Innlent

Á­hyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífl­djarfir ferða­menn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Bæjarráð Akraness og sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar lýsa yfir þungum áhyggjum vegna áforma Evrópusambandsins um álagningu tolla á kísiljárn frá Íslandi. Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta fyrirtæki svæðisins, Elkem á Grundartanga.

Rætt verður við utanríkisráðherra um málið í kvöldfréttum Sýnar, auk þess sem bæjarstjóri Akraness kemur í myndver og fer yfir áhyggjur sínar.

Kafað verður ofan í stórfelldan olíuþjófnað sem hefur viðgengist síðustu mánuði, en olíuþjófur var gripinn glóðvolgur í Bústaðahverfi í nótt. Við kynnum okkur einnig aðgengi að eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina. Flestir haga sér vel, en sumir aka þó utan vega og ganga út á nýtt hraun, sem er stórhættulegt.

Við segjum frá stöðunni í suðaustur-Asíu, þar sem vopnahlé komst á milli Taílands og Kambódíu, og kynnum okkur framtíðarhorfur í gervigreind, en sérfræðingur segir ekki langt í að háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku muni líta dagsins ljós.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Sýnar í opinni dagskrá á Sýn, Vísi og Bylgjunni á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×