„Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júlí 2025 16:57 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz, kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Samsett/EPA Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. Þau „hvetja alla aðila til að binda enda á átökin með því að semja um tafarlaust vopnahlé“ og eftir „skilyrðislausri frelsun allra gísla,“ samkvæmt umfjöllun BBC. „Grundvallarþörfum almennra borgara, þar á meðal vatn og matur, verður að mæta án frekari tafa,“ segir í yfirlýsingunni. Mikil hungursneyð er á Gasaströndinni en einungis um fimmtíu vörubílar með neyðaraðstoð fá að koma inn á svæðið á dag. Talið er að til þess að mæta þörfum íbúanna þurfi sex hundruð slíka á hverjum degi. Ísraelski herinn sagði að erlendir aðilar mættu koma nauðsynjavörum til landsins með fallhlífaaðflutningi. Vandinn við slíkar aðferðir er að þær geta valdið miklu öngþveiti þegar maturinn lendir á jörðu niðri og fólk þyrpist að til að fá eitthvað matarkyns. Þá virkar fallhlífarnar ekki alltaf og hrapa sendingarnar niður. Þá segja fulltrúar Jórdaníu að þeir bíði enn eftir leyfi til að senda neyðaraðstoðina af stað. Bretarnir, Þjóðverarnir og Frakkarnir hvetja Ísraela að „leyfa Sameinuðu þjóðunum og mannúðarstofnunum tafarlaust að vinna störf sín til að grípa til aðgerða gegn hungri. Ísrael verður að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Hvorki Ísrael né Hamas skuli vera á Gasa „Afvopnun Hamas er nauðsynleg og Hamas má ekki gegna neinu hlutverki í framtíð Gasa,“ segir í yfirlýsingunni. „Ógnanir um innlimun, landnemabyggðir og ofbeldisverk gegn Palestínumönnum grafa undan möguleikum á samningaviðræðum um tveggja ríkja lausn.“ Vert er að taka fram að Ísraelsþing samþykktu fyrr í vikunni þingsályktunartillögu þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkanna. Yfirvöld landanna þriggja hyggjast þá vinna að áætlun fyrir framtíð Gasa þar sem bæði Ísraelsher og Hamas myndu yfirgefa svæðið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Frakkland Bretland Þýskaland Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Þau „hvetja alla aðila til að binda enda á átökin með því að semja um tafarlaust vopnahlé“ og eftir „skilyrðislausri frelsun allra gísla,“ samkvæmt umfjöllun BBC. „Grundvallarþörfum almennra borgara, þar á meðal vatn og matur, verður að mæta án frekari tafa,“ segir í yfirlýsingunni. Mikil hungursneyð er á Gasaströndinni en einungis um fimmtíu vörubílar með neyðaraðstoð fá að koma inn á svæðið á dag. Talið er að til þess að mæta þörfum íbúanna þurfi sex hundruð slíka á hverjum degi. Ísraelski herinn sagði að erlendir aðilar mættu koma nauðsynjavörum til landsins með fallhlífaaðflutningi. Vandinn við slíkar aðferðir er að þær geta valdið miklu öngþveiti þegar maturinn lendir á jörðu niðri og fólk þyrpist að til að fá eitthvað matarkyns. Þá virkar fallhlífarnar ekki alltaf og hrapa sendingarnar niður. Þá segja fulltrúar Jórdaníu að þeir bíði enn eftir leyfi til að senda neyðaraðstoðina af stað. Bretarnir, Þjóðverarnir og Frakkarnir hvetja Ísraela að „leyfa Sameinuðu þjóðunum og mannúðarstofnunum tafarlaust að vinna störf sín til að grípa til aðgerða gegn hungri. Ísrael verður að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.“ Hvorki Ísrael né Hamas skuli vera á Gasa „Afvopnun Hamas er nauðsynleg og Hamas má ekki gegna neinu hlutverki í framtíð Gasa,“ segir í yfirlýsingunni. „Ógnanir um innlimun, landnemabyggðir og ofbeldisverk gegn Palestínumönnum grafa undan möguleikum á samningaviðræðum um tveggja ríkja lausn.“ Vert er að taka fram að Ísraelsþing samþykktu fyrr í vikunni þingsályktunartillögu þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkanna. Yfirvöld landanna þriggja hyggjast þá vinna að áætlun fyrir framtíð Gasa þar sem bæði Ísraelsher og Hamas myndu yfirgefa svæðið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Frakkland Bretland Þýskaland Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira