Enski boltinn

Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Farinn frá Þýskalandi eftir stutt stopp.
Farinn frá Þýskalandi eftir stutt stopp. Richard Sellers/Getty Images

Miðjumaðurinn João Palhinha er mættur til Tottenham Hotspur á láni eftir stutt stopp í Þýskalandi. Portúgalinn þekkir vel til í Lundúnum þar sem hann lék með Fulham áður en hann fór til Bayern.

Tottenham staðfesti vistaskipti hins 30 ára gamla Palinha á samfélagsmiðlum sínum. Um er að ræða lánssamning með kaupákvæði upp á 27 milljónir punda – 4,4 milljarða íslenskra króna – næsta sumar. Ekki kemur fram hvað Tottenham greiðir Bayern nú.

Kaupverðið sem Tottenham reiðir fram er talsvert lægra en það sem Bayern greiddi Fulham fyrir aðeins ári síðan. Palhinha var gríðarlega eftirsóttur sumarið 2024 og endaði Bayern á að borga 50 milljónir punda fyrir þennan fyrrum leikmann Sporting Lissabon og Braga.

Miðjumaðurinn kraftmikli náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar undir stjórn Vincent Kompany og því hefur hann verið lánaður til Tottenham.

Tottenham mætir Burnley í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða í beinni útsendingu Sýnar Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×