Fótbolti

Brönd­by mætir í Víkina með tap í far­teskinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, hefur sagst ætla að heyra í sínum mönnum hjá FCK fyrir leik vikunnar.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, hefur sagst ætla að heyra í sínum mönnum hjá FCK fyrir leik vikunnar. Kristian Tuxen Ladegaard Berg/Getty Images

Í komandi viku tekur Víkingur á móti danska liðinu Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Undirbúningur Bröndby fyrir leikinn í Víkinni var 0-2 tap á heimavelli gegn Viborg.

Bröndby átti erfitt með HB Þórshöfn frá Færeyjum í síðustu umferð forkeppninnar en hafði unnið bæði Silkeborg og Nordsjælland í deildinni. Viborg mætti hins vegar með kassann úti til Bröndby og vann gríðarlega sannfærandi sigur.

Gestirnir lágu til baka, leyfðu heimaliðnu að vera með boltann og beittu beinskeyttum skyndisóknum þegar boltinn vannst. Yonis Njoh kom Viborg yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir undirbúning Anosike Ementa. 

Það var svo Ementa sjálfur sem skoraði í síðari hálfleik eftir undirbúning varamannsins Hjalte Bidstrup.

Bidstrup var lengi vel í akademíu FC Kaupmannahafnar og hefur því notið þess sérstaklega að leggja upp mark á heimavelli erkifjendanna.

Lokatölur 0-2 og segja má að Viborg hafi sýnt Víkingum nákvæmlega hvernig á að vinna Bröndby. Hefðu gestirnir getað skorað enn fleiri mörk þar sem þeir voru með xG (vænt mörk) upp á 3.11 og sköpuðu sér samtals fimm stór færi í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×