Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2025 11:02 Sean „Diddy“ Combs virtist ánægður með niðurstöðu kviðdómenda í upphafi júlí. AP/Elizabeth Williams Sean Combs, sem er ef til vill betur þekktur undir listamannsnafninu Diddy, hefur farið fram á það við dómara að honum verði sleppt úr haldi fram að dómsuppkvaðningu. Hann myndi greiða fimmtíu milljónir dala í tryggingu en hann var í upphafi mánaðarins sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm í mansalsmáli gegn honum. Combs var sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm en hann var sýknaður af alvarlegustu ákærunum fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal. Sjá einnig: Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Combs hefur ítrekað farið fram á að honum verði sleppt úr haldi. Dómari hafnaði kröfu síðast þann 2. júlí, daginn sem Combs var sakfelldur, og sagði að fortíð hans og það að hann hafi beitt heimilisofbeldi gegnum tíðina sýndi að hann gæti verið hættulegur. Lögmaður Combs, sem lagt hefur fram nýja kröfu um að honum verði sleppt, segir aðstæður í fangelsinu sem hann situr í í Broooklyn, séu hættulegar og að aðrir menn sem sakfelldir hafi verið fyrir sambærileg brot hafi fengið að ganga lausir gegn tryggingu fyrir dómsuppkvaðningu, samkvæmt frétt New York Times. Áður hafði lögmaður Combs lagt til milljón dala tryggingargreiðslu en nú hefur hann stungið upp á fimmtíu milljónum. Sjá einnig: Combs áfram í gæsluvarðhaldi Dómsuppkvaðningin á að fara fram þann 3. október næstkomandi. Þá samsvara fimmtíu milljónir dala um sex milljörðum króna. Combs myndi leggja glæsihýsi sitt í Miami fram sem tryggingu. Sagður hafa íhugað að náða Combs Hefði Combs verið sakfelldur í alvarlegustu ákæruliðunum hefði hann staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi. Nú stendur hann frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist en hann fagnaði í dómsal þegar niðurstaða kviðdómenda varð ljós. Combs hefur setið í varðhaldi frá því hann var handtekinn í september í fyrra. Deadline hefur eftir heimildarmanni úr ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að innan veggja Hvíta húsins hafi verið íhugað hvort Trump myndi náða Combs fyrir dómsuppkvaðninguna. Um tveir mánuðir eru síðan Trump sagði fyrst að það kæmi til greina. Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Diddy ætlar ekki að bera vitni Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. 25. júní 2025 08:40 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. 19. maí 2025 23:38 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Combs var sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm en hann var sýknaður af alvarlegustu ákærunum fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal. Sjá einnig: Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Combs hefur ítrekað farið fram á að honum verði sleppt úr haldi. Dómari hafnaði kröfu síðast þann 2. júlí, daginn sem Combs var sakfelldur, og sagði að fortíð hans og það að hann hafi beitt heimilisofbeldi gegnum tíðina sýndi að hann gæti verið hættulegur. Lögmaður Combs, sem lagt hefur fram nýja kröfu um að honum verði sleppt, segir aðstæður í fangelsinu sem hann situr í í Broooklyn, séu hættulegar og að aðrir menn sem sakfelldir hafi verið fyrir sambærileg brot hafi fengið að ganga lausir gegn tryggingu fyrir dómsuppkvaðningu, samkvæmt frétt New York Times. Áður hafði lögmaður Combs lagt til milljón dala tryggingargreiðslu en nú hefur hann stungið upp á fimmtíu milljónum. Sjá einnig: Combs áfram í gæsluvarðhaldi Dómsuppkvaðningin á að fara fram þann 3. október næstkomandi. Þá samsvara fimmtíu milljónir dala um sex milljörðum króna. Combs myndi leggja glæsihýsi sitt í Miami fram sem tryggingu. Sagður hafa íhugað að náða Combs Hefði Combs verið sakfelldur í alvarlegustu ákæruliðunum hefði hann staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi. Nú stendur hann frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist en hann fagnaði í dómsal þegar niðurstaða kviðdómenda varð ljós. Combs hefur setið í varðhaldi frá því hann var handtekinn í september í fyrra. Deadline hefur eftir heimildarmanni úr ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að innan veggja Hvíta húsins hafi verið íhugað hvort Trump myndi náða Combs fyrir dómsuppkvaðninguna. Um tveir mánuðir eru síðan Trump sagði fyrst að það kæmi til greina.
Bandaríkin Erlend sakamál Mál Sean „Diddy“ Combs Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Diddy ætlar ekki að bera vitni Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. 25. júní 2025 08:40 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. 19. maí 2025 23:38 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46
Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09
Diddy ætlar ekki að bera vitni Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. 25. júní 2025 08:40
Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01
Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma. 19. maí 2025 23:38