Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2025 14:33 Ein af hverjum fjórum þunguðum konum á Gasa er vannærð og eitt af hverjum fjórum börnum sömuleiðis. Erfitt hefur reynst að senda neyðaraðstoð inn á ströndina, þrátt fyrir fullyrðingar Ísraelsstjórnar um að engar hömlur séu á neyðaraðstoð. AP/Vísir Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ákvörðun Frakklandsforseta að viðurkenna Palestínu skipta máli en koma seint. Ísraelar hraði nú áætlunum sínum á Gasaströndinni til að ná fram markmiðum um að hreinsa Palestínumenn af svæðinu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli að viðurkenna Palestínu sem ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Frakkland verður þar með fyrsta G7 ríkið til að viðurkenna tilvist Palestínu. „Það er vissulega stórt skref en það kemur seint. Það eru í raun og veru 134 ríki sem hafa viðurkennt Palestínu og þar af eru nokkur ríki, sem eru núna í Evrópusambandinu, eins og Kýpur, Malta og Pólland sem viðurkenndu Palestínu 1988,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Eitt af hverjum fjórum börnum vannærð Macron mun í dag funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Fridrich Merz, kanslara Þýskalands, í gegnum síma vegna mannúðarástandsins sem fer síversnandi á Gasaströndinni. Hungursneyð ríkir á svæðinu og samkvæmt frönsku hjálparsamtökunum MSF er eitt af hverjum fjórum börnum og ein af hverjum fjórum þunguðum konum vannærð. Magnea segir ástandið minna á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu og Kósóvó á tíunda áratugnum. „Það er vissulega verið að stunda þjóðernishreinsanir á Vesturbakkanum og ef ekki þjóðarmorð á Gasa þá tilraun til þjóðarmorðs,“ segir Magnea. „Það var þjóðarmorð í Bosníu og það var ekki stöðvað í fjögur ár og það var stöðvað með loftárásum á Serbíu 1995. Það hefur enginn verið tilbúinn að beita vopnavaldi gegn Ísrael, nema kannski Hútar í Jemen.“ Fjármálaráðherrann kynnti áform um rivíeru Fjármálaráðherra Ísraels kynnti á fundi á þriðjudag áætlanir um hvernig gera eigi Gasa að rivíeru. Samkvæmt áætlunum á að hrekja Palestínumenn af svæðinu til afrískra landa og reisa þar ísraelska lúxusbyggð - sem yrði áfangastaður fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Ísraelsstjórn er að gefa í, það er verið að auglýsa eftir fólki til að koma og vinna við niðurrifið á Gasa þar sem á að byggja baðstrandarbæ.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49 Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20 Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli að viðurkenna Palestínu sem ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Frakkland verður þar með fyrsta G7 ríkið til að viðurkenna tilvist Palestínu. „Það er vissulega stórt skref en það kemur seint. Það eru í raun og veru 134 ríki sem hafa viðurkennt Palestínu og þar af eru nokkur ríki, sem eru núna í Evrópusambandinu, eins og Kýpur, Malta og Pólland sem viðurkenndu Palestínu 1988,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Eitt af hverjum fjórum börnum vannærð Macron mun í dag funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Fridrich Merz, kanslara Þýskalands, í gegnum síma vegna mannúðarástandsins sem fer síversnandi á Gasaströndinni. Hungursneyð ríkir á svæðinu og samkvæmt frönsku hjálparsamtökunum MSF er eitt af hverjum fjórum börnum og ein af hverjum fjórum þunguðum konum vannærð. Magnea segir ástandið minna á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu og Kósóvó á tíunda áratugnum. „Það er vissulega verið að stunda þjóðernishreinsanir á Vesturbakkanum og ef ekki þjóðarmorð á Gasa þá tilraun til þjóðarmorðs,“ segir Magnea. „Það var þjóðarmorð í Bosníu og það var ekki stöðvað í fjögur ár og það var stöðvað með loftárásum á Serbíu 1995. Það hefur enginn verið tilbúinn að beita vopnavaldi gegn Ísrael, nema kannski Hútar í Jemen.“ Fjármálaráðherrann kynnti áform um rivíeru Fjármálaráðherra Ísraels kynnti á fundi á þriðjudag áætlanir um hvernig gera eigi Gasa að rivíeru. Samkvæmt áætlunum á að hrekja Palestínumenn af svæðinu til afrískra landa og reisa þar ísraelska lúxusbyggð - sem yrði áfangastaður fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Ísraelsstjórn er að gefa í, það er verið að auglýsa eftir fólki til að koma og vinna við niðurrifið á Gasa þar sem á að byggja baðstrandarbæ.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49 Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20 Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49
Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20
Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51