandi undir lok mánaðarins.

Arnar Guðjónsson hætti á dögunum eftir að hann ákvað að flytja til Sauðárkróks og gerast þjálfari Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta. Arnar var bara búinn að vera í starfinu í eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×