Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2025 19:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist skynja taugaveiklun í minnihlutanum. Hann verði einfaldlega að treysta þjóðinni. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku í gær á móti og funduðu með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Keflavík. Að fundinum loknum var tilkynnt um að hefja eigi viðræður um endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands hjá ESB, sem hefur ekki verið gert frá gerð EES samningsins 1993. „Það þarf einfaldlega að fara yfir það hvaða leiðir við getum farið til þess að auka markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir, til að mynda sjávarafurðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Skynjar taugaveiklun í stjórnarandstöðunni Á sama fundi var tilkynnt um að semja eigi um samstarf Íslands og ESB í öryggis- og varnarmálum á næstu vikum og hefur málið verið til umræðu í utanríkismálanefnd. Von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn gild. Viðræður um aðild hófust í júlí 2010 en hlé var gert á þeim árið 2013. „Ég heyri alveg taugaveiklunina og skynja alveg taugaveiklunina hjá þessum flokkum í stjórnarandstöðunni sem virðast ætla að fylgja eftir þessari sérhagsmunagæslu sem þeir stóðu í stríði yfir á þingi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Tveir flokkar sem ég hefði haldið að myndu fagna þessari endurskoðun á viðskiptakjörkum okkar. Við erum að tryggja hagsmuni íslensks almennings, íslenskra fyrirtækja. Flokkar sem hafa undirstrikað að þeir séu fyrir frelsi, opna markaði, opin viðskipti,“ segir Þorgerður. „Það kemur mér satt best að segja mjög á óvart að þessir flokkar vilji lítið gera þegar kemur að vörnum og öryggi og frekar eru komnir í samkeppni um heimóttarskap og hver er í mestri andstöðu við markvisst alþjóðasamstarf.“ Þjóðin fái að ráða Enn standi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aftur aðildarviðræður að ESBeigi síðar en árið 2027. „Þjóðin verður að koma að þessu en ákvörðunin felst í raun í því: Eigum við að halda áfram og klára aðildarviðræður við Evrópusambandið?“ segir Þorgerður. „Síðan ef þjóðin segir já þá fær hún að sjá samning og aftur að kjósa. Þetta er nú ekki hættulegra en það, bara treysta þjóðinni.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11 Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Sjá meira
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra tóku í gær á móti og funduðu með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Keflavík. Að fundinum loknum var tilkynnt um að hefja eigi viðræður um endurskoðun á viðskiptakjörum Íslands hjá ESB, sem hefur ekki verið gert frá gerð EES samningsins 1993. „Það þarf einfaldlega að fara yfir það hvaða leiðir við getum farið til þess að auka markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir, til að mynda sjávarafurðir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Skynjar taugaveiklun í stjórnarandstöðunni Á sama fundi var tilkynnt um að semja eigi um samstarf Íslands og ESB í öryggis- og varnarmálum á næstu vikum og hefur málið verið til umræðu í utanríkismálanefnd. Von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn gild. Viðræður um aðild hófust í júlí 2010 en hlé var gert á þeim árið 2013. „Ég heyri alveg taugaveiklunina og skynja alveg taugaveiklunina hjá þessum flokkum í stjórnarandstöðunni sem virðast ætla að fylgja eftir þessari sérhagsmunagæslu sem þeir stóðu í stríði yfir á þingi. Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Tveir flokkar sem ég hefði haldið að myndu fagna þessari endurskoðun á viðskiptakjörkum okkar. Við erum að tryggja hagsmuni íslensks almennings, íslenskra fyrirtækja. Flokkar sem hafa undirstrikað að þeir séu fyrir frelsi, opna markaði, opin viðskipti,“ segir Þorgerður. „Það kemur mér satt best að segja mjög á óvart að þessir flokkar vilji lítið gera þegar kemur að vörnum og öryggi og frekar eru komnir í samkeppni um heimóttarskap og hver er í mestri andstöðu við markvisst alþjóðasamstarf.“ Þjóðin fái að ráða Enn standi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aftur aðildarviðræður að ESBeigi síðar en árið 2027. „Þjóðin verður að koma að þessu en ákvörðunin felst í raun í því: Eigum við að halda áfram og klára aðildarviðræður við Evrópusambandið?“ segir Þorgerður. „Síðan ef þjóðin segir já þá fær hún að sjá samning og aftur að kjósa. Þetta er nú ekki hættulegra en það, bara treysta þjóðinni.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11 Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47 Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Sjá meira
Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. 17. júlí 2025 15:11
Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. 17. júlí 2025 18:47
Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. 17. júlí 2025 17:40