Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2025 13:15 ÍBV vann dramatískan sigur í Þjóðhátíðarleiknum gegn KR. vísir ÍBV tók á móti KR og fagnaði dramatískum 2-1 sigri í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Jafnt var alveg fram að lokamínútu venjulegs leiktíma en fyrirliði ÍBV sá til þess að þeir geti fagnað grimmt í Herjólfsdalnum í kvöld. Vicente Valor skoraði mark ÍBV úr vítaspyrnu, gegn sínum gömlu félögum, eftir að Finnur Tómas braut á Sverri Páli í vítateignum. Amin Cosic skoraði svo jöfnunarmark KR, sitt fyrsta fyrir félagið, eftir góðan undirbúning Arons Sigurðarsonar. ÍBV var hættulegri aðilinn í seinni hálfleik og stöngin bjargaði KR í tvígang áður en Alex Freyr setti sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. Eyjamenn fóru því með sigur af hólmi og munu eflaust fagna vel í Herjólfsdalnum í kvöld á meðan KR heldur heim í Herjólfi. ÍBV stekkur upp í sjöunda sætið með þessum sigri en pakkinn er þéttur í neðri hluta deildarinnar og stutt er í næsta lið fyrir ofan og neðan. KR situr áfram í ellefta, næstneðsta sæti deildarinnar. Eins og sjá má voru Eyjamenn ekki lengi að svolgra sigrinum niður með einum svellköldum.skjáskot Besta deild karla ÍBV KR Íslenski boltinn Fótbolti
ÍBV tók á móti KR og fagnaði dramatískum 2-1 sigri í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. Jafnt var alveg fram að lokamínútu venjulegs leiktíma en fyrirliði ÍBV sá til þess að þeir geti fagnað grimmt í Herjólfsdalnum í kvöld. Vicente Valor skoraði mark ÍBV úr vítaspyrnu, gegn sínum gömlu félögum, eftir að Finnur Tómas braut á Sverri Páli í vítateignum. Amin Cosic skoraði svo jöfnunarmark KR, sitt fyrsta fyrir félagið, eftir góðan undirbúning Arons Sigurðarsonar. ÍBV var hættulegri aðilinn í seinni hálfleik og stöngin bjargaði KR í tvígang áður en Alex Freyr setti sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. Eyjamenn fóru því með sigur af hólmi og munu eflaust fagna vel í Herjólfsdalnum í kvöld á meðan KR heldur heim í Herjólfi. ÍBV stekkur upp í sjöunda sætið með þessum sigri en pakkinn er þéttur í neðri hluta deildarinnar og stutt er í næsta lið fyrir ofan og neðan. KR situr áfram í ellefta, næstneðsta sæti deildarinnar. Eins og sjá má voru Eyjamenn ekki lengi að svolgra sigrinum niður með einum svellköldum.skjáskot