Fótbolti

Mynda­veisla af ótrú­legum sigri Víkinga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Víkingar fagna einu af mörkunum þremur.
Víkingar fagna einu af mörkunum þremur. Vísir/Diego

Víkingur gerði sér lítið fyrir og lagði Bröndby 3-0 þegar liðin mættust í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ljósmyndari Vísis var á staðnum og myndaði herlegheitin.

Um var að ræða fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar. Sigurinn setur Víkinga í einkar góða stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Kaupmannahöfn í næstu viku. Mikil spenna ríkir nú þegar fyrir leikinn og ljóst er að stuðningsfólk heimaliðsins er ekki ánægt eftir tapið í Fossvoginum.

Byrjunarlið Víkinga í leiknum.Vísir/Diego
Erlingur Agnarsson á fleygiferð. Vísir/Diego
Gylfi Þór Sigurðsson og hægri fótur hans áttu eftir að valda Bröndby vandræðum.Vísir/Diego
Nikolaj Hansen átti svo sannarlega eftir að koma við sögu.Vísir/Diego
Fámennt en góðmennt hjá gestunum, en samt ekki.Vísir/Diego
Erlingur, Gylfi Þór og Valdimar Þór Ingimundarson. Vísir/Diego
Hansen skallar að marki, með hnakkanum.Vísir/Diego
og Hansen fagnar.Vísir/Diego
... og fagnað.Vísir/Diego
Þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen gefur skipanir.Vísir/Diego
Daníel Hafsteinsson á ferðinni.Vísir/Diego
Oliver Ekroth skoraði annað mark Víkinga og Pálmi Rafn Arinbjörnsson var frábær í markinu.Vísir/Diego
Hansen skilaði góðu dagsverki.Vísir/Diego
Sveinn Gísli Þorkelsson og Óskar Borgþórsson.Vísir/Diego
Varamaðurinn Viktor Örlygur Andrason setti mark sitt á leikinn í bókstaflegri merkingu.Vísir/Diego
Viktor Örlygur dansar framhjá einum ... Vísir/Diego
... og Viktor nær skoti að marki.Vísir/Diego
... og Viktor fagnar.Vísir/Diego
Sveinn Gísli.Vísir/Diego
Pablo Punyed kom inn til að loka leiknum.Vísir/Diego
Það var eðlilega vel mætt í kvöld.Vísir/Diego
Fagnað að leik loknum.Vísir/Diego

Tengdar fréttir

„Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“

„Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar.

„Þeir voru sterkari en við í loftinu“

Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×