Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 17:54 Maðurinn ók eins og brjálæðingur um Keflavíkurflugvöll og Reykjanesbraut en lögregla gat ekki sannað að hann væri svo veikur að geði að það þyrfti að vista hann lengur í varðhaldi. Vísir/Vilhelm Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél. Gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms Reykjaness var í dag ógiltur af Landsrétti í máli manns sem er sakaður um stórfelldan ofsaakstur 20. júlí sem greint var frá á sínum tíma. Nafn mannsins, aldur eða þjóðerni er ekki tilgreint í dómnum. Lögregla grunar manninn um að hafa klifrað yfir öryggishlið við Keflavíkurflugvöll, stolið bifreið sem lögð var við flugturn og ekið henni yfir flugbrautir í notkun. Svo ók hann út af haftasvæði út í almenna umferð eftir að hafa reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél, að sögn lögreglu. Hann er sakaður um að hafa ekið bílnum á Reykjanesbraut á allt að 189 km/klst hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Talsverð umferð var meðan á eftirförinni stóð, segir í greinargerð lögreglu, en á endanum stöðvaði ökumaðurinn bílinn þegar hann nálgaðist afleggjarann að Grindavík. Hann fékk þá fyrirmæli um að fara úr bifreiðinni og var hann handtekinn á staðnum. Skýrsla hefur verið tekin af varnaraðila. Ekki nóg með það, heldur segir lögreglan að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna með reipi um hálsinn við handtöku.. „Hann var sjáanlega undir áhrifum fíkniefna en hann var mjög þurr í munni og sjáöldur hans samandregin. Við öryggisleit fannst smelluláspoki með óþekktu hvítu efni í vinstri buxnavasa, ætluðu kókaíni.“ Í dómi héraðsdóms segir að hann hafi sögu um andleg veikindi og vímuefnaneyslu. Lögregla hafi aflað nokkurra dómsúrskurða til að framkvæma rannsóknaraðgerðir er lúta að efnisinnihaldi farsíma varnaraðila, upplýsingum um fjarskiptasamskipti og bankaupplýsingum hans. Framkvæmd hefur verið húsleit í herbergi varnaraðila, að sögn lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness var aftur á móti felldur úr gildi í dag af Landsrétti með vísan til þess að ekki liggi fyrir gögn um geðhagi varnaraðila né áhættumat lögreglu. Matsmaður var dómkvaddur en matsgerð liggur ekki fyrir. Því þykir Landsrétti gæsluvarðhald ekki vera nauðsynlegt, þar sem sóknaraðili hafi ekki fært fram fullnægjandi rök til stuðnings því. Hann gengur því laus. Isavia Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms Reykjaness var í dag ógiltur af Landsrétti í máli manns sem er sakaður um stórfelldan ofsaakstur 20. júlí sem greint var frá á sínum tíma. Nafn mannsins, aldur eða þjóðerni er ekki tilgreint í dómnum. Lögregla grunar manninn um að hafa klifrað yfir öryggishlið við Keflavíkurflugvöll, stolið bifreið sem lögð var við flugturn og ekið henni yfir flugbrautir í notkun. Svo ók hann út af haftasvæði út í almenna umferð eftir að hafa reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél, að sögn lögreglu. Hann er sakaður um að hafa ekið bílnum á Reykjanesbraut á allt að 189 km/klst hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Talsverð umferð var meðan á eftirförinni stóð, segir í greinargerð lögreglu, en á endanum stöðvaði ökumaðurinn bílinn þegar hann nálgaðist afleggjarann að Grindavík. Hann fékk þá fyrirmæli um að fara úr bifreiðinni og var hann handtekinn á staðnum. Skýrsla hefur verið tekin af varnaraðila. Ekki nóg með það, heldur segir lögreglan að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna með reipi um hálsinn við handtöku.. „Hann var sjáanlega undir áhrifum fíkniefna en hann var mjög þurr í munni og sjáöldur hans samandregin. Við öryggisleit fannst smelluláspoki með óþekktu hvítu efni í vinstri buxnavasa, ætluðu kókaíni.“ Í dómi héraðsdóms segir að hann hafi sögu um andleg veikindi og vímuefnaneyslu. Lögregla hafi aflað nokkurra dómsúrskurða til að framkvæma rannsóknaraðgerðir er lúta að efnisinnihaldi farsíma varnaraðila, upplýsingum um fjarskiptasamskipti og bankaupplýsingum hans. Framkvæmd hefur verið húsleit í herbergi varnaraðila, að sögn lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness var aftur á móti felldur úr gildi í dag af Landsrétti með vísan til þess að ekki liggi fyrir gögn um geðhagi varnaraðila né áhættumat lögreglu. Matsmaður var dómkvaddur en matsgerð liggur ekki fyrir. Því þykir Landsrétti gæsluvarðhald ekki vera nauðsynlegt, þar sem sóknaraðili hafi ekki fært fram fullnægjandi rök til stuðnings því. Hann gengur því laus.
Isavia Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira