Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2025 13:00 Jenný Kristín Valberg segir ljóst að tíðni ofbeldis gegn eldri borgurum sé mun meira en gögn bendi til. Vísir/Ívar Fannar Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. Í kvöldfréttum Sýnar í gær kom fram að kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni sé sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Fram kom að Neyðarlínunni hafi borist símtal að morgni föstudagsins 11. apríl frá heimilinu í Súlunesi í Garðabæ. Þar hafði hinn 80 ára gamli faðir misst meðvitund að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru þurfti maðurinn að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina og þá var eiginkona hans jafnframt fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Auk þess þurfti faðirinn nokkrum dögum fyrir árásina að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sökum árásar dótturinnar. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir slíkt heimilisofbeldi gegn eldri borgurum vera það ofbeldi sem erfiðast er að varpa ljósi á. „Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að það er miklu meira um þessi brot heldur en þær tilkynningar sem verða og erlend rannsókn sem ég fletti upp núna segir að það sé talið að einn af hverjum sex einstaklingum eldri en sextíu ára hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni og fólk sem er eldra en sextíu ára er líklegra að verða fyrir ofbeldi af hendi skyldra eða tengdra aðila.“ Ólík viðhorf Eldri brotaþolar séu líklegri til að búa með gerendum sínum og ólíklegri til að fara frá þeim þar sem þeir þurfi að treysta á þá varðandi umönnun og annað. Jenný segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé duglegt að spyrja möguleg fórnarlömb heimilisofbeldis spurninga og vera tilbúin til að hlusta og veita ráðgjöf. Ýmsar ástæður séu fyrir því að foreldrar greini ekki frá ofbeldi barna sinna. „Svo er auðvitað viðhorf, hvað er ofbeldi? Það eru mismunandi skilgreiningar á milli kynslóða hvað er ofbeldi og auðvitað skömm. Svo er mjög erfitt ef til dæmis börn eru gerendur, uppkomin börn þolenda, að þolendur upplifa skömm; já þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Lögreglumál Heimilisofbeldi Grunuð um manndráp við Súlunes Eldri borgarar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær kom fram að kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni sé sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Fram kom að Neyðarlínunni hafi borist símtal að morgni föstudagsins 11. apríl frá heimilinu í Súlunesi í Garðabæ. Þar hafði hinn 80 ára gamli faðir misst meðvitund að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru þurfti maðurinn að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina og þá var eiginkona hans jafnframt fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Auk þess þurfti faðirinn nokkrum dögum fyrir árásina að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sökum árásar dótturinnar. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir slíkt heimilisofbeldi gegn eldri borgurum vera það ofbeldi sem erfiðast er að varpa ljósi á. „Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að það er miklu meira um þessi brot heldur en þær tilkynningar sem verða og erlend rannsókn sem ég fletti upp núna segir að það sé talið að einn af hverjum sex einstaklingum eldri en sextíu ára hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni og fólk sem er eldra en sextíu ára er líklegra að verða fyrir ofbeldi af hendi skyldra eða tengdra aðila.“ Ólík viðhorf Eldri brotaþolar séu líklegri til að búa með gerendum sínum og ólíklegri til að fara frá þeim þar sem þeir þurfi að treysta á þá varðandi umönnun og annað. Jenný segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé duglegt að spyrja möguleg fórnarlömb heimilisofbeldis spurninga og vera tilbúin til að hlusta og veita ráðgjöf. Ýmsar ástæður séu fyrir því að foreldrar greini ekki frá ofbeldi barna sinna. „Svo er auðvitað viðhorf, hvað er ofbeldi? Það eru mismunandi skilgreiningar á milli kynslóða hvað er ofbeldi og auðvitað skömm. Svo er mjög erfitt ef til dæmis börn eru gerendur, uppkomin börn þolenda, að þolendur upplifa skömm; já þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“
Lögreglumál Heimilisofbeldi Grunuð um manndráp við Súlunes Eldri borgarar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira