Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 11:51 Engin virkni sést á myndavélum. Skjáskot/Afar Allt bendir til þess að gosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið, um tuttugu dögum eftir að það hófst. Greint var frá því í gær að gosórói hefði hríðfallið þó að enn gutlaði úr síðasta gígnum. Um er að ræða níunda gosið ofan Grindavíkur og það tólfta á Reykjanesskaganum frá því að gostímabil hófst. Í dag fóru fulltrúar Veðurstofunnar í ferð að gígnum til að taka drónamyndir af gígnum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni hefur eftir fólki á vettvangi að engin virkni hafi sést en sérfræðingar Veðurstofunnar eiga enn eftir að yfirfara myndirnar. Engin virkni sést á vefmyndavélum. Engin glóð var sjáanleg í gígnum seinnipart nætur en þó finnst enn glóandi hraun innan hraunbreiðunnar, enda taki hún nokkurn tíma að kólna. „Ég held að það hafi ekki sést nein virkni,“ segir Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur og tekur fram að allt bendi til þess að gosinu sé lokið. Sjálfstæði jarðfræðihópurinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands lýsir yfir goslokum á Facebook. Þar er bent á að hraunrennsli virðist síðustu daga hafa minnkað nokkuð stöðugt og fyrir nokkrum dögum hafi hraun hætt að leka á yfirborði út úr gígnum. Áfram mallaði þó í gígnum og hafi því nú hlaðist upp ansi myndarlegur og sýmmetrískur klepragígur. „Gosið stóð yfir í 19 daga og er því þriðja lengsta gosið í goshrinunni á eftir gosunum í mars (53 dagar) og maí (25 dagar) á síðasta ári. Rúmmál nýja hraunsins er líklega á bilinu 30-35 milljón rúmmetrar og þekur það ríflega 3,5 ferkílómetra. Hraunið rann að miklu leyti yfir hraun úr fyrri gosum en hefur þó nú gjörbreytt umhverfi Fagradals og í raun fyllt dalbotninn af hrauni, norðan við Fagradalsfjall,“ skrifar náttúruvárhópurinn. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Greint var frá því í gær að gosórói hefði hríðfallið þó að enn gutlaði úr síðasta gígnum. Um er að ræða níunda gosið ofan Grindavíkur og það tólfta á Reykjanesskaganum frá því að gostímabil hófst. Í dag fóru fulltrúar Veðurstofunnar í ferð að gígnum til að taka drónamyndir af gígnum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni hefur eftir fólki á vettvangi að engin virkni hafi sést en sérfræðingar Veðurstofunnar eiga enn eftir að yfirfara myndirnar. Engin virkni sést á vefmyndavélum. Engin glóð var sjáanleg í gígnum seinnipart nætur en þó finnst enn glóandi hraun innan hraunbreiðunnar, enda taki hún nokkurn tíma að kólna. „Ég held að það hafi ekki sést nein virkni,“ segir Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur og tekur fram að allt bendi til þess að gosinu sé lokið. Sjálfstæði jarðfræðihópurinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands lýsir yfir goslokum á Facebook. Þar er bent á að hraunrennsli virðist síðustu daga hafa minnkað nokkuð stöðugt og fyrir nokkrum dögum hafi hraun hætt að leka á yfirborði út úr gígnum. Áfram mallaði þó í gígnum og hafi því nú hlaðist upp ansi myndarlegur og sýmmetrískur klepragígur. „Gosið stóð yfir í 19 daga og er því þriðja lengsta gosið í goshrinunni á eftir gosunum í mars (53 dagar) og maí (25 dagar) á síðasta ári. Rúmmál nýja hraunsins er líklega á bilinu 30-35 milljón rúmmetrar og þekur það ríflega 3,5 ferkílómetra. Hraunið rann að miklu leyti yfir hraun úr fyrri gosum en hefur þó nú gjörbreytt umhverfi Fagradals og í raun fyllt dalbotninn af hrauni, norðan við Fagradalsfjall,“ skrifar náttúruvárhópurinn.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira