„Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júlí 2025 23:18 Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns. Vísir/Bjarni Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. Þrátt fyrir að áhugi Íslendinga á gosinu við Sundhnúksgígaröðina virðist takmarkaður streyma ferðamenn þangað í stórum stíl dagsdaglega. „Í raun og veru hefur þetta gengið ótrúlega vel. Flestir mjög spenntir að sjá þetta. Þetta er öðruvísi upplifun en í fyrri gosum sem voru í Covid. Þá voru þetta mest Íslendingar sem voru að koma, núna eru þetta útlendingar. Þeim finnst þetta miklu meiri upplifun en Íslendingnum, hann er orðinn vanur þessu,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns. Landeigendur þar sem P1-bílastæðið svokallaða er, hafa lagt veg að gosstöðvunum en einungis bílar viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia er heimilt að aka hann. Þá fara flest allir þeirra sem ganga að eldgosinu eftir veginum. Flestir virða akstursbannið en ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið. „Frá því ég var með afa gamla á rúntinum, það er alltaf einhver sem telur sig hafa rétt á því að fara þangað sem hann vill á fjórhjóli eða buggy. Það er alltaf þannig, það breytist örugglega ekki. En maður er að reyna að höfða til fólks, tala rólega við það en það gengur misvel, það er eins og það er,“ segir Sigurður. Undursamleg sýn Þegar fréttastofu bar að garði um hádegisbilið í dag voru um fjögur hundruð ökutæki á svæðinu. Sigurður segir að á mestu háannadögunum komi um fimm þúsund manns á svæðið. Við ræddum við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir til baka úr göngu. „Þetta er algjörlega frábært. Slíkt tækifæri gefst aðeins einu sinni á ævinni,“ segir Greg frá Ástralíu. „Undursamlegt. Við hjónin sátum í brekkunni í um fimmtíu mínútur, horfðum á gosið og tókum myndir.“ Greg frá Ástralíu.Vísir/Bjarni „Þetta var rosalegt. Maður sá þetta allt saman,“ segir Parker og afi hans frá Ohio í Bandaríkjunum. Þið sögðuð að gangan til baka hafi verið löng. Voruð þið þreyttir? „Já, mjög þreyttir og á móti vindi. Það er ekki sanngjarnt. Maður á að hafa vindinn í bakið báðar leiðir,“ svöruðu þeir glettnir. Parker og afi hans. Vísir/Bjarni „Þetta var mjög fallegt. Ég sá fallega glóandi hraunið renna frá eldfjallinu og hraunið í allri sinni dýrð,“ segir Nathan frá Frakklandi. Nathan frá Frakklandi.Vísir/Bjarni Vont ef einhver slasast Þrátt fyrir að flestir ferðamanna hagi sér, eru einhverjir sem hætta sér út á nýtt hraun til að fá betra útsýni. „Þetta er auðvitað stórhættulegt. Það er verið að reyna að biðla til fólks að vera ekki að slasa sig. Við erum bara að hugsa um öryggi fólks. Það væri það versta sem gæti gerst, ef einhver myndi stórslasast og það þyrfti að loka svæðinu,“ segir Sigurður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Þrátt fyrir að áhugi Íslendinga á gosinu við Sundhnúksgígaröðina virðist takmarkaður streyma ferðamenn þangað í stórum stíl dagsdaglega. „Í raun og veru hefur þetta gengið ótrúlega vel. Flestir mjög spenntir að sjá þetta. Þetta er öðruvísi upplifun en í fyrri gosum sem voru í Covid. Þá voru þetta mest Íslendingar sem voru að koma, núna eru þetta útlendingar. Þeim finnst þetta miklu meiri upplifun en Íslendingnum, hann er orðinn vanur þessu,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns. Landeigendur þar sem P1-bílastæðið svokallaða er, hafa lagt veg að gosstöðvunum en einungis bílar viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia er heimilt að aka hann. Þá fara flest allir þeirra sem ganga að eldgosinu eftir veginum. Flestir virða akstursbannið en ekki eru allir sáttir með fyrirkomulagið. „Frá því ég var með afa gamla á rúntinum, það er alltaf einhver sem telur sig hafa rétt á því að fara þangað sem hann vill á fjórhjóli eða buggy. Það er alltaf þannig, það breytist örugglega ekki. En maður er að reyna að höfða til fólks, tala rólega við það en það gengur misvel, það er eins og það er,“ segir Sigurður. Undursamleg sýn Þegar fréttastofu bar að garði um hádegisbilið í dag voru um fjögur hundruð ökutæki á svæðinu. Sigurður segir að á mestu háannadögunum komi um fimm þúsund manns á svæðið. Við ræddum við nokkra ferðamenn sem voru nýkomnir til baka úr göngu. „Þetta er algjörlega frábært. Slíkt tækifæri gefst aðeins einu sinni á ævinni,“ segir Greg frá Ástralíu. „Undursamlegt. Við hjónin sátum í brekkunni í um fimmtíu mínútur, horfðum á gosið og tókum myndir.“ Greg frá Ástralíu.Vísir/Bjarni „Þetta var rosalegt. Maður sá þetta allt saman,“ segir Parker og afi hans frá Ohio í Bandaríkjunum. Þið sögðuð að gangan til baka hafi verið löng. Voruð þið þreyttir? „Já, mjög þreyttir og á móti vindi. Það er ekki sanngjarnt. Maður á að hafa vindinn í bakið báðar leiðir,“ svöruðu þeir glettnir. Parker og afi hans. Vísir/Bjarni „Þetta var mjög fallegt. Ég sá fallega glóandi hraunið renna frá eldfjallinu og hraunið í allri sinni dýrð,“ segir Nathan frá Frakklandi. Nathan frá Frakklandi.Vísir/Bjarni Vont ef einhver slasast Þrátt fyrir að flestir ferðamanna hagi sér, eru einhverjir sem hætta sér út á nýtt hraun til að fá betra útsýni. „Þetta er auðvitað stórhættulegt. Það er verið að reyna að biðla til fólks að vera ekki að slasa sig. Við erum bara að hugsa um öryggi fólks. Það væri það versta sem gæti gerst, ef einhver myndi stórslasast og það þyrfti að loka svæðinu,“ segir Sigurður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Utanvegaakstur Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira