Fótbolti

Eggert Aron skoraði og lagði upp í stór­sigri Brann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frábær í kvöld.
Frábær í kvöld. Brann

Eggert Aron Guðmundsson fór mikinn þegar lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu 4-1 útisigur á Sarpsborg í efstu deild norska fótboltans. Eggert Aron var í byrjunarliði Brann líkt og Sævar Atli Magnússon. Sveinn Aron Guðjohnsen sat hins vegar allan tímann á varamannabekk heimaliðsins.

Gestirnir voru sterkari frá upphafi til enda en það tók þá sinn tíma að komast yfir. Markið kom loks þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Eggert Aron með stoðsendinguna og staðan 0-1 í hálfleik.

Heimamenn jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik en Brann svaraði með tveimur mörkum áður en Egget Aron bætti því fjórða við á 84. mínútu. Hann var svo tekinn af velli tveimur mínútum síðar.

Eftir sigurinn er Brann í 3. sæti með 33 stig að loknum 17 leikjum. Viking er á toppnum með 39 stig eftir að hafa leikið einum leik meira en Bodo/Glimt er í 2. sæti með 35 stig og leik inni á Bann. Sarpsborg er svo með 22 stig í 8. sæti eftir 16 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×