Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2025 08:02 Pablo Punyed er snúinn aftur á völlinn. Vísir/Lýður Pablo Punyed er snúinn aftur á fótboltavöllinn eftir nærri ár frá vellinum vegna krossbandsslita. Meiðsli tóku á andlegu hliðina en hann segist í dag eins og nýr. Pablo sleit krossband í ágúst í fyrra og hafði því verið frá vellinum í nærri tólf mánuði þegar hann sneri aftur í júlí. Hann lagði meðal annars upp mark í mögnuðum 8-0 sigri Víkings á Malisheva frá Kosovo í vikunni. Klippa: Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin „Þetta var rosa gaman. Mér leið eins og ég væri að spila minn fyrsta leik aftur. Þetta var ógeðslega gaman. Mér líður rosalega vel, ég hef unnið mikið í þessu en við vorum heppnir með þetta líka. Ég hef ekki fundið neitt síðan ég fór í aðgerð. Ekkert bakslag, enginn verkur, engar bólgur og ekki neitt,“ segir Pablo. Erfitt þegar hægði á batanum Þó að endurhæfing hafi að mörgu leyti gengið vonum framar var erfitt fyrir El Salvadorann að vera svo lengi utan vallar. „Fyrstu mánuðirnir voru fínir. Þá var mikið að gerast og hratt að gerast en svo mánuðir 5, 6 til 9, 10 voru erfiðastir. Það var mjög erfitt. Fjölskyldan fann aðeins fyrir því. En ég er heppinn að eiga svona geggjaða konu sem hjálpaði mér mikið í gegnum þetta,“ segir Pablo sem segir mikið hafa reynt á andlegu hliðina. „Þetta er erfitt andlega. Þessi skref sem þú þarft að fara í gegnum. Þeir sem hafa upplifað þetta þekkja þetta. Þetta er mjög erfitt.“ Snúa þurfti keppnisskapinu annað, jafnvel í heimilsstörfin. „Ég er keppnismaður og langar alltaf að keppa. Þegar ég er ekki með outlet fyrir það, er það erfitt. Ég þarf að fá útrás fyrir keppninni að minnsta kosti einu sinni í viku. Svo eftir það get ég verið rólegur pabbi heima, ég þarf að leyfa þessum Pablo að komast út,“ „Ég gat ekki spilað golf, gat ekki gert mikið líkamlega. Þannig að ég þurfti að hugsa: Get ég gengið hraðar frá þvottinum? Eða komið börnunum mínum hraðar að sofa? En þetta var bara áskorun,“ Ekki í myndinni að hætta Í viðtali við Sýn eftir meiðslin í fyrra greindi Pablo frá vangaveltum um hvort ferli hans væri hreinlega lokið. Þær vangaveltur eru löngu gleymdar í dag. „Ég tók mér tíma eftir að ég meiddist að finna út úr því hvort ég vildi gera þetta. Og spurði af hverju ég væri að spila. Svo langaði mig bara að gera þetta. Mér finnst ennþá rosa gaman að mæta, að æfa og bæta mig og gaman að keppa. Á meðan ég get þetta, þá geri ég þetta,“ segir Pablo. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Endurhæfingin gengið vonum framar Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Pablo sleit krossband í ágúst í fyrra og hafði því verið frá vellinum í nærri tólf mánuði þegar hann sneri aftur í júlí. Hann lagði meðal annars upp mark í mögnuðum 8-0 sigri Víkings á Malisheva frá Kosovo í vikunni. Klippa: Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin „Þetta var rosa gaman. Mér leið eins og ég væri að spila minn fyrsta leik aftur. Þetta var ógeðslega gaman. Mér líður rosalega vel, ég hef unnið mikið í þessu en við vorum heppnir með þetta líka. Ég hef ekki fundið neitt síðan ég fór í aðgerð. Ekkert bakslag, enginn verkur, engar bólgur og ekki neitt,“ segir Pablo. Erfitt þegar hægði á batanum Þó að endurhæfing hafi að mörgu leyti gengið vonum framar var erfitt fyrir El Salvadorann að vera svo lengi utan vallar. „Fyrstu mánuðirnir voru fínir. Þá var mikið að gerast og hratt að gerast en svo mánuðir 5, 6 til 9, 10 voru erfiðastir. Það var mjög erfitt. Fjölskyldan fann aðeins fyrir því. En ég er heppinn að eiga svona geggjaða konu sem hjálpaði mér mikið í gegnum þetta,“ segir Pablo sem segir mikið hafa reynt á andlegu hliðina. „Þetta er erfitt andlega. Þessi skref sem þú þarft að fara í gegnum. Þeir sem hafa upplifað þetta þekkja þetta. Þetta er mjög erfitt.“ Snúa þurfti keppnisskapinu annað, jafnvel í heimilsstörfin. „Ég er keppnismaður og langar alltaf að keppa. Þegar ég er ekki með outlet fyrir það, er það erfitt. Ég þarf að fá útrás fyrir keppninni að minnsta kosti einu sinni í viku. Svo eftir það get ég verið rólegur pabbi heima, ég þarf að leyfa þessum Pablo að komast út,“ „Ég gat ekki spilað golf, gat ekki gert mikið líkamlega. Þannig að ég þurfti að hugsa: Get ég gengið hraðar frá þvottinum? Eða komið börnunum mínum hraðar að sofa? En þetta var bara áskorun,“ Ekki í myndinni að hætta Í viðtali við Sýn eftir meiðslin í fyrra greindi Pablo frá vangaveltum um hvort ferli hans væri hreinlega lokið. Þær vangaveltur eru löngu gleymdar í dag. „Ég tók mér tíma eftir að ég meiddist að finna út úr því hvort ég vildi gera þetta. Og spurði af hverju ég væri að spila. Svo langaði mig bara að gera þetta. Mér finnst ennþá rosa gaman að mæta, að æfa og bæta mig og gaman að keppa. Á meðan ég get þetta, þá geri ég þetta,“ segir Pablo. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Endurhæfingin gengið vonum framar
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira