Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2025 09:30 Umfjöllun vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í ljósi þeirrar umræðu er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir máls. Það er ótækt að mínu viti að umhverfis- orku og loftlagsráðherra, þurfi að sitja undir endalausum ákúrum vegna þessarar framkvæmdar. Það er hlutverk ráðherra að framfylgja ákvörðunum Alþingis varðandi þá virkjanakosti sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Hvammsvirkjun í Þjórsá hefur lengi verið til umræðu í samfélaginu. Þessi virkjanakostur fór í gegnum ítarlegt mat hjá verkefnastjórn rammaáætlunar og var samkvæmt tillögum 3. áfanga færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þetta var allt saman afgreitt þann 1 júlí 2015 eftir faglega málsmeðferð og fjölmargar umsagnir og í framhaldinu lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Með þessari ákvörðun liggur klárt fyrir að tekin hefur verið pólítísk ákvörðun um að virkjunin skyldi teljast tæknilega, umhverfislega og samfélagslega framkvæmileg innan ramma íslenskrar orkunýtingarstefnu. Já, það er augljóst að það er skylda ráðherra að framfylgja ákvörðununum Alþingis varðandi virkjanakosti nema annað sé ákveðið. Að láta hjá líða að vinna í samræmi við gildandi lög frá Alþingi er ekki valkostur fyrir ráðherrann og felur í sér vanvirðingu við faglegt vinnuferli og lýðræðislegar leikreglur. Svo allt tal um að ráðherrann hafi einbeittan brotavilja um að ráðast að náttúrufegurð Þjórsárdals vísa ég til föðurhúsana. Málefnaleg umræða eða aðför? Hvammsvirkjun verður að veruleika það hefur Alþingi ákveðið eins og áður segir en það sorglega við umræðuna er að málsvarar þeirra sem eru á móti framkvæmdunum er að þeir ganga allt of langt í sinni ólund og ráðast m.a að forstjóra Landsvirkjunar í fjölmiðlum með afar ósmekklegum hætti og miða hans vinnulag við aðferðir heimilisofbeldismanna. Það er að mínum dómi einstakt að forsvarsmenn frjálsa félagasamtaka leyfi sér að hafa slíkt eftir sér á opinberum vettangi. Og bæti svo ofan í skömmina að það sé ekki ástæða til þess að biðjast afsökunar á ummælunum. Þessi málflutningur er auðvitað ekki boðlegur og hlýtur að rýra traust til þeirra sem stjórna þessum samtökum. Þeir sem vilja endurskoða reglur um flokkun virkjunarkosta þurfa að fara þá leið sem lög og lýðræðið fer fram á, og leggja þá fram nýja tillögu fram á Alþingi. Það hlýtur að þurfa að virða leikreglur lýðræðisins jafnvel þótt fólk sé ósátt. Það er ekki valkostur að virða ekki ákvörðun Alþingis, Þjórsá flæðir áfram og ábyrðin líka. Rangárþing ytra er aðili málsins sem leyfisgjafi en hlutverk sveitarfélagsins er að tryggja að framkvæmdum sé hagað í sátt við samfélagið, náttúruna og byggðarlagið í heild sinni. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Rangárþing ytra Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umfjöllun vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í ljósi þeirrar umræðu er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir máls. Það er ótækt að mínu viti að umhverfis- orku og loftlagsráðherra, þurfi að sitja undir endalausum ákúrum vegna þessarar framkvæmdar. Það er hlutverk ráðherra að framfylgja ákvörðunum Alþingis varðandi þá virkjanakosti sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Hvammsvirkjun í Þjórsá hefur lengi verið til umræðu í samfélaginu. Þessi virkjanakostur fór í gegnum ítarlegt mat hjá verkefnastjórn rammaáætlunar og var samkvæmt tillögum 3. áfanga færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þetta var allt saman afgreitt þann 1 júlí 2015 eftir faglega málsmeðferð og fjölmargar umsagnir og í framhaldinu lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Með þessari ákvörðun liggur klárt fyrir að tekin hefur verið pólítísk ákvörðun um að virkjunin skyldi teljast tæknilega, umhverfislega og samfélagslega framkvæmileg innan ramma íslenskrar orkunýtingarstefnu. Já, það er augljóst að það er skylda ráðherra að framfylgja ákvörðununum Alþingis varðandi virkjanakosti nema annað sé ákveðið. Að láta hjá líða að vinna í samræmi við gildandi lög frá Alþingi er ekki valkostur fyrir ráðherrann og felur í sér vanvirðingu við faglegt vinnuferli og lýðræðislegar leikreglur. Svo allt tal um að ráðherrann hafi einbeittan brotavilja um að ráðast að náttúrufegurð Þjórsárdals vísa ég til föðurhúsana. Málefnaleg umræða eða aðför? Hvammsvirkjun verður að veruleika það hefur Alþingi ákveðið eins og áður segir en það sorglega við umræðuna er að málsvarar þeirra sem eru á móti framkvæmdunum er að þeir ganga allt of langt í sinni ólund og ráðast m.a að forstjóra Landsvirkjunar í fjölmiðlum með afar ósmekklegum hætti og miða hans vinnulag við aðferðir heimilisofbeldismanna. Það er að mínum dómi einstakt að forsvarsmenn frjálsa félagasamtaka leyfi sér að hafa slíkt eftir sér á opinberum vettangi. Og bæti svo ofan í skömmina að það sé ekki ástæða til þess að biðjast afsökunar á ummælunum. Þessi málflutningur er auðvitað ekki boðlegur og hlýtur að rýra traust til þeirra sem stjórna þessum samtökum. Þeir sem vilja endurskoða reglur um flokkun virkjunarkosta þurfa að fara þá leið sem lög og lýðræðið fer fram á, og leggja þá fram nýja tillögu fram á Alþingi. Það hlýtur að þurfa að virða leikreglur lýðræðisins jafnvel þótt fólk sé ósátt. Það er ekki valkostur að virða ekki ákvörðun Alþingis, Þjórsá flæðir áfram og ábyrðin líka. Rangárþing ytra er aðili málsins sem leyfisgjafi en hlutverk sveitarfélagsins er að tryggja að framkvæmdum sé hagað í sátt við samfélagið, náttúruna og byggðarlagið í heild sinni. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun