Leik lokið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Arnar Skúli Atlason skrifar 22. júlí 2025 20:30 Viktor Örn sá rautt í stöðunni 1-1. Eftir það áttu Blikar aldrei möguleika. EPA/Jakub Kaczmarczyk Breiðablik er svo gott sem úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir afhroð í Póllandi. Staðan var jöfn þegar Blikar misstu Viktor Örn Margeirsson af velli með rautt spjald. Í kjölfarið skoruðu heimamenn fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk. Þeir gerðu svo endanlega út um leikinn og einvígið í síðari hálfleik með þremur mörkum til viðbótar. Von bráðar verður leikurinn gerður upp í Uppgjörinu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik
Breiðablik er svo gott sem úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir afhroð í Póllandi. Staðan var jöfn þegar Blikar misstu Viktor Örn Margeirsson af velli með rautt spjald. Í kjölfarið skoruðu heimamenn fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk. Þeir gerðu svo endanlega út um leikinn og einvígið í síðari hálfleik með þremur mörkum til viðbótar. Von bráðar verður leikurinn gerður upp í Uppgjörinu.