Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2025 14:21 Sigurjón Bragi Atlason var einn af markahæstu leikmönnum íslenska liðsins með fimm mörk úr fimm skotum. IHF Íslenska nítján ára landslið karla í handbolta vann stórsigur annan daginn í röð á heimsmeistaramótinu í Kaíró í Egyptalandi. Strákarnir eru að byrja mótið af miklum krafti. Íslenska liðið vann í dag sextán marka sigur á Sádi-Arabíu, 43-27, eftir að hafa verið 22-11 yfir í hálfleik. Sigurjón Bragi Atlason, markvörður íslenska liðsins, átti flottan leik á báðum endum vallarins. Hann varði sex skot en hann skoraði einnig fimm mörk yfir allan völlinn. Það er væntanlega nýtt met hjá íslenskum markverði í landsleik þó að HSÍ geti ekki staðfest það á heimasíðu sinni. Stefán Magni Hjartarson var þó valinn maður leiksins af mótshöldurum, þó hann hafi aðeins leikið fyrri hálfleik átti hann fantagóðan leik bæði í vörn og sókn. Stefán var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Strax í upphafi leiks sýndi íslenska liðið yfirburði á öllum sviðum leiksins og náði leikurinn aldrei að verða spennandi. Eftir um tuttugu mínútna leik var staðan 16-6 og þegar blásið var til hálfleiks höfðu strákarnir okkar 11 marka forystu 22-11. Þó að okkar menn hafa slakað á klónni í síðari hálfleik þá hélt munurinn áfram að aukast. Sádar reyndu sig áfram með sjö sóknarmenn en yfirleitt endaði það með auðveldum mörkum íslenska liðsins, þegar upp var staðið höfðu strákarnir okkar sextán marka sigur, 43-27. Mörk íslenska liðsins: Stefán Magni Hjartarson 7, Ágúst Guðmundsson 6, Sigurjón Bragi Atlason 5, Dagur Árni Heimisson 5, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Bessi Teitsson 3, Marel Baldvinsson 3, Daniel Montoro 2, Dagur Leó Fannarsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Haukur Guðmundsson 1, Hrafn Þorbjarnarson 1, Andri Erlingsson 1, Ingvar Dagur Gunnarsson 1 og Garðar Ingi Sindrason 1. Á morgun er frídagur hjá liðinu en næsti leikur liðsins er á móti Brasilíu á laugardaginn og hefst hann klukkan tólf að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) Landslið karla í handbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Íslenska liðið vann í dag sextán marka sigur á Sádi-Arabíu, 43-27, eftir að hafa verið 22-11 yfir í hálfleik. Sigurjón Bragi Atlason, markvörður íslenska liðsins, átti flottan leik á báðum endum vallarins. Hann varði sex skot en hann skoraði einnig fimm mörk yfir allan völlinn. Það er væntanlega nýtt met hjá íslenskum markverði í landsleik þó að HSÍ geti ekki staðfest það á heimasíðu sinni. Stefán Magni Hjartarson var þó valinn maður leiksins af mótshöldurum, þó hann hafi aðeins leikið fyrri hálfleik átti hann fantagóðan leik bæði í vörn og sókn. Stefán var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Strax í upphafi leiks sýndi íslenska liðið yfirburði á öllum sviðum leiksins og náði leikurinn aldrei að verða spennandi. Eftir um tuttugu mínútna leik var staðan 16-6 og þegar blásið var til hálfleiks höfðu strákarnir okkar 11 marka forystu 22-11. Þó að okkar menn hafa slakað á klónni í síðari hálfleik þá hélt munurinn áfram að aukast. Sádar reyndu sig áfram með sjö sóknarmenn en yfirleitt endaði það með auðveldum mörkum íslenska liðsins, þegar upp var staðið höfðu strákarnir okkar sextán marka sigur, 43-27. Mörk íslenska liðsins: Stefán Magni Hjartarson 7, Ágúst Guðmundsson 6, Sigurjón Bragi Atlason 5, Dagur Árni Heimisson 5, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Bessi Teitsson 3, Marel Baldvinsson 3, Daniel Montoro 2, Dagur Leó Fannarsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Haukur Guðmundsson 1, Hrafn Þorbjarnarson 1, Andri Erlingsson 1, Ingvar Dagur Gunnarsson 1 og Garðar Ingi Sindrason 1. Á morgun er frídagur hjá liðinu en næsti leikur liðsins er á móti Brasilíu á laugardaginn og hefst hann klukkan tólf að íslenskum tíma. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland)
Landslið karla í handbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira