Fótbolti

Davíð Snær og Guð­laugur Victor lögðu upp mörk

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kom inn af bekknum og breytti gangi mála.
Kom inn af bekknum og breytti gangi mála. Álasund

Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum og lagði upp eitt marka Álasunds í sigri liðsins í norsku B-deildinni í fótbolta. Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle og lagði upp mark liðsins í 1-3 tapi gegn Barnsley.

Davíð Snær kom inn af bekknum á 69. mínútu leiks Álasunds og Kongsvinger. Á sama tíma var Ólafur Guðmundsson tekinn af velli hjá Álasundi. Staðan þá var 1-1 en tíu mínútum síðar hafði Davíð Snær lagt upp markið sem kom Álasundi yfir. Heimamenn bætti við marki skömmu síðar og unnu góðan 3-1 sigur.

Eftir 16 leiki er Álasund í 3. sæti með 26 stig. Efstu tvö lið B-deildar fara beint upp í efstu deild Noregs. Liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn í vörn Plymouth þegar liðið hóf leik í ensku C-deildinni. Hann lagði upp eina mark liðsins í 1-3 tapi á heimavelli. Plymouth féll úr B-deildinni á síðustu leiktíð og byrjar tímabilið í deild neðar ekki vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×