Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2025 19:54 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / ívar „Þetta er svekkjandi niðurstaða,“ segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir 2-2 jafntefli hans manna við FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis. Víkingur hefur leikið fjóra leiki í röð án sigurs í deildinni. „Við vorum með tök á leiknum og við vorum djarfir að spila boltanum og koma okkur upp völlinn. Síðan vantaði herslumun að gera eitthvað úr því þegar við komum hærra upp völlinn,“ segir Sölvi Geir. Þreytumerki voru á liði Víkings sem spilaði 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudagskvöldið var. „Það var mikið um tæknifeila. Kannski getur það verið vegna álags á Víkingum núna en ég er ánægður með hvað menn lögðu í leikinn. Ég er sáttur við það en mistökin eru of mörg,“ segir Sölvi sem segir það þó enga afsökun. „Við eigum að gera betur, þrátt fyrir mikið álag eða breytt undirlag. Við bara verðum að gera það næst.“ Víkingur hefur spilað fjóra leiki í Bestu deildinni í röð án sigurs, þrjú jafntefli og tap fyrir Val. Valur getur með sigri á þriðjudag komist fimm stigum á undan Víkingi og Breiðabliki, sem einnig gerði jafntefli í dag. Fjórir leikir í röð án sigurs, er það áhyggjuefni? „Meðan frammistaðan er góð og við bætum ofan á frammistöðuna þá hefurðu ekki miklar áhyggjur. En þegar þú ert í toppbaráttu við Breiðablik og Val má ekki út af miklu bregða svo við missum þá of langt frá okkur. Þetta er ekki áhyggjuefni en við þurfum svo sannarlega að fá þrjú stigin ef við ætlum ekki að lenda í veseni. Þá getum við misst liðin fyrir ofan okkur of langt frá okkur,“ segir Sölvi Geir. Ekki er ákveðið hvort Pálmi Rafn Arinbjörnsson sé aðalmarkvörður Víkings en hann hélt stöðu sinni í markinu í dag á meðan Ingvar Jónsson sat á bekknum. Ingvar er ekki meiddur samkvæmt Sölva heldur hefur Pálmi haldið honum utan liðsins með sinni frammistöðu. „Pálmi er búinn að standa sig gríðarlega vel í síðustu leikjum. Það er ekki búið að ákveða eitt eða neitt með það en hann hefur verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu. Svo sjáum við bara hvernig byrjunarliðið verður í næsta leik.“ Víkingur Reykjavík FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Við vorum með tök á leiknum og við vorum djarfir að spila boltanum og koma okkur upp völlinn. Síðan vantaði herslumun að gera eitthvað úr því þegar við komum hærra upp völlinn,“ segir Sölvi Geir. Þreytumerki voru á liði Víkings sem spilaði 120 mínútur í Sambandsdeildinni á fimmtudagskvöldið var. „Það var mikið um tæknifeila. Kannski getur það verið vegna álags á Víkingum núna en ég er ánægður með hvað menn lögðu í leikinn. Ég er sáttur við það en mistökin eru of mörg,“ segir Sölvi sem segir það þó enga afsökun. „Við eigum að gera betur, þrátt fyrir mikið álag eða breytt undirlag. Við bara verðum að gera það næst.“ Víkingur hefur spilað fjóra leiki í Bestu deildinni í röð án sigurs, þrjú jafntefli og tap fyrir Val. Valur getur með sigri á þriðjudag komist fimm stigum á undan Víkingi og Breiðabliki, sem einnig gerði jafntefli í dag. Fjórir leikir í röð án sigurs, er það áhyggjuefni? „Meðan frammistaðan er góð og við bætum ofan á frammistöðuna þá hefurðu ekki miklar áhyggjur. En þegar þú ert í toppbaráttu við Breiðablik og Val má ekki út af miklu bregða svo við missum þá of langt frá okkur. Þetta er ekki áhyggjuefni en við þurfum svo sannarlega að fá þrjú stigin ef við ætlum ekki að lenda í veseni. Þá getum við misst liðin fyrir ofan okkur of langt frá okkur,“ segir Sölvi Geir. Ekki er ákveðið hvort Pálmi Rafn Arinbjörnsson sé aðalmarkvörður Víkings en hann hélt stöðu sinni í markinu í dag á meðan Ingvar Jónsson sat á bekknum. Ingvar er ekki meiddur samkvæmt Sölva heldur hefur Pálmi haldið honum utan liðsins með sinni frammistöðu. „Pálmi er búinn að standa sig gríðarlega vel í síðustu leikjum. Það er ekki búið að ákveða eitt eða neitt með það en hann hefur verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu. Svo sjáum við bara hvernig byrjunarliðið verður í næsta leik.“
Víkingur Reykjavík FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira