Þorgerður til í fund og það strax Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2025 12:16 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi tafarlaust saman í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, gerði slíkt hið sama. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist strax í morgun hafa rætt við formann utanríkismálanefndar og sagst reiðubúin að mæta á fund nefndarinnar strax á mánudag. Hún segir mikilvægt hvernig stjórn og stjórnarandstaða tjáir sig um mikilvæg málefni sem þessi. „Mér finnst miður þegar leiðtogi okkar stærsta markaðar — sjötíu prósent af okkar vörum fara á ESB-markað — og þegar leiðtogi þess markaðar kemur að efla samskipti, séu flokkar að reyna að gera þessa heimsókn tortryggilega,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt á tímum sem þessum, þegar umrót sé í heimsmálum, að líkt þenkjandi þjóðir tali saman. Ísland sé að auka breiddina í samstarfi við aðra, málið snúist ekki um ESB heldur að bæta viðskiptakjör á grundvelli EES-samningsins. „Það er stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, en mér finnst leitt að skynja það að það sé að verða stefnubreyting hjá stjórnarandstöðu sem vill ekki slíkt samstarf hvort sem það er ESB, Bretar eða Norðmenn. Það er áhyggjuefni og þess vegna vil ég gjarnan hitta fólkið í utanríkismálanefnd,“ segir utanríkisráðherra. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að samráð við nefndina sé ekki uppfyllt. „Ég fagna því að Viðreisn sé komin á bátinn með okkur Sjálfstæðismönnum að styrkja EES-samstarfið, m.a. bættan markaðgang sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Ég get tekið undir það almennt að það sé mikilvægt að við séum í nánum tengslum við okkar samstarfs- og vinaþjóðir eins og við erum og höfum verið að gera,“ segir Diljá. Hún segir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sjálfa gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB tortryggilega. „Allt þetta safnast saman, viðtöl sem eru veitt meðan á heimsókn stendur, yfirlýsingar sem eru fallnar, blaðamannafundir og svo framvegis. Það eru þeir sjálfir sem bera ábyrgð á þessu leikriti sem er sett af stað sem auðvitað er sett í samhengi við markmið þessarar ríkisstjórnar um að koma Íslandi inn í ESB,“ bætir Diljá við. Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi tafarlaust saman í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, gerði slíkt hið sama. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist strax í morgun hafa rætt við formann utanríkismálanefndar og sagst reiðubúin að mæta á fund nefndarinnar strax á mánudag. Hún segir mikilvægt hvernig stjórn og stjórnarandstaða tjáir sig um mikilvæg málefni sem þessi. „Mér finnst miður þegar leiðtogi okkar stærsta markaðar — sjötíu prósent af okkar vörum fara á ESB-markað — og þegar leiðtogi þess markaðar kemur að efla samskipti, séu flokkar að reyna að gera þessa heimsókn tortryggilega,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt á tímum sem þessum, þegar umrót sé í heimsmálum, að líkt þenkjandi þjóðir tali saman. Ísland sé að auka breiddina í samstarfi við aðra, málið snúist ekki um ESB heldur að bæta viðskiptakjör á grundvelli EES-samningsins. „Það er stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, en mér finnst leitt að skynja það að það sé að verða stefnubreyting hjá stjórnarandstöðu sem vill ekki slíkt samstarf hvort sem það er ESB, Bretar eða Norðmenn. Það er áhyggjuefni og þess vegna vil ég gjarnan hitta fólkið í utanríkismálanefnd,“ segir utanríkisráðherra. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að samráð við nefndina sé ekki uppfyllt. „Ég fagna því að Viðreisn sé komin á bátinn með okkur Sjálfstæðismönnum að styrkja EES-samstarfið, m.a. bættan markaðgang sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Ég get tekið undir það almennt að það sé mikilvægt að við séum í nánum tengslum við okkar samstarfs- og vinaþjóðir eins og við erum og höfum verið að gera,“ segir Diljá. Hún segir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sjálfa gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB tortryggilega. „Allt þetta safnast saman, viðtöl sem eru veitt meðan á heimsókn stendur, yfirlýsingar sem eru fallnar, blaðamannafundir og svo framvegis. Það eru þeir sjálfir sem bera ábyrgð á þessu leikriti sem er sett af stað sem auðvitað er sett í samhengi við markmið þessarar ríkisstjórnar um að koma Íslandi inn í ESB,“ bætir Diljá við.
Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Sjá meira