„Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2025 19:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Anton brink Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn í kjölfar beiðna Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins og Diljár Mistar Einarsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vera reiðubúin að mæta strax á fund nefndarinnar og að miður væri að flokkar væru að gera heimsókn Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ítrekað hafi verið tilkynnt um breytingar í utanríkismálum Íslands án þess að það sé undirbúið með nefndinni. Nefndin hafi verið vanrækt af hálfu ríkisstjórnarinnar. „En hversu mikið þessi fundur skilar ég hef ákveðnar efasemdir um. Ég er hræddur um að við fáum enn eitt leikritið um þetta allt saman og útskýringar sem eru ætlaðar öðrum en þingmönnum.“ Utanríkisráðherra segir málið snúist ekki um ESB-aðild heldur um að efla og bæta viðskiptakjör á grunni EES-samningsins. Sigmundur gefur lítið fyrir það, segir málið endalausan spunaleik og allar aðgerðir og yfirlýsingar snúist um eitt markmið. „Það markmið að nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint,“ bætir Sigmundur við. Segir ESB í tómu tjóni í hernaðarmálum og furðulegt að halda eigi áfram þar sem frá var horfið Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Sigmundur Davíð segir algjörlega á hreinu að umsókn Íslands sé dauð. „Eftir að við tilkynntum um það til ESB á sínum tíma og einhverjir fengu efasemdir um hve afgerandi það hefði verið þá ákvað ég að leiða það mál til lykta með bréfi sem ég afhenti persónulega á fundi með forvera Ursulu von der Leyen, Jean-Claude Juncker og Donald Tusk, þar sem þeir staðfestu að ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB.“ Hann segir það eina stærstu lygi íslenskra stjórnamála á 21. öldinni að hægt sé að kíkja í pakkann hjá ESB og sjá hvað sé í boði. Þá segir hann tal um frekara samstarf á ýmsum sviðum vera fyrirslátt. Í hernaðarmálum hafi ESB verið í tómu tjóni á meðan Ísland sé með samning við mesta hernaðarveldi mannkynssögunnar. Furðulegast segir Sigmundur þó vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar stilli málum upp þannig að haldið verði áfram þar sem frá var horfið í viðræðum á sínum tíma. „Fallast á alla þá eftirgjöf sem Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru búin að samþykkja 2012, eftir að ESB og Ísland hafa gjörbreyst í millitíðinni. Þetta finnst mér undarleg nálgun en líklega til komin því þetta snýst um umbúðirnar,“ segir Sigmundur Davíð að endingu. Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn í kjölfar beiðna Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins og Diljár Mistar Einarsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vera reiðubúin að mæta strax á fund nefndarinnar og að miður væri að flokkar væru að gera heimsókn Ursulu von der Leyen, formanns framkvæmdastjórnar ESB, tortryggilega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að ítrekað hafi verið tilkynnt um breytingar í utanríkismálum Íslands án þess að það sé undirbúið með nefndinni. Nefndin hafi verið vanrækt af hálfu ríkisstjórnarinnar. „En hversu mikið þessi fundur skilar ég hef ákveðnar efasemdir um. Ég er hræddur um að við fáum enn eitt leikritið um þetta allt saman og útskýringar sem eru ætlaðar öðrum en þingmönnum.“ Utanríkisráðherra segir málið snúist ekki um ESB-aðild heldur um að efla og bæta viðskiptakjör á grunni EES-samningsins. Sigmundur gefur lítið fyrir það, segir málið endalausan spunaleik og allar aðgerðir og yfirlýsingar snúist um eitt markmið. „Það markmið að nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB og helst að gera það með sem mestum blekkingum þannig að menn vakni ekki fyrr en það verður of seint,“ bætir Sigmundur við. Segir ESB í tómu tjóni í hernaðarmálum og furðulegt að halda eigi áfram þar sem frá var horfið Á blaðamannafundi í vikunni sagði von der Leyen að umsókn Íslands um aðild að ESB væri enn gild. Árið 2015 sendi Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, bréf til ESB þar sem tilkynnt var að ekki ætti lengur að líta á Ísland sem umsóknarríki. Sigmundur Davíð segir algjörlega á hreinu að umsókn Íslands sé dauð. „Eftir að við tilkynntum um það til ESB á sínum tíma og einhverjir fengu efasemdir um hve afgerandi það hefði verið þá ákvað ég að leiða það mál til lykta með bréfi sem ég afhenti persónulega á fundi með forvera Ursulu von der Leyen, Jean-Claude Juncker og Donald Tusk, þar sem þeir staðfestu að ísland væri ekki lengur umsóknarríki að ESB.“ Hann segir það eina stærstu lygi íslenskra stjórnamála á 21. öldinni að hægt sé að kíkja í pakkann hjá ESB og sjá hvað sé í boði. Þá segir hann tal um frekara samstarf á ýmsum sviðum vera fyrirslátt. Í hernaðarmálum hafi ESB verið í tómu tjóni á meðan Ísland sé með samning við mesta hernaðarveldi mannkynssögunnar. Furðulegast segir Sigmundur þó vera að forystumenn ríkisstjórnarinnar stilli málum upp þannig að haldið verði áfram þar sem frá var horfið í viðræðum á sínum tíma. „Fallast á alla þá eftirgjöf sem Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir voru búin að samþykkja 2012, eftir að ESB og Ísland hafa gjörbreyst í millitíðinni. Þetta finnst mér undarleg nálgun en líklega til komin því þetta snýst um umbúðirnar,“ segir Sigmundur Davíð að endingu.
Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira