Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2025 18:30 Guðlaugur Þór Þórðarson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast. Hann segir forsætisráðherra ganga á bak orða sinna. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með utanríkisráðherra að beiðni nefndarmeðlima minnihlutans í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Minnihlutinn vildi meðal annars fá svör við því hvað ráðherra ræddi við forsetann. Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat fundinn, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Allar áhyggjur minnihlutans hafi verið staðfestar. „Þetta leikrit er hafið. Núverandi forsætisráðherra sagði fyrir kosningar að hún vildi ekki ræða ESB-málin því það ætti ekki að kljúfa þjóðina. Það verður gert. Þetta eru engar tilviljanir þegar kemur bæði að orðræðu og framgöngu forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þó það sé gott að fá góða gesti er það þannig að ríkisstjórnin er farin á fullt,“ segir Guðlaugur. „Þessi hræðsluáróður er hafinn og við munum sjá meira af honum núna næstu mánuði og ár. Það er mjög mikilvægt að við grípum til varna.“ Von der Leyen sagt hvað hún ætti að segja Mikið hefur verið þrætt um hvort umsókn Íslands í ESB frá 2009 sé enn í gildi eða ekki, en von der Leyen vill meina að hún sé gild, þvert á það sem minnihlutinn hér segir. „Trúðu mér. Ursula er ekki að segja að umsóknin sé enn þá gild, nema vegna þess að því hafi verið komið af af íslensku ríkisstjórninni og forystumönnum hennar,“ segir Guðlaugur. Flokkur fólksins láti allt yfir sig ganga Hann segir ljóst að Samfylking og Viðreisn standi ein að verki, en samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn, Flokkur fólksins, vill ekki ganga í sambandið. Þingmaður flokksins birti færslu um helgina þar sem hann sagði umsóknarríki ESB vera púðurtunnur sem ekki sé ráð að bindast nánari böndum. „Það er mjög áhugavert að sjá þetta hjá ríkisstjórn með Flokk fólksins innanborðs. Þeir láta nú augljóslega allt yfir sig ganga og þegar þeirra málum er hent út kenna þeir stjórnarandstöðunni um eins og aðrir stjórnarliðar. Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að flestir, ef ekki allir, hafi trúað forsætisráðherra þegar hún sagði það ekki vera skynsamlegt að fara þessa leið. Við sjáum þau lönd sem við berum okkur saman við sem eru ekki í ESB, þau eru ekki að sækja um. Meðal annars vegna þess að þau telja það ekki skynsamlegt að kljúfa sínar þjóðir,“ segir Guðlaugur. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Utanríkismálanefnd fundaði í dag með utanríkisráðherra að beiðni nefndarmeðlima minnihlutans í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Minnihlutinn vildi meðal annars fá svör við því hvað ráðherra ræddi við forsetann. Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat fundinn, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Allar áhyggjur minnihlutans hafi verið staðfestar. „Þetta leikrit er hafið. Núverandi forsætisráðherra sagði fyrir kosningar að hún vildi ekki ræða ESB-málin því það ætti ekki að kljúfa þjóðina. Það verður gert. Þetta eru engar tilviljanir þegar kemur bæði að orðræðu og framgöngu forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þó það sé gott að fá góða gesti er það þannig að ríkisstjórnin er farin á fullt,“ segir Guðlaugur. „Þessi hræðsluáróður er hafinn og við munum sjá meira af honum núna næstu mánuði og ár. Það er mjög mikilvægt að við grípum til varna.“ Von der Leyen sagt hvað hún ætti að segja Mikið hefur verið þrætt um hvort umsókn Íslands í ESB frá 2009 sé enn í gildi eða ekki, en von der Leyen vill meina að hún sé gild, þvert á það sem minnihlutinn hér segir. „Trúðu mér. Ursula er ekki að segja að umsóknin sé enn þá gild, nema vegna þess að því hafi verið komið af af íslensku ríkisstjórninni og forystumönnum hennar,“ segir Guðlaugur. Flokkur fólksins láti allt yfir sig ganga Hann segir ljóst að Samfylking og Viðreisn standi ein að verki, en samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn, Flokkur fólksins, vill ekki ganga í sambandið. Þingmaður flokksins birti færslu um helgina þar sem hann sagði umsóknarríki ESB vera púðurtunnur sem ekki sé ráð að bindast nánari böndum. „Það er mjög áhugavert að sjá þetta hjá ríkisstjórn með Flokk fólksins innanborðs. Þeir láta nú augljóslega allt yfir sig ganga og þegar þeirra málum er hent út kenna þeir stjórnarandstöðunni um eins og aðrir stjórnarliðar. Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að flestir, ef ekki allir, hafi trúað forsætisráðherra þegar hún sagði það ekki vera skynsamlegt að fara þessa leið. Við sjáum þau lönd sem við berum okkur saman við sem eru ekki í ESB, þau eru ekki að sækja um. Meðal annars vegna þess að þau telja það ekki skynsamlegt að kljúfa sínar þjóðir,“ segir Guðlaugur.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira