„Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 12:24 Hannes Hólmsteinn er prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Ingólfur Gíslason er aðjúnkt við menntavísindasvið sama skóla. Hannes segir Ingólf sekan um gyðingahatur en Ingólfur segir sniðgöngukröfuna ekki byggða á þjóðerni. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir rektor Háskóla Íslands eiga að áminna Ingólf Gíslason, fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan skólans, með því að hafa afstýrt fyrirlestri ísraelsks prófessors í gær. Ingólfur segir að Háskóli Íslands sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Fyrirlestri Gil S. Epstein, ísraelsks prófessors í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, sem haldinn var á Þjóðminjasafninu í gær, var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, stóð fyrir fyrirlestrinum en hann sagði það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Rektor eigi að áminna Ingólf Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að yfirgangur gyðingahatara sé algerlega óþolandi. Rektor eigi að áminna Ingólf Gíslason fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan Háskóla Íslands. Hann hafi sjálfur skipulagt fund á sama stað á síðasta ári með ísraelskum heimspekingi, en hann hafi gert miklar öryggisráðstafanir. „Ég skil ekki barnaskapinn í fundarboðendum. Auðvitað hlutu gyðingahatararnir að hleypa fundinum upp.“ „Ég hélt 14. október 2024 fund á sama stað með ísraelskum heimspekingi, sem hafði gegnt herþjónustu í Ísraelsher, Ely Lassman, og hann sagði margt mjög merkilegt. Ég auglýsti fundinn ekki, heldur boðaði hann beint þeim, sem hefðu áhuga, og var húsfyllir.“ „Jafnframt gerði ég hljóðlega ráðstafanir til þess, hefðu gyðingahatararnir (nasistar nútímans) mætt, að nægilegt afl væri á staðnum til þess að stugga þeim á brott. Fundurinn með Lassman tókst hið besta,“ segir Hannes í færslu á samfélagsmiðlum.“ Sniðgöngukrafan byggi ekki á þjóðerni Ingólfur Gíslason, sem er aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að sniðgöngukrafan um Gil Epstein byggi ekki á þjóðerni. Það sem skipti máli sé ábyrgðarstaða hans innan ísraelska herveldisins. „Öllu venjulegu fólki misbýður þegar fjöldamorðingjum er boðið að kynna „rannsóknir“ sínar, milli þess sem hann beitir vopnum sínum. Gylfi Zoega telur að það sé ekkert vandamál - hann geti einfaldlega lagt til glæpina hliðar á meðan,“ segir Ingólfur um málið. „Gil er einhvers konar sviðsforseti eða formaður innan Bar-Ilan háskóla, og hefur opinberlega, fyrir hönd þess skóla lýst stuðningi við þjóðarmorðið (ég læt tvö skjáskot fylgja). Bar-Ilan háskóli styður opinberlega og efnislega við ólöglegt hernám Ísraels í Palestínu og auðvitað yfirstandandi þjóðarmorð.“ Ingólfur bendir á að stofnunin sem hélt viðburðinn heyri ekki beint undir Háskóla Íslands, og háskólinn sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ísrael Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Fyrirlestri Gil S. Epstein, ísraelsks prófessors í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, sem haldinn var á Þjóðminjasafninu í gær, var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styddi Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, stóð fyrir fyrirlestrinum en hann sagði það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki ætti að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir gætu lýst niðurstöðum rannsókna. Rektor eigi að áminna Ingólf Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að yfirgangur gyðingahatara sé algerlega óþolandi. Rektor eigi að áminna Ingólf Gíslason fyrir virka tilraun með ofbeldi til að hefta málfrelsi og rannsóknarfrelsi innan Háskóla Íslands. Hann hafi sjálfur skipulagt fund á sama stað á síðasta ári með ísraelskum heimspekingi, en hann hafi gert miklar öryggisráðstafanir. „Ég skil ekki barnaskapinn í fundarboðendum. Auðvitað hlutu gyðingahatararnir að hleypa fundinum upp.“ „Ég hélt 14. október 2024 fund á sama stað með ísraelskum heimspekingi, sem hafði gegnt herþjónustu í Ísraelsher, Ely Lassman, og hann sagði margt mjög merkilegt. Ég auglýsti fundinn ekki, heldur boðaði hann beint þeim, sem hefðu áhuga, og var húsfyllir.“ „Jafnframt gerði ég hljóðlega ráðstafanir til þess, hefðu gyðingahatararnir (nasistar nútímans) mætt, að nægilegt afl væri á staðnum til þess að stugga þeim á brott. Fundurinn með Lassman tókst hið besta,“ segir Hannes í færslu á samfélagsmiðlum.“ Sniðgöngukrafan byggi ekki á þjóðerni Ingólfur Gíslason, sem er aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir í færslu á samfélagsmiðlum að sniðgöngukrafan um Gil Epstein byggi ekki á þjóðerni. Það sem skipti máli sé ábyrgðarstaða hans innan ísraelska herveldisins. „Öllu venjulegu fólki misbýður þegar fjöldamorðingjum er boðið að kynna „rannsóknir“ sínar, milli þess sem hann beitir vopnum sínum. Gylfi Zoega telur að það sé ekkert vandamál - hann geti einfaldlega lagt til glæpina hliðar á meðan,“ segir Ingólfur um málið. „Gil er einhvers konar sviðsforseti eða formaður innan Bar-Ilan háskóla, og hefur opinberlega, fyrir hönd þess skóla lýst stuðningi við þjóðarmorðið (ég læt tvö skjáskot fylgja). Bar-Ilan háskóli styður opinberlega og efnislega við ólöglegt hernám Ísraels í Palestínu og auðvitað yfirstandandi þjóðarmorð.“ Ingólfur bendir á að stofnunin sem hélt viðburðinn heyri ekki beint undir Háskóla Íslands, og háskólinn sé ekki stofnun þar sem stjórnendur skipti sér af eða viti af einstökum atburðum eða verkefnum. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi.
Ísrael Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira