Innlent

Ferða­maður lést við Breiða­merkur­sand

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
kerti

Einstaklingur sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrir fyrr í dag er látinn. Hann var ferðamaður á áttræðisaldri.

Greint hafði verið frá því að þyrlan hefði verið kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi en mbl.is greinir frá andláti ferðamannsins. Þar segir að endurlífgunartilraunir á vettvangi hafi verið gerðar á vettvangi en að þær hafi ekki borið árangur.

Samkvæmt umfjöllun mbl.is er ekki grunur um saknæmt athæfi heldur hafi maðurinn hnigið niður á bílastæði.

Dánarorsök liggur ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×