Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júlí 2025 07:06 Trump og Gabbard hafa sakað Obama um tilraun til valdaráns. Getty Skrifstofa Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur sent út yfirlýsingu þar sem hún fordæmir harðlega ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta og undirmanna hans þess efnis að Obama hafi gerst sekur um landráð í kjölfar sigurs Trump í kosningunum 2016. „Af virðingu við forsetaembættið virðir þessi skrifstofa venjulega ekki þá stöðugu vitleysu og falsupplýsingar sem flæða úr Hvíta húsinu með svörum. En þessar ásakanir eru svo hneykslanlegar að þær kalla á svar. Þær eru fáránlegar og veik tilraun til að glepja,“ segir í yfirlýsingunni. Þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við skjal sem Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, gaf út í síðustu viku, þar sem hún sakar Obama og samstarfs menn hans um samsæri þegar þáverandi yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump á kostnað Hillary Clinton. Their goal was to usurp President Trump and subvert the will of the American people.No matter how powerful, every person involved in this conspiracy must be investigated and prosecuted to the fullest extent of the law. The integrity of our democratic republic depends on it.We… pic.twitter.com/KJ7qrmMv0k— DNI Tulsi Gabbard (@DNIGabbard) July 18, 2025 Gabbard hefur verið gagnrýnd fyrir að þvæla saman ólíkum hlutum í skýrslu sinni til að komast að fyrirfram gefinni niðurstöðu og í yfirlýsingu skrifstofu Obama segir meðal annars að ekkert í henni afsanni þá almennt samþykktu niðurstöðu að Rússar hefðu freistað þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna 2016. Þá er bent á að niðurstöðurnar hefðu verið staðfestar í skýrslu þverpólitískrar þingnefndar árið 2020, sem þá var leidd af Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra. Trump var spurður út í skýrslu Gabbard og ásakanirnar gegn Obama á blaðamannafundi, þar sem hann sagðist meðal annars sammála Gabbard að hefja þyrfti sakamálarannsókn gegn Obama. Joe Biden varaforseti, James Comey, þáverandi forstjóri Alríkislögreglunnar, og fleiri hefðu einnig komið að málum. „Það voru líka þeir en leiðtogi gengisins var Obama forseti; Barack Hussein Obama. Hafið þið heyrt um hann?“ sagði Trump. Forsetinn sagði skýrsluna sönnun þess að Obama hefði farið fyrir valdaránstilraun. „Hann er sekur. Þetta voru landráð. Þetta var allt sem þú getur ímyndað þér. Þeir reyndu að stela kosningunum. Þeir reyndu að þvæla kosningarnar. Þeir gerðu hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér.“ Þá hafði Trump eftir Gabbard að þúsundir skjala hvað þetta varðaði yrðu birt á næstunni. Bandaríkin Barack Obama Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira
„Af virðingu við forsetaembættið virðir þessi skrifstofa venjulega ekki þá stöðugu vitleysu og falsupplýsingar sem flæða úr Hvíta húsinu með svörum. En þessar ásakanir eru svo hneykslanlegar að þær kalla á svar. Þær eru fáránlegar og veik tilraun til að glepja,“ segir í yfirlýsingunni. Þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við skjal sem Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, gaf út í síðustu viku, þar sem hún sakar Obama og samstarfs menn hans um samsæri þegar þáverandi yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum vestanhafs og freistað þess að aðstoða Trump á kostnað Hillary Clinton. Their goal was to usurp President Trump and subvert the will of the American people.No matter how powerful, every person involved in this conspiracy must be investigated and prosecuted to the fullest extent of the law. The integrity of our democratic republic depends on it.We… pic.twitter.com/KJ7qrmMv0k— DNI Tulsi Gabbard (@DNIGabbard) July 18, 2025 Gabbard hefur verið gagnrýnd fyrir að þvæla saman ólíkum hlutum í skýrslu sinni til að komast að fyrirfram gefinni niðurstöðu og í yfirlýsingu skrifstofu Obama segir meðal annars að ekkert í henni afsanni þá almennt samþykktu niðurstöðu að Rússar hefðu freistað þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna 2016. Þá er bent á að niðurstöðurnar hefðu verið staðfestar í skýrslu þverpólitískrar þingnefndar árið 2020, sem þá var leidd af Marco Rubio, núverandi utanríkisráðherra. Trump var spurður út í skýrslu Gabbard og ásakanirnar gegn Obama á blaðamannafundi, þar sem hann sagðist meðal annars sammála Gabbard að hefja þyrfti sakamálarannsókn gegn Obama. Joe Biden varaforseti, James Comey, þáverandi forstjóri Alríkislögreglunnar, og fleiri hefðu einnig komið að málum. „Það voru líka þeir en leiðtogi gengisins var Obama forseti; Barack Hussein Obama. Hafið þið heyrt um hann?“ sagði Trump. Forsetinn sagði skýrsluna sönnun þess að Obama hefði farið fyrir valdaránstilraun. „Hann er sekur. Þetta voru landráð. Þetta var allt sem þú getur ímyndað þér. Þeir reyndu að stela kosningunum. Þeir reyndu að þvæla kosningarnar. Þeir gerðu hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér.“ Þá hafði Trump eftir Gabbard að þúsundir skjala hvað þetta varðaði yrðu birt á næstunni.
Bandaríkin Barack Obama Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira