Epstein mætti í brúðkaup Trumps Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 16:00 Þessi hér mynd er reyndar ekki ný og af allt öðrum viðburði. Þarna er Trump með núverandi eiginkonu sinni, Melaniu, ásamt Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell á samkomu í Mar-A-Lago árið 2000. Getty/Davidoff Studios Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993. Myndefni sem CNN hefur undir höndum staðfestir að alræmdi kynferðisafbrotamaðurinn Jeffery Epstein hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993 þegar síðarnefndi kvæntist Mörlu Maples. Að því er bandaríski miðillinn greinir frá, er þetta í fyrsta sinn sem viðurvist Epsteins í brúðkaupinu er staðfest. Brúðkaupið átti sér stað á Plaza Hotel í borginni New York, en Trump átti hótelið á tímanum og, eins og mörgum er kunnugt, lék hann einmitt smáhlutverk í senu þar í kvikmyndinni Home Alone 2. „Þú ert að grínast í mér“ Þá fann CNN einnig myndskeið frá 1999 þar sem Epstein og Trump sjást hlæja saman á viðburði á vegum Victoria's Secret. Áður hafa þeir kumpánar sést hlæja saman á filmu árið 1992 í veislu í Mar-a-Lago. Þegar blaðamenn CNN báru nýja myndefnið undir forsetann í stuttu símtali brást hann við: „Þú ert að grínast í mér.“ Forsetinn mun svo hafa bætt við að CNN væri falsfréttamiðill. Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttaflutningurinn er fordæmdur og bent á að myndskeiðin séu tekin „úr samhengi“ af fjölsóttum viðburðum. Vinabönd undir smásjá Nýlega hafði einlægt afmæliskort til Epsteins verið opinberað í fjölmiðlum sem vakti svipuð viðbrögð frá forsetanum. Samband Trumps og Epsteins hefur verið undir smásjá síðustu vikur eftir að bandaríska leyniþjónustan og dómsmálaráðuneytið gáfu skyndilega frá sér yfirlýsingar um að enginn listi væri til um viðskiptavini Epsteins, sem lést 2019. Samsæriskenningar um andlát hans hafa fengið að grassera frá því að hann lést enda þótti hann og mansalshringur hans tengjast valdamiklu fólki. Í febrúar sagði Pam Bondi dómsmálaráðherra að umræddur listi væri á skrifborðinu sínu en nú segir hún að hann sé ekki til. Trump hefur reynt að beina athygli landsmanna sinna annað og gert eins lítið úr sambandi sínu við Epstein og mögulegt er. Útspilið hefur farið illa ofan í MAGA-fylkinguna þar sem afar skiptar skoðanir eru milli manna. Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Myndefni sem CNN hefur undir höndum staðfestir að alræmdi kynferðisafbrotamaðurinn Jeffery Epstein hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993 þegar síðarnefndi kvæntist Mörlu Maples. Að því er bandaríski miðillinn greinir frá, er þetta í fyrsta sinn sem viðurvist Epsteins í brúðkaupinu er staðfest. Brúðkaupið átti sér stað á Plaza Hotel í borginni New York, en Trump átti hótelið á tímanum og, eins og mörgum er kunnugt, lék hann einmitt smáhlutverk í senu þar í kvikmyndinni Home Alone 2. „Þú ert að grínast í mér“ Þá fann CNN einnig myndskeið frá 1999 þar sem Epstein og Trump sjást hlæja saman á viðburði á vegum Victoria's Secret. Áður hafa þeir kumpánar sést hlæja saman á filmu árið 1992 í veislu í Mar-a-Lago. Þegar blaðamenn CNN báru nýja myndefnið undir forsetann í stuttu símtali brást hann við: „Þú ert að grínast í mér.“ Forsetinn mun svo hafa bætt við að CNN væri falsfréttamiðill. Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttaflutningurinn er fordæmdur og bent á að myndskeiðin séu tekin „úr samhengi“ af fjölsóttum viðburðum. Vinabönd undir smásjá Nýlega hafði einlægt afmæliskort til Epsteins verið opinberað í fjölmiðlum sem vakti svipuð viðbrögð frá forsetanum. Samband Trumps og Epsteins hefur verið undir smásjá síðustu vikur eftir að bandaríska leyniþjónustan og dómsmálaráðuneytið gáfu skyndilega frá sér yfirlýsingar um að enginn listi væri til um viðskiptavini Epsteins, sem lést 2019. Samsæriskenningar um andlát hans hafa fengið að grassera frá því að hann lést enda þótti hann og mansalshringur hans tengjast valdamiklu fólki. Í febrúar sagði Pam Bondi dómsmálaráðherra að umræddur listi væri á skrifborðinu sínu en nú segir hún að hann sé ekki til. Trump hefur reynt að beina athygli landsmanna sinna annað og gert eins lítið úr sambandi sínu við Epstein og mögulegt er. Útspilið hefur farið illa ofan í MAGA-fylkinguna þar sem afar skiptar skoðanir eru milli manna.
Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10
Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17
„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent