Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 12:59 María Eldey Kristínardóttir er Íslandsmeistari kvenna í frisbígolfi. Marika Salmi Heimsmeistaramótið í frisbígolfi stendur yfir í Finnlandi um helgina. Ísland á fulltrúa í bæði kvenna- og karlaflokki, sem spila meðal færustu frisbígolfara heims á mótinu. María Eldey Kristínardóttir tekur þátt á mótinu og hefur hingað til gengið prýðisvel. Hún stendur í 26. sæti af 88 keppendum. Með henni er Ellert Georgsson, sem varð ásamt Maríu Íslandsmeistari í frisbígolfi í fyrra. Einungis fimm ár eru síðan María prófaði frisbígolf í fyrsta skipti. Sex vikum síðar byrjaði hún að keppa í íþróttinni og hefur verið óstöðvandi síðan. Hún hefur áður keppt í frisbígolfi erlendis, meðal annars í Noregi og Eistlandi. Hún hefur lokið þremur umferðum af fimm á mótinu og var færð úr neðri deild yfir í þá efri eftir gott gengi í umferð gærdagsins, þar sem hún náði næstbestum árangri í deildinni. „Ég er að spila töluvert betur hér en venjulega. Miðað við þá reitingu, sem er svipað og forgjöf, sem ég er með, þá er ég að ná þriðja besta árangri á mótinu. Sem sagt þriðja mest yfir,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þá sé hún í þriðja sæti yfir flestar holur undir pari á mótinu. Daginn fyrir heimsmeistaramótið var haldin sérstök lengdarkeppni þar sem einfaldlega var keppt um hver gæti kastað lengst. María segir frá góðum árangri í þeirri keppni. „Í undanúrslitunum kastaði ég lengsta kastinu og í úrslitunum lenti ég í öðru sæti, þannig að ég rétt missti af því.“ Heimsmeistaramótið er í fyrsta sinn haldið utan Norður-Ameríku, og fer fram á Finnlandi að þessu sinni. Annars vegar er keppt á opnum velli þar sem refsistig eru auðkeypt og hins vegar á þéttum skógarvelli. María segir mikla stemningu meðal keppenda fyrir að íþróttin sé að teygja sig út fyrir Norður-Ameríku. Sem fyrr segir er einvalalið frisbígolfspilara á heimsmælikvarða þátt í mótinu. „Það er enginn í topp þrjátíu eða fjörutíu í heiminum sem vantar á þetta mót,“ segir María. Frisbígolf Noregur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
María Eldey Kristínardóttir tekur þátt á mótinu og hefur hingað til gengið prýðisvel. Hún stendur í 26. sæti af 88 keppendum. Með henni er Ellert Georgsson, sem varð ásamt Maríu Íslandsmeistari í frisbígolfi í fyrra. Einungis fimm ár eru síðan María prófaði frisbígolf í fyrsta skipti. Sex vikum síðar byrjaði hún að keppa í íþróttinni og hefur verið óstöðvandi síðan. Hún hefur áður keppt í frisbígolfi erlendis, meðal annars í Noregi og Eistlandi. Hún hefur lokið þremur umferðum af fimm á mótinu og var færð úr neðri deild yfir í þá efri eftir gott gengi í umferð gærdagsins, þar sem hún náði næstbestum árangri í deildinni. „Ég er að spila töluvert betur hér en venjulega. Miðað við þá reitingu, sem er svipað og forgjöf, sem ég er með, þá er ég að ná þriðja besta árangri á mótinu. Sem sagt þriðja mest yfir,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þá sé hún í þriðja sæti yfir flestar holur undir pari á mótinu. Daginn fyrir heimsmeistaramótið var haldin sérstök lengdarkeppni þar sem einfaldlega var keppt um hver gæti kastað lengst. María segir frá góðum árangri í þeirri keppni. „Í undanúrslitunum kastaði ég lengsta kastinu og í úrslitunum lenti ég í öðru sæti, þannig að ég rétt missti af því.“ Heimsmeistaramótið er í fyrsta sinn haldið utan Norður-Ameríku, og fer fram á Finnlandi að þessu sinni. Annars vegar er keppt á opnum velli þar sem refsistig eru auðkeypt og hins vegar á þéttum skógarvelli. María segir mikla stemningu meðal keppenda fyrir að íþróttin sé að teygja sig út fyrir Norður-Ameríku. Sem fyrr segir er einvalalið frisbígolfspilara á heimsmælikvarða þátt í mótinu. „Það er enginn í topp þrjátíu eða fjörutíu í heiminum sem vantar á þetta mót,“ segir María.
Frisbígolf Noregur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira