„Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. ágúst 2025 19:13 Hagaey er meðal stærstu eyja í Þjórsá en hún mun að stórum hluta fara í kaf þegar að Hvammsvirkjun rís. vísir/lýður Valberg Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. Framkvæmdir við Þjórsá þar sem Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun voru stöðvaðar í gær eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á kröfu landeigenda. Það kemur í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem virkjunarleyfi var dæmt ógilt á grundvelli eldri laga þar sem skorti lagastoð. Umræddum lögum er nú búið að breyta til að greiða fyrir framkvæmdum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, segir umræddan úrskurð fyrirsjáanlegan og reiknar með því að Landsvirkjun hljóti bráðabirgðavirkjunarleyfi um miðja næstu viku. Ef úr yfirvofandi framkvæmdum verður mun Hvammsvirkjun rísa rétt fyrir ofan Viðey í Þjórsá og vatnshæðin á svæðinu hækka töluvert. Þá mun stór hluti Hagaey hverfa undir vatn. Íbúar á svæðinu hafa miklar áhyggjur af áhrifum þess á lífríkið. Hafa miklar áhyggjur af lífríkinu „Það sem við höfum mestar áhyggjur af er auðvitað laxinn sem er hérna fyrir ofan. Þetta er einn þriðji af búslóðinni hans. Landsvirkjun hefur aldrei svarað því hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði Hannes Þór Sigurðsson, landeigandi á svæðinu. „Þetta er svæði sem ég elst upp á og mér þykir mjög vænt um þetta. Mér finnst þetta mikið rask á náttúru sem mér finnst óþarfi og síðan eru öll augljósu rökin. Eins og hvað þetta gerir við laxastofninn í ánni og hvað verður um Viðey sem verður hérna aðeins neðar,“ segir Jóhanna Höeg Sigurðardóttir, íbúi á svæðinu. Viðey í Þjórsá var friðlýst árið 2011 og er að mestu ósnert. Jóhanna lýsir áhyggjum af því að fólk og dýr munu geta gengið í Viðey þar sem að vatnshæðin fyrir neðan virkjunina mun lækka verulega þegar að framkvæmdum verður lokið. „Synd að ráðherra Samfylkingarinnar skuli ganga svona hart fram“ Íbúar og landeigendur fagna því að framkvæmdir hafi verið stöðvaðar þó að aðeins sé um tímabundinn létti að ræða. Þau tali fyrir daufum eyrum Landsvirkjunar. „Þeir ætla að keyra þetta í gegn í góðu eða illu og mér finnst samtalið vera dálítið ábótavant í þessu,“ bætir Hannes við. „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi hvernig farið er að þessu að ná þessu fram. Það eru alltof margar fórnir sem er verið að færa þarna. Það er svolítið gefið í skyn að vegna þess að þetta er í byggð að þetta séu ekki fórnir. Við erum búin að vera í áratugi að berjast á móti þessu. Við upplifum þetta síðustu daga sem ofbeldi. Þetta er mikið vatnsmagn sem að safnast þarna upp og ég reikna með að það verði mikið mý sem að fylgi þessu og það mun þá koma hingað. Síðan er þetta fallegt landslag sem fer á kaf og gæsavarpstæði og margt fleira sem við höfum verið að týna til og vitum af,“ segir Svanborg Rannveig Jónsdóttir, landeigandi á svæðinu. Að hennar mati sé orðræða og vinnubrögð umhverfis-, orku og loftslagsráðherra gagnrýnisverð. „Þegar hann talar um þetta er bara eins og þetta sé fyrirstaða. Hann sýnir engan skilning á því að þetta séu sjónarmið sem skipta máli. Mörg okkar sem hafa verið spyrna við fótum, upplifum þetta sem ofbeldi og algert skilningsleysi á þeim sjónarmiðum sem við höfum verið að setja fram. Mér finnst synd að ráðherra Samfylkingarinnar skuli ganga svona hart fram og ekki sýna þessum sjónarmiðum um náttúruvernd nokkurn skilning. Ég hef ekki heyrt orð frá honum um að náttúruvernd skipti máli,“ segir hún og bætir við að ekki sé um afturkræfar aðgerðir að ræða. Sér ekki eftir orðum sínum Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, hefur sakað forstjóra Landsvirkjunar um að þagga niður umræðuna og líkti vinnubrögðum hans við heimilisofbeldi. Hún hyggst ekki ætla að draga það til baka. „Þetta er líkingamál hafi einhver ekki áttað sig á því. Ég hef heyrt það á fólki hérna sem ég hef talað við að það upplifir einmitt ofbeldi, hvort það er heimili eða ekki. Þetta eru heimili fólks. Þar sem er verið að tala um bráðabirgðavirkjun og grípa inn í gang dómstóla. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi en ofbeldi.“ Baráttunni gegn virkjunaráformum er líkt við baráttu Davíðs við Golíat. „Þrjóska hér í sveit hefur nú sýnt að það getur endað á réttan veg en það getur líka endað á rangan veg. Við höldum bara áfram og látum ekki fara svona með okkur,“ segir Jóhanna Höeg. Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfylkingin Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Framkvæmdir við Þjórsá þar sem Landsvirkjun hyggst reisa Hvammsvirkjun voru stöðvaðar í gær eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á kröfu landeigenda. Það kemur í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem virkjunarleyfi var dæmt ógilt á grundvelli eldri laga þar sem skorti lagastoð. Umræddum lögum er nú búið að breyta til að greiða fyrir framkvæmdum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, segir umræddan úrskurð fyrirsjáanlegan og reiknar með því að Landsvirkjun hljóti bráðabirgðavirkjunarleyfi um miðja næstu viku. Ef úr yfirvofandi framkvæmdum verður mun Hvammsvirkjun rísa rétt fyrir ofan Viðey í Þjórsá og vatnshæðin á svæðinu hækka töluvert. Þá mun stór hluti Hagaey hverfa undir vatn. Íbúar á svæðinu hafa miklar áhyggjur af áhrifum þess á lífríkið. Hafa miklar áhyggjur af lífríkinu „Það sem við höfum mestar áhyggjur af er auðvitað laxinn sem er hérna fyrir ofan. Þetta er einn þriðji af búslóðinni hans. Landsvirkjun hefur aldrei svarað því hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði Hannes Þór Sigurðsson, landeigandi á svæðinu. „Þetta er svæði sem ég elst upp á og mér þykir mjög vænt um þetta. Mér finnst þetta mikið rask á náttúru sem mér finnst óþarfi og síðan eru öll augljósu rökin. Eins og hvað þetta gerir við laxastofninn í ánni og hvað verður um Viðey sem verður hérna aðeins neðar,“ segir Jóhanna Höeg Sigurðardóttir, íbúi á svæðinu. Viðey í Þjórsá var friðlýst árið 2011 og er að mestu ósnert. Jóhanna lýsir áhyggjum af því að fólk og dýr munu geta gengið í Viðey þar sem að vatnshæðin fyrir neðan virkjunina mun lækka verulega þegar að framkvæmdum verður lokið. „Synd að ráðherra Samfylkingarinnar skuli ganga svona hart fram“ Íbúar og landeigendur fagna því að framkvæmdir hafi verið stöðvaðar þó að aðeins sé um tímabundinn létti að ræða. Þau tali fyrir daufum eyrum Landsvirkjunar. „Þeir ætla að keyra þetta í gegn í góðu eða illu og mér finnst samtalið vera dálítið ábótavant í þessu,“ bætir Hannes við. „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi hvernig farið er að þessu að ná þessu fram. Það eru alltof margar fórnir sem er verið að færa þarna. Það er svolítið gefið í skyn að vegna þess að þetta er í byggð að þetta séu ekki fórnir. Við erum búin að vera í áratugi að berjast á móti þessu. Við upplifum þetta síðustu daga sem ofbeldi. Þetta er mikið vatnsmagn sem að safnast þarna upp og ég reikna með að það verði mikið mý sem að fylgi þessu og það mun þá koma hingað. Síðan er þetta fallegt landslag sem fer á kaf og gæsavarpstæði og margt fleira sem við höfum verið að týna til og vitum af,“ segir Svanborg Rannveig Jónsdóttir, landeigandi á svæðinu. Að hennar mati sé orðræða og vinnubrögð umhverfis-, orku og loftslagsráðherra gagnrýnisverð. „Þegar hann talar um þetta er bara eins og þetta sé fyrirstaða. Hann sýnir engan skilning á því að þetta séu sjónarmið sem skipta máli. Mörg okkar sem hafa verið spyrna við fótum, upplifum þetta sem ofbeldi og algert skilningsleysi á þeim sjónarmiðum sem við höfum verið að setja fram. Mér finnst synd að ráðherra Samfylkingarinnar skuli ganga svona hart fram og ekki sýna þessum sjónarmiðum um náttúruvernd nokkurn skilning. Ég hef ekki heyrt orð frá honum um að náttúruvernd skipti máli,“ segir hún og bætir við að ekki sé um afturkræfar aðgerðir að ræða. Sér ekki eftir orðum sínum Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, hefur sakað forstjóra Landsvirkjunar um að þagga niður umræðuna og líkti vinnubrögðum hans við heimilisofbeldi. Hún hyggst ekki ætla að draga það til baka. „Þetta er líkingamál hafi einhver ekki áttað sig á því. Ég hef heyrt það á fólki hérna sem ég hef talað við að það upplifir einmitt ofbeldi, hvort það er heimili eða ekki. Þetta eru heimili fólks. Þar sem er verið að tala um bráðabirgðavirkjun og grípa inn í gang dómstóla. Það er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi en ofbeldi.“ Baráttunni gegn virkjunaráformum er líkt við baráttu Davíðs við Golíat. „Þrjóska hér í sveit hefur nú sýnt að það getur endað á réttan veg en það getur líka endað á rangan veg. Við höldum bara áfram og látum ekki fara svona með okkur,“ segir Jóhanna Höeg.
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfylkingin Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira