Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2025 12:05 Drusluteymið í varningi með tilvitnunum í Ólöfu Töru Harðardóttur. Slíkur varningur verður til sölu á viðburðinum. Ágóði sölunnar rennur í minningarsjóð Ólafar Töru. Druslugangan Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn í dag. Skipuleggjendur segjast finna fyrir meiri samstöðu vegna göngunnar í ár en áður. Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður að Austurvelli klukkan tvö í dag. Gangan er að sögn Lísu Margrétar Gunnarsdóttur eins skipuleggjenda Druslugöngunnar kröfuganga og samstöðufundur með þolendum kynferðisofbeldis. „Við erum í raun að mótmæla því að það sé jafn algengt og það er í samfélaginu. Í ár erum við ekki bara að ganga fyrir þolendur kynferðisofbeldis heldur erum við að ganga fyrir þau sem hafa ekki lifað af afleiðingar ofbeldisins sem þau urðu fyrir. Og þá sérstaklega í minningu Ólafar Töru,“ segir Lísa. Ólöf Tara Harðardóttir var baráttukona gegn kynferðisofbeldi sem lét lífið í janúar á þessu ári. Gengið verður til heiðurs Ólöfu og systur hennar munu flytja ávarp að göngu lokinni. Þá verður varningur með tilvitnunum í hana seldur. „Við verðum með mínútu þögn á Austurvelli og eftir að við minnumst hennar ætlum við ekki bara að mætast í sorginni heldur líka að mætast í von.“ Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks mun leika listir sínar, þar á meðal Boob sweat gang, Gugusar og Páll Óskar, sem leiðir hópsöng á laginu Áfram stelpur, uppáhalds lagi Ólafar Töru heitinnar. Skiptar skoðanir í fyrra Lísa segir skipuleggjendur göngunnar finna fyrir miklum meðbyr að þessu sinni. „Það voru skiptar skoðanir í fyrra en í ár finnum við ótrúlega mikla samstöðu,“ segir Lísa. Hún skynjar breytingar í viðhorfum ungra pilta gagnvart málstaðnum. „Það kom mjög skemmtilega á óvart þegar við vorum að kynna Druslugönguna í Kringlunni, hvað það voru margir ungir strákar sem höfðu ekki heyrt um gönguna en höfðu mikinn áhuga þegar þeir vissu um hvað hún snerist,“ segir Lísa. Hún segir suma hafa komið að máli við sig og sagt að þeim þætti nafnið, Druslugangan, stuðandi. „Sumir spyrja: Af hverju eruð þið að kalla ykkur druslur? En pælingin með nafninu er að þau sem verða fyrir ofbeldi erum stundum gerð sek fyrir að hafa klætt sig eða hagað sér eins og druslur. Þannig að pælingin er sú að ef eitt okkar er smættað niður í það að vera kallað drusla og hafi átt skilið að verða fyrir ofbeldi, þá erum við það öll.“ Druslugangan Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður að Austurvelli klukkan tvö í dag. Gangan er að sögn Lísu Margrétar Gunnarsdóttur eins skipuleggjenda Druslugöngunnar kröfuganga og samstöðufundur með þolendum kynferðisofbeldis. „Við erum í raun að mótmæla því að það sé jafn algengt og það er í samfélaginu. Í ár erum við ekki bara að ganga fyrir þolendur kynferðisofbeldis heldur erum við að ganga fyrir þau sem hafa ekki lifað af afleiðingar ofbeldisins sem þau urðu fyrir. Og þá sérstaklega í minningu Ólafar Töru,“ segir Lísa. Ólöf Tara Harðardóttir var baráttukona gegn kynferðisofbeldi sem lét lífið í janúar á þessu ári. Gengið verður til heiðurs Ólöfu og systur hennar munu flytja ávarp að göngu lokinni. Þá verður varningur með tilvitnunum í hana seldur. „Við verðum með mínútu þögn á Austurvelli og eftir að við minnumst hennar ætlum við ekki bara að mætast í sorginni heldur líka að mætast í von.“ Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks mun leika listir sínar, þar á meðal Boob sweat gang, Gugusar og Páll Óskar, sem leiðir hópsöng á laginu Áfram stelpur, uppáhalds lagi Ólafar Töru heitinnar. Skiptar skoðanir í fyrra Lísa segir skipuleggjendur göngunnar finna fyrir miklum meðbyr að þessu sinni. „Það voru skiptar skoðanir í fyrra en í ár finnum við ótrúlega mikla samstöðu,“ segir Lísa. Hún skynjar breytingar í viðhorfum ungra pilta gagnvart málstaðnum. „Það kom mjög skemmtilega á óvart þegar við vorum að kynna Druslugönguna í Kringlunni, hvað það voru margir ungir strákar sem höfðu ekki heyrt um gönguna en höfðu mikinn áhuga þegar þeir vissu um hvað hún snerist,“ segir Lísa. Hún segir suma hafa komið að máli við sig og sagt að þeim þætti nafnið, Druslugangan, stuðandi. „Sumir spyrja: Af hverju eruð þið að kalla ykkur druslur? En pælingin með nafninu er að þau sem verða fyrir ofbeldi erum stundum gerð sek fyrir að hafa klætt sig eða hagað sér eins og druslur. Þannig að pælingin er sú að ef eitt okkar er smættað niður í það að vera kallað drusla og hafi átt skilið að verða fyrir ofbeldi, þá erum við það öll.“
Druslugangan Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira