Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 17:54 Maðurinn ók eins og brjálæðingur um Keflavíkurflugvöll og Reykjanesbraut en lögregla gat ekki sannað að hann væri svo veikur að geði að það þyrfti að vista hann lengur í varðhaldi. Vísir/Vilhelm Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél. Gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms Reykjaness var í dag ógiltur af Landsrétti í máli manns sem er sakaður um stórfelldan ofsaakstur 20. júlí sem greint var frá á sínum tíma. Nafn mannsins, aldur eða þjóðerni er ekki tilgreint í dómnum. Lögregla grunar manninn um að hafa klifrað yfir öryggishlið við Keflavíkurflugvöll, stolið bifreið sem lögð var við flugturn og ekið henni yfir flugbrautir í notkun. Svo ók hann út af haftasvæði út í almenna umferð eftir að hafa reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél, að sögn lögreglu. Hann er sakaður um að hafa ekið bílnum á Reykjanesbraut á allt að 189 km/klst hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Talsverð umferð var meðan á eftirförinni stóð, segir í greinargerð lögreglu, en á endanum stöðvaði ökumaðurinn bílinn þegar hann nálgaðist afleggjarann að Grindavík. Hann fékk þá fyrirmæli um að fara úr bifreiðinni og var hann handtekinn á staðnum. Skýrsla hefur verið tekin af varnaraðila. Ekki nóg með það, heldur segir lögreglan að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna með reipi um hálsinn við handtöku.. „Hann var sjáanlega undir áhrifum fíkniefna en hann var mjög þurr í munni og sjáöldur hans samandregin. Við öryggisleit fannst smelluláspoki með óþekktu hvítu efni í vinstri buxnavasa, ætluðu kókaíni.“ Í dómi héraðsdóms segir að hann hafi sögu um andleg veikindi og vímuefnaneyslu. Lögregla hafi aflað nokkurra dómsúrskurða til að framkvæma rannsóknaraðgerðir er lúta að efnisinnihaldi farsíma varnaraðila, upplýsingum um fjarskiptasamskipti og bankaupplýsingum hans. Framkvæmd hefur verið húsleit í herbergi varnaraðila, að sögn lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness var aftur á móti felldur úr gildi í dag af Landsrétti með vísan til þess að ekki liggi fyrir gögn um geðhagi varnaraðila né áhættumat lögreglu. Matsmaður var dómkvaddur en matsgerð liggur ekki fyrir. Því þykir Landsrétti gæsluvarðhald ekki vera nauðsynlegt, þar sem sóknaraðili hafi ekki fært fram fullnægjandi rök til stuðnings því. Hann gengur því laus. Isavia Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms Reykjaness var í dag ógiltur af Landsrétti í máli manns sem er sakaður um stórfelldan ofsaakstur 20. júlí sem greint var frá á sínum tíma. Nafn mannsins, aldur eða þjóðerni er ekki tilgreint í dómnum. Lögregla grunar manninn um að hafa klifrað yfir öryggishlið við Keflavíkurflugvöll, stolið bifreið sem lögð var við flugturn og ekið henni yfir flugbrautir í notkun. Svo ók hann út af haftasvæði út í almenna umferð eftir að hafa reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél, að sögn lögreglu. Hann er sakaður um að hafa ekið bílnum á Reykjanesbraut á allt að 189 km/klst hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Talsverð umferð var meðan á eftirförinni stóð, segir í greinargerð lögreglu, en á endanum stöðvaði ökumaðurinn bílinn þegar hann nálgaðist afleggjarann að Grindavík. Hann fékk þá fyrirmæli um að fara úr bifreiðinni og var hann handtekinn á staðnum. Skýrsla hefur verið tekin af varnaraðila. Ekki nóg með það, heldur segir lögreglan að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna með reipi um hálsinn við handtöku.. „Hann var sjáanlega undir áhrifum fíkniefna en hann var mjög þurr í munni og sjáöldur hans samandregin. Við öryggisleit fannst smelluláspoki með óþekktu hvítu efni í vinstri buxnavasa, ætluðu kókaíni.“ Í dómi héraðsdóms segir að hann hafi sögu um andleg veikindi og vímuefnaneyslu. Lögregla hafi aflað nokkurra dómsúrskurða til að framkvæma rannsóknaraðgerðir er lúta að efnisinnihaldi farsíma varnaraðila, upplýsingum um fjarskiptasamskipti og bankaupplýsingum hans. Framkvæmd hefur verið húsleit í herbergi varnaraðila, að sögn lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness var aftur á móti felldur úr gildi í dag af Landsrétti með vísan til þess að ekki liggi fyrir gögn um geðhagi varnaraðila né áhættumat lögreglu. Matsmaður var dómkvaddur en matsgerð liggur ekki fyrir. Því þykir Landsrétti gæsluvarðhald ekki vera nauðsynlegt, þar sem sóknaraðili hafi ekki fært fram fullnægjandi rök til stuðnings því. Hann gengur því laus.
Isavia Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira